Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 9

Sagnir - 01.06.2006, Síða 9
Mikilvægt er að það komi fram að ég er ekki að segja að íslendingar hafi aldrei beygt sig undir norsku krúnuna. Það sem ég er að segja er að á fimmtándu öld bjuggu íslendingar til Gamla sáltmála,, skjalið sem við höfum undir höndum núna. Að mínu mati endurspegla þessi skjöl - ég nota héma fleirtöluna af því að það þetta eru nokkuð margir textar sem allir em kenndir við Gamla sáttmála - ekki um hvað var samið milli íslendinga og Noregskonungs á þrettándu öld, heldur era þau öllu heldur vitnisburður um áhyggjur og óskir íslendinga á fimmtándu öld. Þessi skjöl komu skyndilega fram á sjónarsviðið á fimmtándu öld. Annars staðar hefur verið skrifað að með þessum orðum mínum sýni ég fram á skilningsleysi mitt á þróun íslenskrar handritaffamleiðslu. Reyndin er þó sú að það að þau birtast öll í einu á fimmtándu öld er ekki eiginleg niðurstaða mín. Það er einungis útgangspunktur skrifa minna. Þessi skyndilega birting á fimmtándu öld er fyrirbæri i sagnaritun sem er þess virði að rannsaka. Margir lagatextar era til frá fjórtándu öld og búast mætti við að í einhverjum þeirra kæmu þessir samningar fram. Einnig er sjálfsagt að ætlast til þess að eftir einhvem tíma hefðu þessi réttindi og ábyrgðir birst í Jónsbók og réttarbótunum. En eins og ég sagði þá era þetta era ekki rök sem gætu staðið ein og sér. Fleiri sönnunargögn eru til sem ásamt þessum rökum og skorti á mótrökum era nógu sterk til þess að styðja kenningu mína. Ég held að sú staðreynd að textar samninganna endurspegla sögulegar og menningarlegar aðstæður á fimmtándu öld, frekar en aðstæður á þrettándu öld, sé mjög sterkt sönnunargagn til stuðnings kenningu minni. Annað sönnunargagn er sú staðreynd að það era margar tímaskekkjur í texta samninganna sem gera það ómögulegt að tímasetja þá sem skrifaða árin 1262-1264 eða jafnvel 1302, eins og stungið hefúr verið upp á. Það er því til safn sönnunargagna sem styðja skoðun mína. Hvað leiddiþig inn á þessa braut rannsókna? Árið 2001 var ég að endurskrifa kaflann sem ég minntist á áöan (kafli 4 í bók minni), um íslenskan hugsunarhátt á þeim tíma sem Egils saga var skrifuð. Ég las síðan í bók Kirsten Hastrap (Island of Anthropology) að samningamir væra skráðir í yngri handritum og fór til þess að athuga þessar upplýsingar í íslenzku fornbréfasafni. Þannig byijaði rannsókn mín á þessum samningum. Hvað varð tilþess að þú hélst þennan fyrirlestur um Gamla Sáttmála i Háskóla íslands? Mér var boðið til íslands til þess að halda fyrirlesturinn. Boðið var mikill heiður fyrir mig. Ég held það hafi verið Már Jónsson, sem þekkti til starfa minna, sem hafi átt hugmyndina að því. Hann hefúr verið mjög áhugasamur um starf mitt og ég er mjög þakklát honum fyrir allan hans stuðning. Ég held líka að umræðuefnið, Gamli sáttmáli, sé mjög mikilvægt íslendingum, sem er sú þjóð sem er meðvituðust um sögu sína sem ég hef kynnst. Hvernigfannst þér viðtökurnar á kenningu þinni vera meóal íslenskra fræðimanna? Mér var tekið mjög vel verð ég að segja. Auðvitað vora ekki allir sammála mér en allir vora mjög opnir fyrir umræóum um þetta efni og slík framkoma er ómetanlegt framlag til fJæðimennskunnar. Heldur þú að íslenskir sagnfrœðingar eigi ef til vill enn þann dag í dag i erfiðleikum með að Jjalla hlutlaust um mál eins ogþetta? Mér væri illa við að halda það. Eins og Carlo