Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 21
vanir að hafa tvær sprengjur meðferðis þessir Sundarland-flugbátar, þegar þeir fara á kafbátaveiðar!“ Þama er svarið framundan. Svartur gljáandi olíublettur. Hinzta tákn kafbátsins. Og síðasta táknið um 60 félaga! Þrátt fyrir mikla flugvélahættu leitar U — 178 vandlega að mönnum, sem kynnu að vera ofansjávar. En sú leit er árangurslaus. Eftir klukkustund er hætt að leita og U — 178 heldur áfram ferð sinni. Leitin er árangurslaus. Þarna er engan mann að finna. Sprengja hlýtur að liafa hitt hinn ítalska kafbát, líklega meðan hann var að kafa niður í djúpin, og reyna að komast undan. Nokkrum mínútum seinna klýfur hárbeitt stefni kafbátsins U — 178 þetta blásvarta sorgarhaf. „Svona eru rósirnar," sagði Spahr yfirforingi rámri röddu, „sem verða gróðursettar á leiði okkar, þegar við hverfum héðan.“ Wiebe svaraði engu, en snéri sér að vélunum sinum. * Og U — 178 heldur áfram ferð sinni í suður átt fram hjá Góðravonar- höfða. Ferðin er þó oft mjög hæg, því stöðugt er verið að gera við vélamar, ýmist á bakborða eða stjórnborða. Strúbe er alltaf í vélarúminu, og gefur sér varla tíma til að sofa. At- hygli hans beinist stöðugt að hljóðum í vélunum. Hann veit vel hvað það þýðir, ef vélarnar stöðvast. Vélarnar mega ekki verða fyrir neinu áfalli. Ef eitthvað kemur fyrir, er ekkert hægt að gera, því engir varahlutir eru til um borð í kaf- bátnum! Þetta vita þessi 57 menn á U — 178 vel. Þannig kveður þessi kafbátur hið fagurbláa Indlandshaf og hið grá- græna Atlantshaf tekur nú við. En þótt þessir menn um borð í U — 178 séu sterkir, geta þeir ekki ráðið við örlögin. Báturinn var nú kominn vestur fyrir suðurodda Afríku. Hann var bú- inn að vera einn mánuð á leiðinni og var langt frá landi. Nýtt S O S 21

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.