Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 12
Loftskeytamaðurinn segir skipstjóranum frá athugun sinni, en hann gefur því ekki gauin, því hugur hans beinist óskiptur að innsiglingunni, Skömmu seinna renna akkerisfestarnar út. Bahia Blanca er komin á skipalægi Rio de Janeiro, fegurstu hafnar í heimi. Enn hefur Bahia Blanca siglt undir heillastjörnu. Klukkutíma síðar frétta skipverjarnir, hve hurð skall þó nærri hælum. Varðmaður tilkynnir skipstjóranum, að herskip sé á leið inn höfnina. Sohst þýtur á fætur, þrífur af borðinu bókina „Janes Fighting Ships“ (skrá um herskip) og hleypur upp á stjórnpallinn. Herskipið er nú næstunv á hlið við Bahia Blanca. Auðvelt er að greina útlínur þess. Fallbyssuturnarnir að frarnan og aftan eru lágir, brúarhús- ið er lágt og reykháfurinn breiður. „Leande-gerðin," muldrar Sohst, er hann hafði borið saman mynd- ina í bókinni og brezku beitisnekkjuna. Þetta er „Ajax“, sem seinna gegndi þýðingarmiklu hlutverki í orr- ustunni við Rio de la Plata. Það var ekki um að villast, að Bretinn var hér á höttunum eftir Bahia Blanca. Þeir hafa frétt af burtfarartíma skipsins, vissu um gang- hraða þess og hafa reiknað með koniu þess til Rio þessa nótt. Loftskeytið, sem fyrr segir frá var sent frá „Ajax“, skeytið, sem loft- skeytamaðurinn á Bahia Blanca gat þó ekki ráðið. En veiðin gekk úr greipum Breta að þessu sinni. Sohst skipstjóri tilkynnir komu sína með lágum, löngum tón úr eim- flautunni. í þann mund, er fyrstu geislar sólarinnar gylla Sykurtoppinn, brunar Bahia Blanca inn í höfnina. Stórbátur nálgast Bahia Blanca. í bátnum er þýzki skipamiðlarinn, sem hafði fengið skeytið um komu skipsins þá um nóttina. Hann starir stórum augum á þetta „hollenzka" flutningaskip. Hann ber hendurnar að munninum eins og lúður: „Sohst skipstjóri! Eruð það þér, eða eruð það ekki þér?“ „Það er ég!“ Sohst stendur nú á bátaþilfarinu, hár og breiðvaxinn. „Já, það eruð þér sjálfur! Komið í land, það verður veizla!" En skipamiðlarinn má ekki fara um borð strax. Fyrst verður hafnar- stjóri og hafnarlæknir að gefa sitt samþykki. 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.