Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 29
Á höfninni liggur herskipið „Bewerick". Skipstjórinn á „Bewerick" kallar Solist skipstjóra á sinn fund. „Eg var í nánd við yður, skipstjóri. Hvernig fóruð þér að því, að sökkva skipinu svona fljótt?“ „ísinn reif skipið að framanverðu." „En botnventlarnir?“ „Það þurfti aldrei á þeixn að halda. Fyrirhöfn landa yðar var unnin fyrir gy''g, Sir! ísinn sá tun það, sent þér hafið reynt að koma í veg fyrir! “ Brezki skipherrann stappaði í gólfið. „Ja, hver fjandinn! Þér vitið þá um þetta!" (Þýtt úr þýzku). Frá björgun Bahia Blanca-manna og dvöl þeirra á fslandi. Bahia Blanca hafði verið 34 daga í hafi, og hefur ferð skipsins verið lýst hér að framan. 8. janúar lenti skipið í ísieki og skrúfaðist inn í ísinn. Skipverjum tókst þó að koma skipinu á auðan sjó, en stefni þess var svo laskað oi'ðið, að sjór streymdi inn og varð lekinn óstöðvandi. Skipstjórinn ákvað þá að halda í áttina til íslands og var siglt með þriggja mílna hraða á klukkustund. Var nú siglt í tæpan sólarhring og auðsætt, að skipið mundi aldrei ná landi af eigin ramleik, því dælur höfðu ekki við lekanum og skipið farið að síga ískyggilega. Sohst skipstjóri sendi þá neyðarskeyti, sem fyrr segir, og varð loft- skeytastöðin í Reykjavík þess vör. Þetta var aðfaranótt 10. janúar og var skipið þá um 60 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Skipstjóri óskaði aðstoðar diáttai'báts og bað um, að dælur yrðu sendar, því hann vildi freista þess að koma skipinu í höfn, ef þess væri kostur. Loftskeytastöðin sendi boð um þetta nauðstadda skip til togara á þess- um slóðum. Fjórir íslenzkir togarar reyndust vera þar vesturfrá, meðal annai'ra Egill Skallagrimsson og Hafsteinn. Kom í ljós, að Hafsteinn var næstur hinu sökkvandi skipi og var því að ráði, að liann færi til Nýtt S O S 29

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.