Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 13
Þeir koma á vettvang innan stundar. Þeir eru ekki síður undrandi, er þeir sjá Bahia Blanca á skipalæginu. Gulur fáni blaktir á báti hafnarlæknisins. Hann öskrar í hátalara: „Hvaða skip er þettaPl" „Það er Bahia Blanca, hefra læknir!" svaraði fyrsti stýrimaður. „Það getur ekki verið. í fyrsta lagi er útlitið allt annað en á okkar vel þekkta Bahia Blanca, og í öðru lagi tilkynntu Bretarnir í blöðum og útvarpi, að ekkert þýzkt skip væri lengur á þessum slóðum. Brezk herskip hafa tekið öll þýzk flutningaskip herfangi." „Þér sjáið nú, hvað er að marka slíkar fréttir. Þetta er Bahia Blanca! Komið bara um borð og sjáið með yðar eigin augum!“ „En nafnið er hollenzkt? Hvað á þetta að þýða?“ „Þetta er herbragð, kæri læknir, ekkert annað!“ „Hvar er Don Antonio?" spyr læknirinn. Enn lætur hann ekki sann- færast en heimtar að fá að sjá þýzka skipstjórann. „Komið um borð, hann bíður yðar í káetunni. Bjórflöskurnar standa á borðinu!" Nú er bátur hafnarstjórans líka kominn að skipshlið . Hann fer um borð á hæla lækninum. Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.