Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 8

Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 8
Æst9 sem endist iengi IJNDIR eins og ég kom aftur úr búðarferð- inni vissi ég að eittlivað var að. Mamnia sat í stóra stólnuin fyrir framan arininn og var að fitla við vasaklútinn sinn. Ekki leit liún upp, ]>egar ég kom inn. Pabbi snéri baki í mig og borfði út um gluggann. Ég varp öndinni og góndi á þau og spurði svo: „Af hverju eruð þið svona döpur?“ Pabbi sneri sér liægt frá giugganum. „Döp- ur? Það er kannske ekki rétta orðið, Kata mín. Við mamma þín liöfum verið að tala alvarilega saman. Við liöldum að .. . að máske væri réttast fyrir ykkur Pétur að fresta gift- ingunni dálítið.“ Nú leit mamma upp, og ég sá, að hún var rauðeygö af gráti. „Pabbi ... mannna .. . ykkar getur ekki verið alvara! Fyrir viku síðan var þetta alveg ákveðið. Þið voruð þá alveg með því. En nú segizt þið vilja fresta því. Hvernig stendur á ])essu. Ég ski'l þetta ekki.“ „Kata mín, þú ert svo ung enn ... Við skulum ekki flana að neinu. Því viltu ekki láta þér nægja að vera trúlofuð fyrst um si nn?“ Mér lieyrðist rödd mömmu titra. „En mamina, ég get ekki skilið þetta.“ Ég lagði bögglana á borðið og hlammaði mér niður á stól. „Hvers vegna eruð þið á móti því? Ykkur fellur vel við Pétur. Svo hafið þið sagt. Og þið voruð bæði svo ánægð þegar við opinberuðum.“ ÞAU voru líka ánægð þá. Við Pétur höfð- um komið inn í setustofuna og haldizt í hend- ur. Við höfðum alizt upp í sömu götunni, og foreldrar okkar voru góðir vinir. En við höfð- um aldrei hugsað út í, að við ættum eftir að verða ástfangin hvort af öðru, — ekki fvrr en á dansleik tennisklúbbsins. Hann hafði þó ekki boðið mér, heldur annarri, og ann- ar piltur hafði boðið inér. Pétur var að dansa við mig „skyldu“dans, þegar ég leit í andlit hans, í glaðlegu bláu augun. Og snöggleg® var sem allt breyttist. Ég hætti að heyra í Mjómsveitinni, og sama mátti víst segja uin Pétur. Gáskinn hvarf úr augum hans, og nyr svipur kom í staðinn. Mér fannst sem ég ætlaði að bráðna upp. Ég fann að hjarta hans tók að slá örar um leið og liann dro mig nær sér, og ég skynjaði varir hans a hári mér. „Kata ... Kata!“ hvislaði hann í eyra mer. „Ég á svo bágt með að koma orðum að Þvl’ sem ég vil segja við þig.“ Sjálf kom ég engu orði upp, fannst sein lijartað stæði fast í hálsi mér. Pétur hélt áfram: „Þetta er svo skrítið ••• Mér finnst ég hafi ekki séð þig fyrr en 1 kvöld. Þú mátt ekki hlæja að mér, en ég held ég sé orðinn ástfanginn af þér — efhr öll þessi ár!“ Hjarta mitt titraði af geðshræringu. E# vissi líka, að ég var ástfangin. Ástfangin 1 Pétri, hinum hversdagslega en dásamlega Pétri. Ég held að sannleikurinn sé sá, að vl® höfum borið ástarhug til hvors annars í lang- an tíma án þess að gera okkur það Ijóst. Eft- ir þetta fórum við aldrei út á kvöldin nema saman. Þessar vikur liðu fljótt og voru dásamlegar- Við fundum alltaf betur og betur, livað við áttum vel saman. Svo kom kvöldið, þegar ég fór heim til Péturs. Foreldrar hans voru að heiman í frl1, og ég liafði lofað honum að elda fyrir hann kvöldmatinn. Við vorum mjög bláturmdn þetta kvöld, og allt í einu tók Pétur utan um mig og spurði mig hvort ég vildi verða konan sín. „Við þurfum ekki að eyða tíma í að leita að upplýsingum um foreldra hvors annars og allt það,“ sagði Pétur. „Og ég held, flð foreldrar okkar verði ekki á móti því, 3 við ruglum saman reitum okkar. Segðu nu> að þú viljir verða konan min, er eftir nokkru að bíða?“ Hann þurfti ekki að bíða eftir að ég svar- aði játandi, því liann gat áður lesið svarið u' augum mér. Við vorum fljót að borða, og það sem eft ir var kvöldsins eyddum við í bollalegginíí, ar. Peningamálin voru ekkert vandamál, Þ'1 Pétur liafði gott starf á lögfræðingsskrifstofm og svo átti hann eitthvað af peningum hí3 ömmu sinni. Við ætluðum ekki heldur að eyða inik'11 í giftinguna. Ég kærði mig ekki um hvítan. dýran brúðarkjól og allt það umstang sern því fylgir. Ég gerði mig ánægða með einfal a athöfn á opinberri skrifstofu, enda mundi þa ganga fljótar fyrir sig. Þegar við sögðum foreldrum mínum tíðin in, urðu þau frá sér numin. Pabbi hris liönd Péturs liressilega og mamma kyss 1 hann. Pétur sagði glaðlega við mig: „Bíddu þang Frásaga þessarar ungu stúlku sýnir glögglega að hatningjan mæfiist ekki alltaf í dögum eða mánuðum 8 — HEIMILISPÓ STU..RI N N

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.