Ginzburg segir þá er hugmyndin um sönnun og sannleika óijúfanlega bundin iðn sagnfræðingsins. Það myndi vera hafið yfir allar spumingar um þjóðemi. Getur þú sagt okkur eitthvað um bókina sem verður gefin út hér á næstunni? Verður til dæmis Jjallað ítarlegar um þessa kenningu í bókinni? aðgengilegar stærri lesendahópi. í bókinni verður fjallað um atriði sem vora ekki í kaflanum, þar sem þessi kafli var einungis hluti af stærri röksemdafærslu. Ég vonast til þess að fram komi ýmis smáatriði sem áður var einungis að finna í neðanmálsgreinum. Ég vonast einnig til þess að lífga upp á umræðuna með því að birta einnig ýmsar af þeim skoðunum sem ég heyrði um hugmyndir mínar á meðan ég var á íslandi eða vora skrifaðar um þær seinna. Hvað er næst á dagskránni i rannsóknum þíniim? Ég vona innilega að ég geti haldið áfram að vinna með texta Gamla sáttmála og önnur skyld skjöl. Aðaltakmark mitt með þessu verkefni er að skilja framleiðslu og útbreiðslu þessara skjala og setja framleiðslu þeirra í samband við pólitískt ferli í Skandinavíu. Stór hluti þessarar rannsóknar mun snúast um að greina sagnaritun í textum frá ámýöld sem skrifaðir vora á íslandi og í Noregi og hvemig þeir hafa haft áhrif á skoðanir okkar á miðaldaheimildum. (Ég fjalla einnig um þessar spumingar í 1. kafla í fyrstu bók minni líka). Hverju öðru hefurþú verið að vinna aó sent þú vilt segja okkur frá? Ég hef á minni könnu verkefhi sem löngu er orðið tímabært sem felst í því að þýða íslenskar miðaldabókmenntir yfir á portúgölsku. Þótt brasilískur almenningur hafi raunverulegan áhuga á skandinavískri menningu, bókmenntum og goðsögnum, era ekki til neinar aðgengilegar portúgalskar þýðingar á íslendingasögunum. Ég er byrjuð á Egils sögu og Snorra Eddu en hef ekki haft nægilegan tíma til að halda áfram. Ég hef einnig verið að gæla við þá hugmynd að skrifa um víkingaöldina fyrir breiðari hóp fólks í Brasilíu. Nú Itefurþú koinið til íslands áður sem nemandi. Hefur margt breyst aó þínu mati siðan þá? Fyrsta skiptið sem ég kom til íslands var árið 1992. Ég var vön að labba frá Hafnarfirði á sérstakan stað á Álftanesinu. Þegar ég fór þangað í júní 2005 gat ég varla labbað út á Álftanesið af því búið var að setja upp girðingu um mörg svæði í hrauninu og á öðram stöðum virtist landið hafa blásið upp; það vora líka miklu fleiri hús. Ég vona að íslendingar leyfi ekki ósnortinni náttúra landsins að hverfa. Ég hef ekki séð miklar deilur á Islandi um vemdun ósnortinna svæða en ég hef ekki búið á Islandi undanfarið þannig að það gæti verið að einhver slik umræða sé í gangi. Ég vona það innilega. Hvernig er ástandiö í Brasiliu núna? Ég átti von, og á enn von, á miklu frá núverandi stjómvöldum Brasilíu. Þetta era fyrstu stjómvöldin sem hafa raunveralega reynt að koma á félagslegu réttlæti síðan lýðræði komst á á níunda áratugnum. Hægt er að gera miklu meira og það er mikið um raunveraleg vandamál innan stjómarinnar sem þarf að ráða bót á. Ég styð samt enn forsetann og flokk hans og vonast eftir endurkjöri hans seinna á árinu. ZA/Cyn tCasfcrá Bls. 6. Hákon og Magnús sonur hans. Fengin af veraldarvefnum. http://upload.wikimedia.Org/wikipedia/commons/7/72/ HakonThe01dAndSon-Flateyjarbok.jpg Bókin á að verða útgáfa, íslensk útgáfa, af kafla úr fyrstu bók minni. Eg vona að það muni gera kenningar mínar um Gamla sáttmála ^Sayrtir dOOé J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.