Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 36

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 36
Brezki fregátuskipherrann reyndi að lialda skipum sínum 3 á milli Liitzow og skipalestarinnar. En hlutverk hans var allt annað en öfunds- vert. Hann liélt áfranr ferð sinni án þess að vita, hvert hann væri að fara og sjórinn skvettist stöðugt yfir tundurspillana þrjá og varð að ís. Hann vissi ekkert um brezku herskipin. En úti í snjómuggunni virtist vera fullt af þýzkum skipum. Ekkert af brezku skipunum nema Hyd- erabad vissi, að búið var að eyðileggja Bramble. Gegnum loftskeytastöð- ina hafði borizt neyðarkall frá Bramble. „Enginn ótti á ferðum, herrar mínir!“ sagði Kinloch við liðsforingja sína. „Onslow hefur gefið okkur gott fordæmi til eftirbreytni um það, hvernig menn eiga að halda óvinum sínum í hæfilegri fjarlægð. — Aha! þar byrjar nú ballið aftur!“ í norðri sáust skotblossar og svo heyrðust þrumurnar í fallbyssum Hippers. Klukkan var nú 11,15. Hipper hafði komið auga á Achates, sem alltaf hélt ófram að spúa gerfireyk yfir flutn- ingaskipin, og hóf þegar í stað skothríð á tundurspillinn. Frá Onslow mátti fylgjast með þeim sorgleik, sem nú var að hefjast. Hann var ekki langt frá Achates framantil í skipalestinni og fyrsti stýrimaður þar um borð lét eftirfarandi boð ganga í gegnum hátalarann: „Það er ekki skotið á okkur nú, heldur Achates. Óvinirnir ráðast á okkur úr norðri. Á hverri mínútu eigum við von á að okkar skip komi.“ 36 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.