Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 15
Skipstjórarnir á flutningaskipunum voru orðnir sljógir og áttu erfitt með að fylgja röðinni þegar sjóliðsforingjarnir á vopnuðu skipunum gátu ekki áttað sig á henni. Sherbrooke skipherra veifaði með hendinni til siglingastjórans og sagði við hann: ,,Við tökum aftur forustuna fyrir skipalestinni. Á meðan þessi stornmr geysar þýðir ekkert að vera að elta skipin uppi.“ Tundurspillirinn breytti því einu sinni enn. um stefnu, og í eitt skipti enn hallaðist hann svo herfilega á hliðina að Robinson datt ekki í hug annað en hann myndi ekki rétta við aftur, svo lengi lá hann á hliðinni „Þetta er ísnum að kenna, sem liefur hlaðst á hann ofantil“ sagði lautin- antinn, sem var á verði. Halló merkjavörður! livað er eiginlega frarnan í andlitinu á yður? „Blóð? Það lítur helst út fyrir það.“ „Það er íshrönglið, sem orsakaði þetta sir. Ég fékk mikið framan í mig áðan. Slæmt veður!“ „Já frekar það“ sagði lautinantinn „ég varð líka fyrir áfalli. í nótt hentist ég út úr kojunni af veltingnum og síðan er annað hnéð á mér stirt. Eiginlega ætti ég að liggja í koju. En það er þessi óvissa sem ríkir — Það er eins og það sé betra að geta horft beint framan í örlög sín.“ Það leið langur tími áður en HMS „Onslow" var orðið fremst í fylk- Nýtt S O S 15

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.