Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 34
stjórninni. Kinloch yfirmaður á einni korvettunni hafði verið útnefnd- ur fregátuskipstjóri án þess að hann vissi af. Hann hélt sig nú í, ná- munda við skipin Obedient, Orwell og Obdurate á milli flutningaskip- anna og Admiral Hipper, en Achates var önnum kafinn að mynda reyk- ský milli flutningaskipanna og óvinanna. Það var nú aftur byrjað að snjóa. í stað næturdimmunnar var nú komið hálfrökkur. Kl. 10,35, samtímis útnefningu Kinlochs, hvarf Ad- miral Hipper aftur sjónum Breta, hann stefndi nú í aust-norðaustur. Fyrsta þætti orrustunnar var lokið. En annar þátturinn var að því kom- inn að hefjast. Úrslitaorrustan. Hjá Þjóðverjum hafði allt gengið eftir áætlun fram að þessu. Amiral Hipper hafði þegar náð nokkrum árangri. Varla var bardaganum við brezku tundurspillana lokið, er Þjóðverjar komu auga á nýtt skip. Það var tundurduflaslæðarinn „Bramble", sem hafði orðið viðskila við skipa- lestina, þegar hann var að smala saman fragtskipum, sem höfðu dregizt afturúr. Admiral Hipper hóf þegar í stað skothríð. Bramble sökk með allri áhöfn. Síðan hélt Hipper í suður, til þess að verða ekki of langt frá óvinunum. Að vísu hafði hann ekki komið auga á flutningaskipin fram að þessu, að undanskildu Empire Emerald. En nærvera tundur- spiila Breta benti ótvírætt á að flutningaskipin voru ekki langt undan og þau ætlaði hann sér að hitta. Af þýzku tundurspillunum voru „Richard Beitzen“ og „Theodor Rie- del“ nálægt Admiral Hipper. „Friedrirh Eckholdt“ hafði verið látinn fara í burtu til að njósna um flutningaskipin. Það skip varð seinna fyrir sömu örlögum og „Bramble". Voru það skipin „Sheffield" og „Ja- maica“, sem sökktu Iionum. Burnett aðmíráll á flaggskipinu Sheffield hafði kl. 9 um morguninn, þegar hann var á leið í suðurátt til að sam- einast skipalestinni, komizt í radarsamband við tvö ókunn skip, og hafði þess vegna ekki haldið áfram ferð sinni. Fyrst þegar það kom í ljós, að hér var um tvö skip að ræða, sem dregizt höfðu afturúr, nefnilega togarann „Vizalma" og annað fragt- skip, hélt hann í suður (kl. 9,55). „Skothríð framundan!“ kallaði vörðurinn fram á Sheffield. „Augsýni- 34 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.