Sagnir - 01.06.2006, Síða 110
ur um z%. arjcmcj
^Sajna
veigamikinn sess í sögubókum og á söfnum vestan hafs og austan sem
einbeita sér að þessum þætti mannkynssögunnar.
Skemmtilegt er sömuleiðis að sjá hvemig höfundur hikar ekki við
að setja efni greinarinnar í samhengi við samtímaatburði og málefni
sem em ofarlega á baugi í dönskum stjómmálum. Greinin er pólitísk
og höfimdur tekur skýra pólitíska afstöðu 4en það kemur ekki að sök
enda er það gert af heiðarleika og hreinskilni (sjá t.d. neðanmálsgrein
xxxvi).
I ritstjóraspjalli sínu á síðu þrjú upplýsa umsjónarmenn Sagna
að upphaflega hafi ætlunin verið að flestar greinamar byggðu á
lokaverkefnum. Þegar á hólminn var komið urðu slíkar greinar hins
vegar aðeins tvær talsins. Önnur þeirra er rannsókn Unnar Maríu
Bergsveinsdóttur á lífshlaupi nærri þrjú hundmð einstaklinga úr
Oddasókn í Rangárvallasýslu á seinni hluta nítjándu aldar, byggt á
kirkjubókum, manntölum og öðmm gögnum.
Það er ætíð vandaverk að skera langa ritgerð niður í stutta grein.
Stundum freistast höfundar til að reyna að komast yfir allt efnið í stuttu
máli í stað þess að takmarka sig við einstaka þætti. Rannsókn Unnar
Maríu minnir helst á etnógrafíu mannfræðings um sögulegt viðfangsefni
og hefur hún greinilega unnið geysimikla tölfræðivinnu í tengslum við
verkefnið. Sú tölfræði styður í sumum tilvikum viðteknar hugmyndir
um íslenskt samfélag nítjándu aldar en í öðmm tilvikum er um frávik að
ræða. Ritdómari saknaði þess að höfundur kvæði skýrar upp úr með það
hvort einstök frávik ættu sér staðbundnar skýringar eða hvort ástæða
væri til að draga i efa hina viðteknu söguskoðun.
eÍtífflaö á stcru
Það væri synd að kalla grein Hildar Biering um illa meðferð á
bömum á nítjándu öld upplífgandi. Herfilegar lýsingar úr dómsmálum
tengdum vanrækslu á bömum frá byrjun nítjándu aldar annars vegar en
miðbiki aldarinnar hins vegar bera uppi greinina ásamt yfirliti um þróun
löggjafar. Fleiri dæmi og fjölbreyttari heimildir hefðu getað styrkt
rökstuðning höfundar til muna.
Ekki verður hjá því komist að hnýta í myndavalið við grein Hildar,
en á síðu 62 má sjá flennistóra mynd (önnur tveggja sem greininni
fylgja) af Austurstræti sem tekin er á að giska 1930. Tengingin við
greinina er sú að yst á myndinni sést glitta í hús það sem áður hýsti
landsyfirréttinn. Þetta er billegt.
Gunnhildur Finnsdóttir og Orri Jóhannsson (sem einn manna fær
föðumafn sitt ekki skráð í efnisyfirliti blaðsins) rita bæði greinar á sviði
íslenskrar miðaldasögu. Grein Gunnhildar fjallar um nunnuklaustrin
sem hér vom starfrækt á miðöldum en Orri rekur deilur fræðimanna
um heimildagildi Oddaverjaþáttar. Greinamar em báðar þokkalega
skrifaðar samantektir á því sem áður hefur verið ritað um efnið en bæta
litlu við það.
Embla Þórsdóttir fjallar um kristna hugmyndafræði og blóðhefnd
á miðöldum. Leggur hún áherslu á mikilvægi hugmyndarinnar um
stríðskonunginn Krist í samfélagi hefndarskyldu. Ljóst er að skýlaust
bann boðorðanna tíu við drápum mátti sín lítils andspænis þeirri kvöð að
hefna misgjörða með ofbeldi. Hitt er annað mál hvort herská ímynd guða
og spámanna sé forsenda þess að ofbeldi þrífist í samfélagi? Þannig lifði
blóðhefndin góðu lífi víða í Evrópu löngu eftir að krossfarahugmyndin
um herkonunginn Jesú var liðin undir lok.
Bjöm Jón Bragason á síðusm grein 25. árgangs Sagna og má
sjá á henni fingraför íslands- og Norðurlandasögu II í umsjón Gísla
Gunnarssonar. Bjöm Jón fjallar þar almennt um náttúmfarsskýringar
í íslandssögu, áhrif þeirra, kosti og galla. Náttúmfarsskýringar vom
lengi fyrirferðarmiklar í íslenskri sagnfræði og má í sumum tilvikum
tengja góðar viðtökur þeirra við persónulegar vinsældir viðkomandi
raunvísindamanna. Þegar nánar er skoðað kemur oft i ljós að hinar
raunvísindalegu skýringar byggja talsvert á sagnfræðilegum ályktunum
vísindamannanna. Grein Bjöms Jóns er fjörlega skrifuð um fullvíðtækt
efni. Höfundur kynnir til sögunnar ólík sjónarmið og rekur þau
samviskusamlega, en bætir litlu nýju við.
jCcesifecjt rit
Ritdómari getur ekki látið hjá líða að agnúast út í þá ákvörðun ritstjómar
að merkja tilvísanir með litlum rómverskum stöfum í stað hefðbundinna
tölustafa. Þetta merkingakerfi getur gengið í greinum með innan við
tuttugu tilvísunum, en andspænis tölum á borð við lxix eða lxxviii
fallast jafnvel velviljaðasta lesanda hendur.
Þegar á heildina er litið getur ritstjóm 25. árgangs Sagna unað vel
við sitt. Blaðið hefur að geyma ýmsar fróðlegar greinar og nokkrar
allgóðar. Umbrotið er einfalt en stendur fyrir sínu. Fleiri myndir hefðu
verið til bóta á stöku stað, en að mínu mati verða höfundar greina að
bera talsverða ábyrgð á myndavali. Ekki er hægt að varpa ábyrgðina á
þeim huta verksins alfarið yfir á ritstjómina.
Rétt er að nota tækifærið til að óska aðstandendum Sagna til
hamingju með glæsilega heimasíðu, þar sem unnt er að nálgast gömul
eintök af þessu ágæta tímariti.
c^Veð anm áfsqrein ar
1 Nokkurt er tííiðstætt (þ.e. stendur við hliðina á frumlagi, yfirleitt
nafnorði) en nokkuð er sérstætt (þarf ekkert nafnorð sér við hlið. Dæmi
Er nokkurt barn hér og Er nokkuð að?
2 Hér rekst á kyn orðanna - friðarsinnar em málfræðilega karlkyns
en konur (augljóslega) kvenkyns. Þetta þótti mér skásta lausnin í
stöðunni.
3 Greinin sjálf getur ekki gert neitt, heldur höfundur hennar.
4 Það er ekki venja að setja kommu á undan sk. Aðaltengingum,
þ.e. og og en. (ekki nema t.d. innskotssetning sem endar þar á undan
sé til staðar í setningunni, þá verður að afmarka hana með kommum.
Astæðan er sú að litið er svo á að en og og jafngildi punkti.
loS ^Sajnir zoo6