Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 20
af stað og brátt var norska ströndin langt að baki þeirn. Kl. 2,40 aðfarar- nótt liins 31 desember skiptu þan sér í flokka, eins og gert hafði verið ráð fyrir, og var stefnt í norðaustur. Tundurspillarnir. sex voru allir í halarófu. „Admiral Hipper" var norðanmegin við skipalestina og Liit- zow var við suðurenda hennar. Eftir árásina átti svo „Liitzow" einn að gera usla í skipalestunum á Atlantshafi. En margt fer öðruvísi en ætlað er. — Hér um bil sex klukkustundum eftir að hin þýz.ku skip höfðu skipað sér í raðir, eða um kl. 8,30, voru 4 deildir brezkra herskipa staddar h. u. b. á 73. gráðu norðlægrar breidd- ar og 29. gráðu austlægrar lengdar. Þessi skip vissu ekki hvort um annað. Annar flokkur skipalestarinnar JW 51 B liélt nú beint í aust- ur, í þeim flokki voru auk hinna, 8 gæzluskipa, 12 flutningaskip, þar sem 3 af þeirn flutningaskipum, sem höfðu dregizt aftur úr voru nú aftur komin í hópinn. Rúmlega 45 sjómílum þaðan eða í 83 kílómetra fjarlægð var hinn vopnaði togari „Vizalma“ ásarnt einu flutningaskipi, sem hafði helzt úr röðinni. í 15 sjómílna fjarlægð í norðaustur af skipa- lestinni var svo tundurduflaslæðarinn „Bramble“ og mill „Bramble“ og „Vizalma" voru svo herskipin „Slteffield" og „Jamaica", sem Burnett aðmíráll stjórnaði. Langt jtaðan í suðaustur hélt svo önnur skipalest í norðurátt. Það var RA 51, sem hafði farið frá Murmansk þann 30. desember og náði tólf dögum seinna heilu og höldnu til Loch Ewe. „Það er alveg furðulegt, hvað sjórinn er orðinn sléttur," sagði Sher- brooke skipherra. Hann stóð í brúnni og snéri sér um leið og hann sagði þetta að siglingaforingjanum á „Onslow". „Skyggnið er líka svo gott, að maður getur varla búizt við því bétra um þetta leyti árs!“ „Alveg rétt, Sir!“ svaraði liðsforinginn. „Það er bara meðan hryðj- urnar ganga yfir, að það syrtir nokkuð í álinn.“ „Og frostið,” grei]r stórskotaliðsforinginn inn í, „er nokkuð mikið enn, en á hægri ferð gerir það okkur ekki neitt. Undir eins og við aukum hraðann, fer ísinn að hlaðast á skipið, svo það verður hreinasta kvöl að eiga við fallbyssurnar fram á skipinu, — eiginlega ómögulegt." Skipherrann kinkaði kolli og gekk frant á brúarvænginn á bakborða, meðan liðsforingjarnir héldu áfram samtalinu. „Hvað gerum við nú, þegar þýzku kafbátarnir ráðast á okkur?“ spurði tundurskeytaforinginn. „Mér hefur dottið í hug, að skipherrann hafi vissa ráðagerð á prjónunum." „Auðvitað," sagði siglingaliðsforinginn nokkuð óþolinmóður. „Jafn- 20 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.