Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 13

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Síða 13
Þeir koma á vettvang innan stundar. Þeir eru ekki síður undrandi, er þeir sjá Bahia Blanca á skipalæginu. Gulur fáni blaktir á báti hafnarlæknisins. Hann öskrar í hátalara: „Hvaða skip er þettaPl" „Það er Bahia Blanca, hefra læknir!" svaraði fyrsti stýrimaður. „Það getur ekki verið. í fyrsta lagi er útlitið allt annað en á okkar vel þekkta Bahia Blanca, og í öðru lagi tilkynntu Bretarnir í blöðum og útvarpi, að ekkert þýzkt skip væri lengur á þessum slóðum. Brezk herskip hafa tekið öll þýzk flutningaskip herfangi." „Þér sjáið nú, hvað er að marka slíkar fréttir. Þetta er Bahia Blanca! Komið bara um borð og sjáið með yðar eigin augum!“ „En nafnið er hollenzkt? Hvað á þetta að þýða?“ „Þetta er herbragð, kæri læknir, ekkert annað!“ „Hvar er Don Antonio?" spyr læknirinn. Enn lætur hann ekki sann- færast en heimtar að fá að sjá þýzka skipstjórann. „Komið um borð, hann bíður yðar í káetunni. Bjórflöskurnar standa á borðinu!" Nú er bátur hafnarstjórans líka kominn að skipshlið . Hann fer um borð á hæla lækninum. Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.