Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 57

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 57
^Sjoænsda cQorjarastriQicí i isfens/fum samtÍTnafieimifcfum uónínjur afmenninjs Frá upphafi borgarastríðsins tóku íslenskir jafnaðarmenn við sér og gáfu út margvíslegt efni, stóðu fyrir samkomum og fjáröflunum og virðast kommúnistar hafa verið töluvert virkari en aðrir vinstrimenn. Haldnar voru samkomur tileinkaðar Spáni og styrjöldinni þar. Hinn 6. desember 1937 var sýnd heimildamynd í Gamla bíói á vegum Þjóðviljans. Var myndin sögð vera: „Fréttahljómmynd frá Spáni... Síðasti þáttur myndarinnar sýnir ferðalag nefndar spánskra hermanna til Sovétríkjanna."48 Hendrik Ottósson hélt erindi fyrir sýningu myndarinnar sem var bönnuð innan sextán ára aldurs. I mars 1939 var haldið Spánarkvöld í Oddfellow-húsinu í Rekjavík. Hallgrímur Hallgrímsson flutti erindi, boðið var upp á einsöng og myndasýningar ffá Spáni en svo endað á dansleik.49 Spánn og styrjöldin þar hefur því verið rædd víða og óhætt að halda fram að borgarastyrjöldin hafi borið á góma á fleiri samkomum en þeim sem voru tileinkuð henni sérstaklega. Islenskir vinstrimenn létu að sér kveða á fleiri sviðum. Halldór Laxness skrifaði tvær greinar í Alþýðublaðið í september og nóvember 1936 og að minnsta kosti eina í Þjóðviljann til styrktar spænsku stjóminni sem birtist í mai 1937. Fjöldi annarra listamanna lýsti yfir stuðningi sínum við stjómina á Spáni. Jóhannes úr Kötlum skrifaði til dæmis ljóð í Rauðafánann í desember 1936. Bjöm Franzson rithöfundur sótti þing „Róttækra rithöfunda til vamar menningunni“50 sem haldið var í Madrid sumarið 1937. Var Bjöm þá í félagsskap ýmissa nafntogaðra rithöfunda á borð við Octavio Paz, Pablo Nerada og Emst Hemingway.51 Hendrik Ottósson sendi tveggja dálka grein til spænska blaðsins La Vanguardia í Barcelona sem birt var 18. desember 1936.52 Lýsti Hendrik þar yfir stuðningi sínum í baráttunni við fasismann og sagði að ekki aðeins verkamenn hefðu samúð með þeim heldur einnig allir menntamenn. Sagði hann einnig að landssöfnun til stuðnings spænsku stjómarinni gengi vel því um 3000 krónur hefðu safnast og vel væri hægt að senda saltfisk að því andvirði ef það gagnaðist frekar en peningar. Hendrik lýsti svo afstöðu blaðanna hér á landi til atburðanna á Spáni og bað hann blaðið um að reyna að senda sér traustar fréttir því þær væri erfitt að fá hér á landi. Sagði hann að Olafiir Johnson, konsúll Spánar á íslandi væri einn af eigendum annars íhaldsblaðsins hér og drægi það taum uppreisnarmanna. Morgunblaðið hefur komist yfir eintak af blaðinu því blaðið birti bréfið í íslenskri þýðingu með yfirskriftinni: „Væmiö smjaður og svívirðileg ósannindi.“53 Ekki hafði þessi grein þó frekari eftirmála. Hallgrímur Hallgrímsson var ekki eini íslendingurinn sem barðist sem sjálfboðaliði með spænsku alþjóðahersveitunum þótt hann hafi verið mest áberandi og skilið eftir sig flestar heimildir. Auk hans fóm þeir Aðalsteinn Þorsteinsson og Bjöm Guðmundsson til Spánar og börðust með XI. alþjóðahersveitinni 1938.54 Urðu þeir tveir samferða út en Bjöm særðist það alvarlega á vígvellinum að hann átti ekki afturkvæmt til íslands fyrr en í mars 1939 þótt allir sjálfboðaliðar hafi verið sendir heim hálfu ári áður. Bjöm vann sem bílstjóri í Reykjavík og lést árið 1972. Aðalsteinn, sem varð samferða Hallgrími heim til Islands, vann sem smiður og vélstjóri og lést 1961. Gunnar Finsen, ungur íslenskur læknir búsettur í Noregi, fór einnig til Spánar með norsk-sænskum hjálparstarfsleiðangri um vorið 1937. Vom í förinni fjórir læknar og nokkrir hjúkmnarfræðingar og fóm þau til aðstoðar stjóminni á Spáni.55 Ekki er vitað til að þessir þrír síðastnefndu íslensku sjálfboðaliðar hafi skilið eftir sig ritaðar endurminningar eins og Hallgrímur. Að lokum má nefna að í dagblöðunum hér birtust einnig frásagnir fleiri Islendinga sem vom á ferðalagi á Spáni þegar styrjöldin braust út eða á meðan á henni stóð. Ekki verða þær frásagnir þó raktar hér. Vinstrimenn hér á landi gerðu meira en að styrkja stjómina á Spáni 1 orði því hér á landi var efiit til landssafnanna til styrktar lýðveldinu á Spáni eins og í mörgum öðmm löndum. Alþýðusambandið efndi til fyrstu söfnunarinnar á íslandi strax í upphafi stríðsins í ágúst 1936.56 Um þessar safnanir spmttu töluverðar deilur. Ekki einungis vom hérlendir