Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 17
Þetta var ensk njósnaflugvél, og þær fljúga þúsundir mílna á haf út.
Þessi flugvél stefnir beint á kafbátinn.
Þeir hafa þá komið auga á hann í radartækinu.
Wiebe rífur upp brúarhlerann. Á næsta augnabliki er sem báturinn
vakni af svefni.
Hver maður fer á sinn stað. Allir eru tilbúnir að gera skyldu sína.
Síðan kemur skipun um köfun.
„Allir menn á sína „köfunarstöð"! hljómar ákveðið um allan kafbát-
inn.
Hávaðinn í dieselvélinni á bakborða deyr út og niðurinn í köfunarvél-
unum tekur við.
„Kafa!“
Aftur heyrist klukknahringing og á næsta augnabliki virðist báturinn
standa upp á endann.
Með miklum hraða heldur nú U — 178 niður í djúpið.
Það er í bili öruggasti staðurinn og nú ríður á, að sem mest vatn
verði á milli hans og óvinarins uppi í loftinu.
Stjórnin á bátnum er stórkostlega örugg, og svitinn rennur af öllum
í vélarúminu.
Allt í einu kom Striibe auga á það, sem hlaut að ske, þegar báturinn
stendur svona upp á endann.
Bullan losnar, en 2 menn reyna sem þeir geta að halda henni fastri,
en það dugar ekki til. Annar maðurinn sleppir takinu. Hann hefur orðið
á milli veggjarins og bullunnar. Augun ranghvolfast í höfði hans og
hnén verða máttlaus. Hinn hamast sem mest hann má, til að reyna að ná
valdi á bullunni, það er eins og augun séu að springa út úr höfðinu og
æðarnar eru þrútnar.
En þyngd bullunnar er mikil, sveiflurnar stórar og erfitt að nú
valdi yfir þeim.
„Brjóstkassinn!“ hugsar Strube með sér. „Hún malar í honum rif-
beinin."
Strúbe er nú kominn á staðinn þar sem hættan er mest. Hann reynir
að hjálpa mönnunum, en sér fljótt, að það er ekki til neins. Bullan
getur á hverju augnabliki brotið vélina.
En allt í einu stöðvast vélarnar.
U — 178 liggur láréttur og kyrr.
Þessu sannkallaða afreksverki er lokið — um stund.
17
Nýtt S O S