Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 23
Ertu of feit?
Kona, sem er feitlagin, og vill
Kaida sér grannri, œtti að liafa
t>að hugfast, að sykur og feit-
Kieti er fæða, sem hún þarf að
forðast að komi inn fyrir henn-
ar varir, nema sem allra
niinnst.
Til eru töflur yfir hitaeining-
ar í liverjum 100 grömmum ein
stakra fæðutegunda. Nú er það
svo, að við þyngjumst um eitt
Sramm fyrir hverjar sex hita-
einingar, sem við neytum um-
íram það sem við þurfum —
°g öfugt.
Hér er sýnishorn af því,
hvaða fæðutegundir þér ber
fyrst og fremst að forðast, ef
L
þú vilt ekki fitna. Tölurnar eru
hitaeiningar í hverjum 10 gr.
Svínafeiti ................. 850
Smjör ...................... 760
Smjörlíki .................. 750
Súkkulaði .................. 500
Sykur ...................... 390
Hafragrjón ................. 365
Hveiti ..................... 350
Hrísgrjón .................. 340
Hins vegar skulu hér taldar
upp aðrar fæðutegundir sem
liafa færri hitaeiningar:
Ýsa ...................... 115
Bananar .................. 100
Kartöflur ................. 90
Gulrætur .................. 45
Hvítkál ................... 35
Tómatar ................... 20
Salat ...................... 20
Hað eru athugandi, að brauð
og nýmjólk er fitandi, en græn-
meti og undanrenna fitar lítið;
en hafa samt ágætt næringar-
gildi: Ýmsar magrar kjöttegund-
ir, sem ekki eru steiktar í feiti,
eru ekki heldur fitandi, eink-
ur nautakjöt og lifur.
HVERN LANGAR
TIL AÐ HEYRA ?
Nákvæma lýsingu á heilsu-
fari þínu?
Hvaða matur þér þykir vond-
ur?
Hvað þig vanhagar um, en
getur ekki veitt þér?
Sögur um fólk, sem þú þekk-
ir, en áheyrendur þínir ekki?
Hvað þú ert vinsæl og öfunds
verð af vinum þínum?
Að þú getir ekki fitnað, þólt
þú liorðir fitandi mat?
Nákvæma lýsingu á skapgerð
þinni?
Hvað þú leysir starf þitt vel
af liendi?
Um heimiliserfiðleika þína,
af óviðráðanlegum ástæðum?
HETTA ER NÝJASTA DRAGT-
ARTlZKAN F R A P A R 1 S.
FEGURÐ OG HEILBRIGÐI :
Líkamsœfingar
fyrir önnum kafnar liúsmæður
Þú hefur tækifæri til að þjálfa líkaina
þinn og gera þig spengilega, meðan þú
ert að vinna, með því að taka upp hluti
á réttan hátt. Það er ekki sama hvernig
þú beitir vöðvunum og stendur að verki.
Ef þú tekur eitthvað upp af gólfinu, skaltu
heygja hnén djúpt, rísa hægt upp og lialda
hryggnum lóðrétt frá eyrunum. Þá grenn-
istu um mittið og mjaðmirnar.
Þegar þú býrð um rúmið geturðu líka gert
j)ig grennri í mittið, ef þú ferð rétt að.
Stattu við mitt rúmið og hreyfðu fæturna
helzt ekkert. Teygðu þig vel, þegar þú
brýtur teppið, svo að rifbeinin sveigist
iangt frá mittinu. Opnaðu gluggana upp
á gátt og sogaðu hreina loftið inn í lung-
un.
Ertu þreytl í fótunum? Farðu þá úr skón-
um og leggðu bók á milli fótanna. Leggðu
iljarnar að kili og ytri spássíubrúnum bók-
arinnar, og gríptu með tánum fram fyrir
hókarhornin, eins og myndin sýnir. Að-
skildu hnén eins mikið og þú getur, án
þess að losa táargripin. Losaðu takið og
endurtaktu æfinguna nokkrum sinnum.
Teygðu þig eins oft og tækifæri gefst; það
gerir þig spengilegri. Til dæmis þegar þú
hengir upp þvott, dustar renninga eða læt-
ur leirtauið upp i hiMu. Vendu þig á takt-
fastar og rösklegar hreyfingar. Láttu mitt-
isvöðvana starfa. Þú finnur fljótlega betra
jafnvægi og öryggi í hreyfingum, ef þú
beitir líkamanum á stílhreinan liátt.
HEIMILISPÓSTURINN — 23