Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 23
Meðal þessara manna voru sumir þeldökkir, en áhugi hvítra og dökkra var sameiginlegur að þessu sinni, og hann beindist að þessu þýzka skipi. Það var svo kvatt í skyndi og flestum létti í skapi. En kannske fannst sumum brottförin of skjótt ráðin. Kynni að vera, að einhverjir hefðu kosið að eiga fleiri stefnumót með brasilískum feg- urðardísum. En nú mega ungfrúrnar bíða, sá útvaldi er farinn veg allrar veraldar. Það er haldið úr höfn án þess að nokkuð sögulegt gerist. Það virðist enginn skipta sér neitt af brottför þessa skips nema hafnarstjórinn og umboðsmaður skipsins. Engin óvinherskip eru sjáanleg þegar Bahia Blanca tekur stefnuna í austnorðaustur út á opið Atlantshaf. Skipstjórinn vill forðast að verða á vegi skipa á venjulegri siglingaleið nær strönd- inni. Sohst skipstjóra er rórra í skapi. Það er ástæða til að ætla, að liin svokallaða B-þjónusta Þjóðverjanna hafi staðið sig vel að þessu sinni. Sjóherstjórnin hefur gefið Sohst skipstjóra nákvæmlega upp þá leið, sem hann á að sigla. Hann á að sigla norður um Grænlandshaf — milli íslands og Græn- lands — leið, sem er viðsjárverð á þessum tíma árs. Hvað hafði ekki kunningi hans, norski skipstjórinn, sagt: „Það er ekki hægt að framfylgja neinum föstum reglum vegna ís- reks á Grænlandshafi. Það er bezt að sneiða hjá þessum bölvuðum flösku- hálsi, ef þér rnetið mín ráð einhvers." Eftir svolítið hlé vék Norðmaðurinn enn að þessu efni og lyfti glas- inu: „Annars ber ég virðingu fyrir þýzkum skipstjórum og þýzkum sjó- mönnum yfirleitt. Mörg þýzk skip hafa siglt þessa leið. Og flestir hafa meira að segja komizt á leiðarenda. En — —“ Og þetta litla orð „en“ hljómar fyrir eyrum Sohst skipstjóra þegar liann nú er kominn út á liafið og hefur rofið innsiglið á skjölum þeim, sem hafa að geyma fyrirskipanir um hvert hann skuli halda. Skipverjar njóta hitabeltissólarinnar. Þeir, sem eru á frívakt liggja á bátaþilfarinu eða á yfirbreiðslunum á lestaropunum. Það verður senni- lega langt þangað til þeir njóta aftur ylgeisla suðrænnar sólar, því lítil von er um, að styrjöldin taki brátt enda. En hingað nær ekki armur þýzka áróðursmálaráðuneytisins, doktors Jósefs Göbbels, sem hefur lagt bann við að hlusta á útlendar útvarps- stöðvar og lét stöðva frjálsan innflutning á erlendum blöðum. Nýtt S O S 23

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.