Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 11
hollenzk þjóðareinkenni. Reykháfurinn er málaður svartur og efst eru dregnir tveir hvítir hringir. Bahia Blanea siglir utan alfaraleiðar áleiðis til Brasilíustranda. Sjáist reykur við hafsbrún eða siglutré, er vikið úr vegi. Áður sóttust þeir eftir að ná liöfn, hlökkuðu til að heimsækja góða vini. Nú snérist öll hugsun þeirra um, hvenær þeir kærnust heim til Þýzkalands. Sumir meðal áhafnarinnar rnæla fast með því, að tafarlaust verði snúið við og haldið heim til Þýzkalands. Það væri hægt að taka elds- neyti á Kanaríeyjum. \h'st væri sá möguleiki fyrir hendi. En farmurinn til Brasilíu? Og hvernig mundi takast að koma verð- mætu hráefni frá Brasilíu til Þýzkalands? Sohst skipstjóri Iilustar á þessar velmeintu ráðleggingar. Hitt er annað mál, að liann mundi fara sínu fram, þó allir aðrir um borð væru á annarri skoðun. Þá er og þess að gæta, að allt of löng leið er til Kanaríeyja og þær liggja einmitt á aðalsiglingaleið óvinanna. Það er farið yfir miðbaug jarðar og samkvæmt hefðbundjnni venju eru nýliðarnir skýrðir með viðhöfn. Sohst skipstjóri ákveður, er hann nálgast Brasilíu á 20. gráðu suður- breiddar að sigla þar að nóttu til. Skipið fer í um það bil 30 sjómílna fjarlægð frá C-abo Frio í skjóli næturinnar. Suður af eynni Grade tekur Sohst stefnu í þveröfuga átt við þá, er liann hafði siglt til þessa. Hann vonar, ef svo færi, að hann hitti fyrir brezkar beitisnekkjur, sem lægju í leyni úti fyrir Rio, að hann gæti villt á sér heimildir sem Hollendingur. Þá var líklegt, að brezku herskipin mundu halda nppi njósnum á hinni venjulegu leið inn til Rio, því vafalaust hafði brezki umboðsmaðurinn skýrt frá ferðum Bahia Blanca. Bahia Blanca fer nú með fullri ferð, svo að segja „bakdyramegin“ inn á höfnina í Rio. Þessa nótt gengur enginn af áhöfninni til hvílu. Allir standa frívakt ofanþilja. Fyllsta árvekni er fyrirskipuð. Þegar komið er inn í landhelgi Brasilíu, innan sjónvíddar hafnarljós- anna, tilkynnir Solist skipstjóri komu sína með loftskeyti. Innan landhelgi Brasilíu geta Bretarnir ekkert aðhafzt. Ekki er loftskeytið fyrr sent en heyra má glögglega í senditækjum Bretanna. Það er eins og heil hersveit sé í nánd. 11 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.