Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 73

Sagnir - 01.06.2006, Page 73
mikilvægastur hefði verið löghelgur réttur bænda til launa á við aðrar stéttir þjóðfélagsins.35 Dómur Hæstaréttar hefði verið á sömu leið. Gylfi Þ. Gíslason útskýrði samþykki Alþýðuflokks fyrir útflumingsbótunum á eftirfarandi hátt í minningum sínum um viðreisnarárin: útflutningur var þá lítill sem enginn og ekkert benti til þess, að aukning hans yrði sú, sem raun varð síðar á. Skýringin var jafiiframt sú að, að felld voru samtímis úr gildi lagaákvæði, sem heimiluðu að hækka útsöluverð innanlands til þess að bæta upp halla á útfluttum vörum. Samkomulag var um þessa löggjöf í svonefndri sexmannanefnd, þar sem fulltrúar neytenda átm Ekki er fráleitt að skilja afstöðu Alþýðuflokksmanna þannig, að þeim hafi þótt betra að stjómin tæki á sig tapið af útflutningnum en að neytendur þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna ef kerfið stæði óhreyft. Þrátt fyrir að vera greiddar af skattfé vom niðurgreiðslur ríkisins til landbúnaðar verkalýðnum til mestra hagsbóta af öllum stéttum, ef bændur em frátaldir. Á þessum tíma vom laun vísitölutengd og allar breytingar á verði innanlands gátu kostað nýjar kjaraviðræður með tilheyrandi afleiðingum, verkföllum og kaupgjaldshækkunum. Alþýðublaðið flutti enn gjaman fréttir af niðurgreiðslum á hinum ýmsu vörum.37 Rekstur landbúnaðarins var óhagkvæmur bæði fyrir neytendur og bændur og það var ljóst innan Alþýðuflokksins. Samfara auknum útgjöldum ríkisins jókst því þrýstingur innan ríkisstjómarinnar um að bregðast við ástandinu. Þegar leið á sjöunda áratuginn varð þetta æ ljósara. Innan ríkisstjómarinnar hreyfðum við ráðherrar Alþýðuflokksins því með vaxandi þunga, að mótuð yrði ný stefna í málefnum landbúnaðarins, komið yrði í veg fyrir offramleiðslu landbúnaðarafurða og markaðsöfl yrðu ráðandi í ríkari mæli við verðmyndun innanlands... En samkomulag var um það milli flokkana að gera þessar deilur ekki opinberar.38 Það að við þrýstingi Alþýðuflokksráðherranna var ekki bmgðist, útskýrði Gylfi þannig, að „Ingólfur Jónson reyndist hafa traust fylgi fyrir sínum málstað innan Sjálfstæðisflokksins. Og það verður að játa, að ekki var nægilega sterkur áhugi á þeim sjónanniðum, sem ég var einkum talsmaður fyrir, í mínum flokki.“39 Hann bendir líka á það að stefnan í landbúnaðarmálum hafi aldrei verið gagnrýnd af stjómarandstöðuflokkunum.40 Reyndar hafði Timinn hreykt sér af því að stjómarflokkamir hefðu guggnað „fyrir baráttu Framsóknarmanna og Stéttarsambandsins“41 í útflutningsuppbótamálinu þó svo að landbúnaðarráðherra væri ekki sammála þeirri skýringu.42 Til er sú saga að upptaka útflutningsbóta sem máttu nema 10% af verðmæti heildarframleiðslunnar hafi verið mistök af hálfu Olafs Thors og Gylfa Þ. Gíslasonar sem hafi talið sig vera að semja um 10% uppbætur á verðmæti útflutningsins.43 Þótt þetta hafi ekki verið staðfest á prenti, hvorki af Gylfa né Olafi sjálfum, getur sú skýring talist nokkuð líkleg í ljósi þess hversu ólíka meðhöndlun landbúnaður og aðrar atvinnugreinar fengu við umskiptin í upphafi Viðreisnarstjómaráranna. En hvort sem sagan er sönn eða ekki hefur þurft afl til að halda kerfinu við og það afl vora sjónarmið Ingólfs og annarra sem Gylfi segir að hafi notið stuðnings innan Sjálfstæðisflokks og að nokkra leyti Alþýðu- flokks. Þá kemur upp sú spuming hver þau sjónarmið vora. ffcrcÖur er juííi Uetrí