andstæðingar spænsku stjómarinnar sem töldu söfnunina brjóta gegn hlutleysi landsins og skemma fyrir viðskiptahagsmunum í framtíðinni, á móti henni heldur virðist engin eining hafa ríkt um hana hjá vinstrimönnum sjálfum. Lítið er vitað um þessa söfnun annað en það sem stendur í dagblöðum þessa tíma.57 Ekki er vitað hvort söfnunin gekk almennt vel eða illa, hversu mikið safnaðist og hvað varð um féð því spænska lýðveldið sem var ætlað söfnunarféð, tapaði styrjöldinni sem kunnugt er. Þó er hægt að álykta að söfnunin hafi ekki gengið eins vel og Alþýðusambandið hafði vonast til. Ekkert er minnst á þessa söfnun nokkrum vikum eftir að hún var auglýst fyrst, sem hlýtur að gefa ákveðnar vísbendingar. Verkalýðsblaðið lét þess einnig getið í leiðara 11. september 1936 að söfnunin gengi illa og að hinir ýmsu málsmetendi menn hafi verið algjörlega óvirkir í söfnuninni. Að auki er hvergi minnst á að til standi að senda saltfiskfarm til Spánar eins og Alþýðub/aðið hafði lofað. Bendir því flest til þess að söfnunin hafi gengiö heldur illa og hlotið misjafnar undirtektir hjá almenningi og jafnvel verkalýðsfélögunum sjálfum. Þó vom haldnar samkomur til styrktar söfnuninni. Vitað er að Reykjavíkurdeild Kommúnistaflokksins gaf 300 krónur og Dagsbrún 100 krónur. Ef marka má samtímaheimildir er líklegt að alls hafi safnast 2000-3000 krónur sem varla getur talist mikið fé.58 Orðrómur var einnig á kreiki að ríkisstjómin hefói að undirlagi Sveins Bjömssonar beðið Alþýðusambandið að blása söfnunina af.59 Efnt var til annarrar söfnunar vorið 1938 og stóð hópur manna sem kallaði sig íslandsdeild friðarfélagsins „Mellanfolkligt samarbete“ eða Friðarfélag Islands. Vom samtökin samnorræn og stýrt af jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum. Félagið sendi tilkynningar til Þjóðviljans og Alþýðublaðsins 5. apríl 1938 þess efnis að efnt yrði til samskota til þess að kaupa þorskalýsi handa spænskum bömum. Lítið er vitað hvemig þessi söfnun gekk og hvað varð um það fé sem safnaðist, þar sem skjöl og fundargerðir félagsins em líklega glataðar. Þó kemur fram í Þjóðviljanum 7. október að 198,2 krónur höfðu safnast frá ýmsum ungmennafélögum og verið afhent Friðarvinafélaginu. Lítil umljöllun þarf þó ekki að þýða að lítill árangur hafi náðst. Kommúnistaflokkur Islands lagði til við umræður um fjárlög fyrir árið 1939 að söfnunin yrði styrkt af ríkinu um 10.000 krónur, eða 5.000 krónur til vara. Þessi tillaga var þvert á vilja Friðarvinafélagsins sem virðist hafa viljað standa utan við stjómmál.60 Skemmst er frá því að segja að báðar tillögur vom kolfelldar á Alþingi en þess má geta að ríkisstjómir hinna Norðurlandanna gáfu allar mat og hjálpargögn til spænsku stjómarinnar og var ísland því sér á báti hvað þetta varðar. Afar lítið hefur verið skrifað hér um áhrif spænsku borgarastyrjaldarinnar hér á landi. Helst ber að nefna rit sem fjalla um sögu sjávarútvegsins og er þá einungis minnst á borgarastyrjöldina sem endapunkt saltfisksölunnar. Er þó augljóst að borgarastyrjöldin skipti almenning hér á landi miklu máli á þeim ámm sem hún stóð. Er þá ekki einungis átt við efnahagslega þætti, heldur hreyfði stríðið við tilfinningum fólks á þá leið sem fáir atburðir á alþjóðavettvangi hafa gert, þótt stuðningur í verki hafi ekki verið vemlegur. Islensku dagblöðin birtu snarpar greinar og deildu hart sín á milli með þeim hætti sem átti eftir að einkenna skrif þeirra í kalda stríðinu. Það em heldur ekki mörg dæmi þess að íslenskir ríkisborgarar hafi tekið sér vopn í hönd og barist sem sjálfboðaliðar á erlendri gmnd. Það er líka merkilegt að lítið og fátækt land eins og Island var skuli hafa fómað hagsmunum sínum fyrir hugsjónir og er vert að hugleiða í dag að hugsjónir eiga ekki að vera falar. Spænska borgarastríðið er í dag þrátt fyrir allt álitið nokkurs konar neðanmálsgrein í sögu íslands og ekki talin hafa skipt okkur miklu máli. Astæðan er sú að áhrif hennar vom skammvinn hér og fjaraði fljótt út. Athyglin beindist fljótt að seinni heimsstyrjöldinni og spænska borgarastyrjöldin hefur því jafnan fallið í skuggann af henni. Þau efnahagslegu áhrif sem hemám Breta og Bandaríkjanna hafði í for með sér, dró úr þeim neikvæðu afleiðingum sem hmn saltfiskmarkaðarins hafði en þær stefndu í að verða alvarlegar. *<Sajjnir aoo6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.