Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 35

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 35
lega tveir skipaflokkar, sem skjóta ,hvor á annann.“ En um þetta var ekkert hægt að segja nákvæmlega. Það var ekkert hægt að botna í hvaða skip voru óvinaskip eða ekki. Einnig urðu allar ástæður verri fyrir Burn- ett aðmírál, af því hann vissi ekki vel, hvar skipalestina var að hitta. Mælingar þær, sem Bretar liöfðu gert á sínum skipum undanfarna ó- veðursdaga liöfðu farið mikið í rugling, svo að ekki var hægt að treysta þeim. Kl. 10,32 komst Sheffield í tvö ný radarsambönd í austri. En brezki aðmírállinn hélt í aðra átt. Þá varð hann, kl. 10,36, var við nýja skotblossa, sem eins og seinna kom í ljós, stöfuðu af því, þegar Admiral Hipper var að skjóta Bramble í kaf. Burnett stefndi nú í átt- ina til sjóorrustunnar. Kl. 10,45 sast óþekkt skip, sem Iivarf brátt aftur. Kl. 11,05 hafði Sheffield radarsamband á stjórnborða. Á sama tíma kom svo skeyti frá Kinloch fregátuskipstjóra, sem skýrði frá stöðu brezku tundurspillanna. Kl. 11,12 stefndi svo Burnett að lokum í suðiir. Kl. 11,30 kom hann auga á Admiral Hipper í 7 sjómílna fjarlægð. Nýr þáttur í þessari flóknu sjóorrustu var að hefjast. Orrustan um skipalestina var nú alltaf að nálgast úrslitin. Admiral ITipper liafði á ný fengið vitneskju um, livar óvinirnir héldu sig. Lút- zow-skipin voru einnig komin á staðinn. Burnett hafði bókstaflega kom- ið á síðustu stundu til að skakka leikinn. Örlög skipalestarinnar héngu á þræði. Flutningaskip bandamanna voru varla búin að breyta stefn- unni í suður til að fjarlægjast Admiral Hipper, þegar korvettan „Hyd- erabad“ kom auga á óþekkt skip framundan. Skipherrann á korvett- unni gerði heldur ekki í þetta skipti neinum viðvart; hann virtist lialda, að hér væri um rússnesk skip að ræða. Skipherrann á korvettunni Rliodo- dendron var ekki eins bjartsýnn á hlutina. Hann kom auga á Skipin kl. 10,45 °S oaf öllum eftirfylgjandi merki: „Ókunn skip nálægt í suðurátt!“ Þessi ókunnu skip voru Liitzow og þrír tundurspillar. Þeir héldu á undan skipalestinni frá suðaustri í norvestur. Skipherrann á Lutzow, sem liét Stange, gat ekki almennilega áttað sig á aðstöðunni. Hann vildi bíða eftir að veðrið batnaði og stefndi um, tíma í austur. Þess vegna lenti Kummetz aðmíráll á Hipper í annað skipti saman við óvinina. „Óvinaskip í austri!" hrópuðu varðmennimir á Obedient, þar sem Kinloch var skipherra. Það hélt sig á bakborða við skipalestina. Snjó- élinu var nýlega létt. Sjálfur gat Kinloch skipherra þaðan sem hann stóð í brúnni einnig þekkt Lutzow-skipin, sem ennþá stefndu í austur. Nýtt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.