Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 14
Tumi og Olii Bolla
— Er þetta Arline? spurði ég.
— Já. Við hvern tala ég.
— Sheli Scott!
— Ó, Scotty! Hikk.
Hún leit út fyrir að vera blindfuil.
— Er Ralph heima?
— Ralph? Nei, — það bannsetta þefdýr, lús! Jæja, skítt með
hann. Ég er að drekka mig fulla. Koindu hingað og drekktu þig
fullan með mér.
— Ég kem eins og skot, Arline. En reyndu að drekka þig ekki
útúr. Ég þarf að tala við þig.
— Ég er blindfull.
— Reyndu þá að vera edrú.
— Haha. Heyrðu, er þér alvara?
— Já, svo sannardega.
Jahá. Löng þögn, meðan hún hugsaði sig um. Eða staupaði sig:
— Ég gæti náttúrlega farið í gufubað. Þó það hafi svo sem ekkert
að segja.
— Hvað sagðirðu?
-—Farið í gufubað. Ralph hefur gufubað. Maður fer bara inn °8
skrúfar frá gufunni. Er það ekki stórkostlegt?
— Stórkostlegt. Gufaðu þig, Arline, og láttu renna af þér. Ég
er á leiðinni. Ef þú ert viss um, að Ralph sé ekki heima.
— Heldurðu að ég færi að bjóða þér hingað á fyllerí með mér, ef
Ralph væri heima?
— Það er víst nokkuð til í því. Heyrðu, búðu til sterkt kaffi!
— Já. Hún sagði mér, hvernig ég ætti að finna húsið: — Bless
— Já. Hún sagði mér, livernig ég ætti að finna húsið: — Bless.
Scotty.
— Bless, sagði ég.
Ég gaf mér góðan tíma til að hún gæti áttað sig.
Ég var ekki sérlega kunnugur í hverfinu. Arline hafði sagt nier,
að Martin-sjúkraliúsið væri í grenndinni, einkaspítali, sem maður
'komst ekki hjá að sjá, en húsið var hins vegar hálfhulið trjám °8
runnuin. Engu að síður hafði ég upp á því eftir nokkra leit.
Það var ekkert númersskilti fyrir utan, en stórt var það, næsturn
stærri en spítalinn að mér fannst. Rimlahliðið að heimkeyrslunm
(Framh. í næsta blaði)
Það var nóg að gera á borgarstjóraskrifstofunni og langar
liiðraðir fyrir framan livert afgreiðsluop. — Ef ég hefði vitað
þetta, hefði ég sent hann Jússa. Ég þoli ekki að standa lengi
svona upp á endann. Kannske er einhver svo kurteis að lofa
eðaibornum manni að fara fram fyrir sig.
Að svo mæltu gerði hann sig líklegan til að lioka sér inn
í röðina, en eina svarið, sem hann fékk, var óþyrmilegt oln-
liogaskot. — Það er betra að bíða unz að okkur kemur, sagði
Tumi, — annars endar þetta með rifrildi. Olli sá, að hann
átti einskis annars úrkosta. — Þvílíkt ástand fyrir mann af
mínum stigum! rausaði hann. — Þetta gengur bara ekki nokk-
urn skapaðan hlut! — Myllur hins opinbera mala seint, svaraði
Tumi, — en þó held ég þessi sé sú seinvirkasta, sem ég he
komizt í kynni við.
Loksins eftir tveggja stunda bið stóðu þeir félagar fVr11
framan afgreiðsluopið. — Ég verð að segja, að þú vinnur Þer
heldur rólega, hreytti Olli út úr sér. — Þú heldur kannske
að herramaður eins og ég hafi ekkert annað að gera en hanga
hér? En ég skal láta þig vita, að ... Hann þagnaði allt í ein11
í miðju kafi og gapti undrandi á klunnalega gráleita veruna
sem sat fyrir innan. Þetta var leirkarl . ..
Hvað var það? Hvað var það? Hvað var það? suðaði eintóna
rödd leirkarlsins. Olli gat fyrst ekki komið upp nokkru ori.
— Ég þarf a fá byggingarleyfi, tókst honum loks að stama
út úr sér.
— Annað afgreiðsluop, annað afgreiðsluop, suðaði leirkarl-
inn. Það tók stundarkorn fyrir Olla að átta sig á hvað þessi
orð í rauninni þýddu. Hann glápti bara á leirkarlinn, sem við
hitt afgreiðsluopið afgreiddi í hægðum sínum langa, langa
biðröð. Loks rankaði Olli við sér. — Tvær klukkustundir hef
ég beðið í þessari röð! hrópaði hann rámur.
— Og nú segið þér, að ...
— Annað afgreiðsluop, annað afgreiðsluop, endurtók hin
suðandi rödd.
— En iþér þurfið ekki annað en rétta út hendina til að ná
14 — HEIMIOLiISPÓSTURINN
i svona eyðublað! Þau eru rétt við nefið á yður!
Satt að segja hefði þetta ekki verið nein fyrirhöfn fyrir hin
opinbera starfsmann, en samt sagði hann af algjöru tilfi,in
ingaleysi: f ý
— Hver er næstur? Hver er næstur? Brátt var Olla ýtt
og Tumi sagði: .
— Komdu nú bara, Olli minn, — Það er fangslaust að stse
við þessa leirklessukarla. — Nei! stundi Olli titrandi af æsins
og hneykslan, — það er satt. En ég skal svei mér segja borgar
stjóranum til syndanna!
Hann fékk brátt tækifæri til þess arna, því í þessu k°n^
borgarstjórinn að og virtist í bezta skapi. — Sæli nú, her ^
Olli, sagði hann kátur. — Hvernig lízt yður á nýju star •
mennina mína?