skilning almennings á mikilvægi landbúnaðar fyrir þjóðarheildina 44 Allt hefur efnið að geyma greinar um stöðu og framtíðarhorfur land- búnaðar á þessum tíma frá sjónarhóli þeirra sem vörðu kerfið og héldu því við. Forsvarsmenn bænda vora ráðandi í stefhumótun ríkisins í málaflokknum sem má t.d. sjá á því að meirihluti sjömannanefndar tengdist landbúnaðarkerfinu á einhvem hátt eins og bent hefur verið á. Landbúnaðarsýningin 1968. ffcrcÖur er auffi ffetri Vamarstaða land&unaðarkerfisins kemur skýrt fram í greinum rituðum vegna landbúnaðarsýningarinnar árið 1968 en þar varð mönnum tíðrætt um þjóðarheill, mikilvægi landbúnaðarafurða fyrir þjóðarbúið og hinn mikilvæga þjóðararf sem bjó í sveitum. Yfirskrift sýningarinnar „Gróður er gulli betri“ hefur væntanlega vísað til þess að þeir fjármunir sem fóra í að borga í niðurgreiðslur og útflutningsbætur væra smámunir ef tekið var tillit til þess sem fengist í staðinn. Landbúnaðarsýningunni var ætlað aö sýna fram á þetta eins og Ingólfur Jónsson ráðherra benti á: Landbúnaðarsýningin mun verða til þess að auka þekkingu og skilning almennings á landbúnaðinum. Sýningin mun sannfæra alla um, að landbúnaðurinn leggur mikið verðmæti til þjóðarbúsins og tryggir efhahagslega aðstöðu þjóðarinnar. Þessi sýning mun ennfremur fræða þjóðina um fjölbreytni og framleiðslugem landbúnaðarins ... Það er von mín, að áhrifin af sýningunni megi leiða til góðs fyrir landbúnaðinn og þjóðarheildina ...45 Afstaðan til framleiðsluaukningar var eitt helsta hitamálið í tengslum við landbúnað á þessum tíma og hart var tekist á um hvort sú þróun væri jákvæð eða ekki. Því var haldið fram að það viðhorf að framleiðslan ykist meira en neysla innanlands væra hrakspár eingöngu. Rökin vora ekki síst þau að vegna þess hve mjög fækkaði í bændastétt myndi vandamálið leysast af sjálfu sér, stöðugt færri bændur gætu ekki framleitt endalaust meira en fólki fjölgaði í landinu.46 í sýningarskrá landbúnaðarsýningarinnar ritaði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra ávarp og svaraði gagnrýni á framleiðsluaukninguna með þessum orðum: ú er fancfótcfjoi Sjónarmið, rökstuðning og viðhorf til landbúnaðar er víða að finna en hér er sótt í rit sem gefin vora út á vegum aðila innan landbúnaðarins, Arbók landbúnaðarins og Frey Búnaðarblað. Heimildir um andrúmsloft og tíðaranda vora einnig sóttar í rit og umfjöllun um land- búnaðarsýningu sem haldin var í Reykjavík árið 1968 en í tengslum við hana var gefið út nokkuð af rimðu efni, sýningarskrá og veglegt rit. Bœllir eru bœnda hœttir, safn ritgerða um stöðu landbúnaðar á þessum tíma. Landbúnaðarsýningin var andsvar forsvarsmanna bænda við gagnrýni á landbúnaðarkerfið og var henni beinlínis ætlað að auka Hefir hin síðari ár oft verið rætt um offramleiðslu, sem mikið vandamál fyrir landbúnaðinn, þar sem selja verður á óhagstæðu verði erlendis það sem ekki er notað í landinu. Þjóðinni fjölgar, en mönnum sem vinna að iandbúnaði hefur fækkað árlega eins og opinberar skýrslur sýna. Þess vegna er ekki ástæða til að bera ótta í brjósti vegna of mikillar framleiðslu í landbúnaðinum. Auk þess er hætt við, að kólnandi tíðarfar geti haft mikil áhrif á heildarframleiðsluna og dregið úr henni. Það er nauðsynlegt fyrir þjóð, sem býr norður við íshaf að ffamleiða í landinu nægilega mikið af hinum hollu og ágætu búvöram fyrir þjóðarbúið.47 ^Sajnir zooé J1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.