Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 20
Skipstjórinn á Santa Fe var góður vinur Sohst skipstjóra. Vissulega hefur hann ekki legið á liði sínu, en svona fór samt. Zopff, skipstjóri á Santa Fe, hafði ekkert sprengiefni meðferðis. Til þess að skipið félli ekki í hendur óvinunum var því ekki annað ráð fyrir hendi en opna botnlokurnar og sökkva skipinu. Það ætlaði Zopff líka að gera um leið og óvinaherskip sæist nálgast. Á leið hans var alls ekki von annarra skipa en brezkra eða franskra. Því var það, að strax er sást til ferða frönsku beitisnekkjunnar, var fyrirskipað að opna botnlokurnar og sökkva skipinu. Samt var rætt um það í brezkum blöðum, að skipið hafi verið sjófært er að var komið, og hefði alls ekki sokkið. Nú komust á kreik sögusagnir um, að Bretarnir hefðu handlangara í öllum höfnum til þess að gera botnlokur skipa óvirkar. Járnplötur væru festar yfir lokurnar í botni skipanna og þéttar með gúmmí. En er ventlarnir væru opnaðir, mundu plöturnar sogast að opinu vegna hins sterka innstreymis, en mundu svo falla svo þétt að opinu, að sáralítill sjór kæmi inn. Nokkrum dögum seinna voru kafarar eitthvað að bjástra í nánd við Bahia Blanca. Grunur vaknaði hjá Sohst skipstjóra og hann lætur rann- saka málið. Kemur þá í ljós, að kafararnir voru sárasaklausir, voru ein- ungis að lagfæra bryggjuna. Ef til vill------ Fyfir peninga er unnt að láta gera hvað sem er; líka að láta apa dansa. Æ, vel á minnzt — aparnir. Strax eftir komu skipsins voru þeir afhentir réttum viðtakanda í Rio de Janeiro. Aparnir voru sóttir á stórum kassabíl. Gæzlumennirnir höfðu þykka hanzka á höndum til varnar, ef kvikindin skyldu glefsa. Mennirnir fóru svo gætilega, að það var engu líkara en þeir væru að flytja stórhættulegt sprengiefni. Sohst skipstjóra leist ekki á blikuna. Einn daginn fór hann sjálfur í stofnun þá, sem geymdi apana, og gerði boð fyrir yfirmanninn. Þegar sá heyrði, að einn af áhöfninni hafði verið bitinn á ferðinn, varð maðurinn náfölur. „í guðanna bænum, hvar hafið þið jarðað manninn?" „Hvers vegna jarðað? Eg skildi hann eftir á lítilli eyju, Kap Verde, í umsjá portúgalsks læknis. Eg var einmitt fyrir stuttu að fá kort frá 20 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.