Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 17
njósnarflugvél yfir okkur. Eg var nærri því búinn að gleyma því. „Það er þess vegna enginn vafi á að þeir vita að við erum á leiðinni.“ Þetta sarntal, sem átti sér stað milli þessara tveggja sjómanna var ekki eins auðvelt að framkvæma og sumir hefðu getað haldið. Hvinurinn í storminum og hávaðinn í sjónum yfirgnæfði annað veifið allt, sem sagt var, þótt hátt væri talað og urðu mennirnir við og við að skjóta sér bak við skjólvegg hrúarinnar, svo þeim blátt áfram skolaði ekki fyrir borð. Það sem eftir var dagsins 28. desember kom ekki neitt sérstakt fyrir skipa- lestina j. W. — 51 B. Stormurinn geysaði áfrarn og bylurinn æddi, og myrkrið var svo svart, að það virtist slá öll fyrri myrkurmet heimsskautanæturinnar út. Um morguninn þann 29. desember, var eins og veðrið lægði heldur, jaað birti heldur, og varðmennirnir í brúnni á „Onslow“ gátu nú komið auga á einstöku skip í lestinni aftur. Þegar Sherbrooke skipherra taldi skipin, sem hjuggu sig áfram með erfiðismunum eins og svartir skuggar gegnum hinar stórvöxnu öldur ,varð liann fyrir miklum vonbrigðum. „Vantar fimm flutningaskip" sagði hann og sló með hnéfunum í skjólborðið á brúnni. „Þar að auk eru HMS „Oribi“ og „Vizalma“ liorfin, fallegt skarð höggvið í skipalestina!“ HMS „Oribi“ var tundurspillir og HMS „Vizalma“ vopnaður togari, sem var notaður sem gæzluskip í skipalestinni. Eftir stutta stund gaf skipherrann þessa skipun: „Talið við „Bram- ble“ með ljósmerkjum og spyrjið hann.“ Tundurduflaslæðarinn „Bramble“, skipherra Rust, staðfesti þetta og sagðist ekki geta séð skipin heldur og hvarf svo bak við snjóél. En skipalestin hélt áfram ferð sinni til Murmansk. Það voru nú í henni 9 flutningaskip og 8 fylgdarskip. Annars voru áhyggjur Sherbrooke skipherra út af hinum týndu sauðum sínum, mjög skiljanlegar, þótt þær væru ekki nauðsynlegar. Þessi skip höfðu vegna veðursins tapað sam- bandinu við hin skipin og dregizt aftur úr, en náðu þó öll höfn og það á undan „Bramble“. „Og hvar erum við nú staddir, hr. leiðarstjóri?“ spurði nú skipherr- ann á „Onslow“ og snéri sér að yfirliðsforingjanum, sem stjórnaði ferð- inni. Yfirliðsforinginn gat vart varizt því að yppta öxlum. „Einhvers- staðar milli Jan Mayen og Bjarnareyjar, Sir. Það er það nákvæmasta, sem ég get gefið upp um stöðu skipanna." Og skipalestin hélt áfram ferð sinni og veðrið fór batnandi. Snjó- Nýtt. S O S 17

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.