Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 36

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 36
Þessi mynd sýnir Grænlandsfarið Hans Hedtoft leggja af stað frá Kaup- mannahöfn í fyrstu og síðustu för sína til Grænlands. Skipið fórst undan Hvarfi á Grænlandi 30. janúar s. 1. Hans Hedtoft var nýtízku skip og átti að vera búinn fullkomnustu öryggistækjum, sem nauðsynleg eru skipum, er sigla á hinum viðsjárverðu leiðum Norður-íshafsins. Skipið var meðal annars búið ratsjá til þess að sjá hluti á yfirborði sjávar, berg- máls-dýptarmæli, sjláfvirku miðunartæki og fjarstýritækjum. Skipið var með þrjá björgunarbáta, er hver tók 25 manns, björgunarbát með hreyfli og fjóra gúmmíbjörgunarbáta, sem blása sig út sjlfkrafa, er þeir snerta sjóinn. — í skipinu voru sex vatnsþétt skilrúm. Það átti því ekki að geta sokkið þótt leki kæmi að því. Ennfremur var stefni og kynnungar Hans Hedtoft með stálbrynju til varnar gegn íshættunni. Hann átti, sam- kvæmt vottorði skipasmíðastöðvarinnar, að vera svo örugglega búinn til íshafsferða, að honum mundi ekki stafa liætta af jafnvel hinum stærstu ísjökum. — Botn skipsins var tvöfaldur stálbotn. Hann var talinn eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar og flokkun hans samkvæmt því. — En þrátt fyrir allan þennan útbúnað fórst skipið við Hvarf með 95 manns innanborðs. Og ekkert hefur af skipinu fundizt, stórt eða smátt, nema bjarghringir tveir, sem ráku hér við Suðurland s. 1. haust, eins og sagt er frá í þessu hefti.

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.