Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 17
Sohst hlær upp í opið geðið á Norðmanninum. Honum finnst fjar- stæða, að Noregur lendi í styrjöldinni. En Norðmaðurinn er tortrygginn. Hann heldur áfram máli sínu: „Kannski eru þetta enn sem komið er hugarórar. En sem sjómaður er ég vanur að búast við því versta, en vona hið bezta.“ í þessum svifum er hurðinni hrundið upp og kona skipstjórans kem- ur inn. „Ó, við höfum þá heimsókn? Það verður skemmtilegt! Loksins dálítil tilbreyting!" þusar hún óðamála. Hún lítur út fyrir að vera tíu til fimmtán árum yngri en maður hennar. „Þetta er Sohst skipstjóri," sagði Norðmaðurinn. „Þjóðverji!“ bætti hann svo við nokkru hærra. „Já — og? Hjá okkur er hann gestur. Þú mátt ekki trúa öllu, sem stendur í brezkum blöðum um vondu Þjóðverjana. Hvað get ég gert fyrir yður, herra Sohst? Hvernig væri að fá sér ekta norskan morgun- verð?“ Hún bíður ekki eftir svari gestsins. Hún er rokin út til þess að panta morgunverðinn hjá matsveini og þjóni. „Donnerwetter" (fjandinn sjálfur). Þessi skipstjórafrú kom sannarlega eins og kölluð mér til hjálpar!" hugsaði Sohst skipstjóri. Sohst er það ljóst, að Norðmaðurinn er fyrst og fremst sjómaður og hann skemmtir sér áreiðanlega ekki oft með konu sinni. Enda þótt konan sé lífsglöð getur hún víst litlu um þokað gagnvart manni sínum. Eftir að sezt er að snæðingi kemur Sohst með uppástungu: „Hvernig væri að við færum saman um Rio og nágrenni? Frúin hefði sjálfsagt gaman af því. Leyfið mér að sýna örlítinn þakklætisvott með því að bjóða yður í slíka ferð.“ Áður en norska skipstjóranum gefst færi á ,að svara, hefur kona hans tekið boðinu. Loks hlær hann og segir: „Kannski er það nú rétt. Það væri gaman að fara einu sinni í land." Hann tekur nú meiri þátt í samræðunum en fyrr. Allt í einu spyr hann gest sinn: „Segið mér, starfsbróðir. Þér hafið í hyggju að komast heim til Þýzka- lands um Danmerkursundið?“ „Hver segir yður það?“ „Það þarf nú ekki mikla skarpskyggni til að álykta þannig. Þér eruð Nýtt S O S l7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.