Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 24.06.1961, Blaðsíða 22
nýju hjá 'kvikmyndafélögunum, en ungu mennirnir hjá starfsmannahaldinu spurðu að- eins: — Hvað sögðust þér aftur lieita? Hann leit umhverfis sig á vonglaða for- eldra, leiðandi efnileg börn sín til kvik- myndaveranna, ef ske kynni, að þar kynni nýr „Strákur“ að vera á ferðinni, og hann gladdist yfir því, að stjórnin skyldi hafa sett ný lög varðandi vörzlu fjármuna l)arna- stjarnanna. Pá gerðist það, að inn í gleðisnautt líf hans kom stúlka, sem liét Ann McCormack. Hann kvæntist henni, og skömmu síðar eign- uðust þau dóttur. Lífið var farið að brosa við honum að nýju. Árið 1953 réð Jackie rithöfund lil að skrifa ævisögu hans. Áformað var, að Joan skyldi fara með hlutverk hans í kvikmynd, sem gerð skyldi. Allt leit vel út á pappírnum, en fimm árum síðar var Joan orðin of gömul i hlutverkið. Pá var yngri dóttirin Leslie orð- in hæf í hlutverkið, en einhvern veginn guf- uðu framkvæmdirnar upp. Pá fékk kvikmyndaframleiðandinn A1 Zug- smith Jackie til að leika í kvikmynd, sem fjallaði um spillingu í menntaskóla, og Jack- ie var sannfærandi í hlutverki eiturlyfjasal- ans. Hann hlaut lof, og þá sérstaklega fyrir, hve ánægjulegt það væri að sjá „Strákinn" hálfsköllóttan og feitlaginn. Þá réð Frank Sinatra hann til sín í mynd- ina „Hlæðu, trúður“ (The Joker is Wild) og liann gerði sitt bezta. En hann fékk lítið að gera og launin voru lág. Hann reyndi að taka þátt í sjónvarpskeppni um 64.000 dollara verðlaun, og stóð sig ekki nema í meðallagb enda þótt hann hefði þöglar kvikmyndir að viðfangsefni. — Peningar eru ágæt eign, sagði hann, hvort heldur maður er ríkur eða fátækur. En hak við brosið á andliti hans leyndu vonbrigðin sér ekki. Pað varð æ oftar úrræðið að grípa til flösk- unnar, og það kom fyrir æ ofan í æ, að hann ók undir áhrifum. Loks var hann stöðvaður. Og ákærður fyrir ölvun við akstur. En dóm- arinn, sem kannaðist við „Strákinn" var væg- ur og dæmdi hann skilorðsbundið. Jackie sór þess dýran eið, að þetta skyldi ekki koma fyrir aftur. Og í hjarta sínu var hann sann- færður um það. — Jackie þarfnast einskis annars, sagði góðkunningi hans, en að fá tækifæri til að vinna, og þá leysir liann vandamál sín sjálf- ur. Jackie gerði sit bezta og gekk fyrir hvers manns dyr, þangað til hann blæddi undan kæruleysi leikhstjóranna. — Ég er ekki að biðja um ölmusu. Ég vil vinna fyrir mér, sagði liann. En dagarnir urðu að nóttum, og svefninn varð þrotlaus barátta fyrir Jackie. Litli snáð- inn með hrokkna liárið var langt að baki, og dætur lians eldri en liann var, þegar hann liafði tuttugu-þúsund dollara laun á viku. — HvaS verSur um mig? var sínagandi samvizkuspurning lians. Árið 1961 leit út fyrir að ætla að verða gott. Hann komst í sjónvarpsþátt. Hann áleit erfiðleikana á enda. En þá komu dagblaða- fréttirnar hræðilegu. Einhvers staðar á kafi í miðri grein var smáklausa um, að allt fólk- ið hefði neitað, að þekkja nokkuð til um- ræddra eiturlyfja. Seinna kom í ljós, að þetta reyndist rétt hjá þeim. En engu að síður var skyndilega hætt við sjónvarpsþáttinn, sem Coogan átti að koma fram í. Þetta var aðeins enn einn fótaskortur- inn í lífi „stráksins“, og sá örlagaríkasti. — Ég hef aldrei farið fram á annað en að fá tækifæri til að vinna, sagði hann. En einhvern veginn gafst honum aldrei það tækifæri. IUIKKI OG RIKKI . . . ég syng mitt sólbjarta ljóð .. . þótt vilji þeir einhvern vanza að baki, mig varðar það ei, mig varðar það ei . . . ! söng Sjana glöð. Síðan hringdi síminn einhvers staðar í húsinu og ■>iana gekk syngjandi inn í eldhúsið. Nú var þess ekki langt jii híða að. í ljós kæini hvað ljöðið henriar mætti sín, því að haki hennar setti Hortensía græðgislega tennurnar í græn- metið. Horteiisíu þótti gott að geta notið hlutanna ótruflað og • ró og næði. Stólkollurinn karfan og kassinn hennar Sjönu fengu þá líka viðeigandi meðferð. Þegar Hortensía var hálfnuð með hina ljúffengu máltið, staldraði hún skyndilega við og sperrti eyrun. Heyrði lnin kallaði nafnið sitt? — Jú, út í skóginum kváðu við tvær drengjaraddir. — Hortensía! Sérðu bara Rikki?! Þarna stendur hún! Hortensía!! Loksins ... þvílík lieppni, að við liöfum fundið þig hrópaði Mikki. — Komdu þá, Hortensía, komdu til strákanna þinna! Hortensía virtist á báðum áttum um stund, en kom svo brokkandi í áttina til þeirra. — Sérðu þetta, Rikki? Sérðu hvað lnin er hlýðin? hrópaði Mikki og gekk eins langt og hann komst á trjábol út yfir skurðinn. Hinum megin skurð- arins lagði hryssan út í vatnið. Mikki dansaði af gleði. — Veiztu það, Hortensía, að þú bjargaðist á síðasta augnabliki?! — Vertu ekki að þessu sprelli, varaði Rikki hann við, — annars endar það með því að ég verð að bjarga þér og ... Lengra komst liann ekki, því Mikki skall endilangur í vatn- ið. Hann saup ákafar hveljur og gleðisvipurinn var tæplega jafnbjartur og fyrr! 22 — HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.