Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 113

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 113
samfélaginu og heiminum og miðla því sem manni finnst, það er að stunda pólitík - hvort sem það er í samræðum við annað fólk, kennslu, rannsóknum eða listsköpun. Listsköpun er einmitt öfgafullt dæmi um pólitíska afstöðu enda sagði Guðbergur Bergsson eitt sinn að listir væru stjómmál, stjómmálanna vegna í sinni hreinustu mynd. Fræðimennska, listsköpun, menntun og kennsla em pólitísk störf, þó að pólitík þeirra sé hófstillt og felist fyrst og fremst í því að hvetja fólk til gagnrýninnar hugsunar og vandvirkni. Auk þess felur sagnfræði alltaf í sér einhverja pólitíska afstöðu: Hvaða saga er skrifuð, fyrir hvem og út frá hvaða kenningum? SajnaJihuj ioo6: ^Sajnýrcehi cijjiófitífi vegna þeirrar auknu fjárhagslegu áhættu sem fólk mun taka með því að fara í háskólanám. Annað dæmi um pólitík er það sem kallað er styrking tengsla háskólanna og atvinnulífsins í landinu. Fyrirtæki fallast á að kosta stöður við háskólann. Lyfjafyrirtæki gæti til dæmis kostað rannsóknir í lyfjafræði og jafnvel tekið þátt í kostnaðinum við að mennta framtíðarstarfsmenn sína. Háskóla íslands er haldið í fjársvelti. Það er óþarfi að taka þátt í talnaleikjum. Það nægir að skoða fjölda nemenda á kennara eða ástand húsnæðis og húsgagna eða kjör stundarkennara eða bókakostinn á Þjóðarbókhlöðunni. Spumingin er ekki hvort heldur af hverju. Pólitík er hluti af manneskjunni og afstaða, ekki hlutleysi, einkennir tilveru okkar. Sagnfræðinni er að svipað farið. Sagnfræði hefur að vísu ekki skoðanir en öll sagnffæðileg hugsun á sér upphaf og útgangspunkt. Á málþingi Sagna í fyrra sýndu fjórir ræðumenn, hver á sinn hátt - mjög sannfærandi hátt- fram áþað að hlutleysi í sagnfræði væri útilokað. Einn framsögumannanna, Unnur María Bergsveinsdóttir, taldi að hlutleysi væri „ekki aðeins ómögulegt, heldur beinlínis ógagnlegt!“ því það stæði í vegi fyrir því að fortíðin væri skoðuð frá mörgum sjónarhomum sem það margræða fyrirbæri sem hún er. Ég leyfi mér að bæta því við aó ópólitísk sagnfræði væri ekki bara ógagnleg, hún væri jafn ógnvekjandi og skoðana- og viljalaus manneskja. En tölum um eitthvað annað. I tilefni af megrunarlausa deginum sunnudaginn sjöunda maí, skrifaði Arnþrúður Ingólfsdóttir grein á murinn.is. Arnþrúður vitnar í heimspekinginn Susan Bordo og kenningu hennar, að í þróuðu kapítalísku neyslusamfélagi eigi „sér stað óstöðug og mótsagnakennd persónusköpun einstaklinga.“ Einstaklingurinn sé klofinn í tvennt: Annars vegar gegni hann hlutverki duglegs og agaðs framleiðanda. Að loknum vinnudegi fari hann svo í hlutverk nejdanda. Sem neytandi þurfi einstaklingurinn ekki að hugsa heldur einungis að láta undan fr eistingum. Við hlægjum kannski að fréttum þess efnis að skyndibitakeðjur séu gerðar skaðabótaskyldar fyrir að vara viðskiptavini ekki við því að kaffið sé heitt. En slík dómsmál em alls ekki svo fáránleg í ljósi þess að neyslusamfélagið lítur á einstaklinginn sem neytanda miklu frekar en sjálfstæða hugsandi manneskju. Vissulega er níhílískt að líta á fólk sem framleiðendur og neytendur frekar en sjálfstæðar hugsandi vemr. En hvað kemur það sagnfræðinni við? Það er ákveðin hætta á að sagnfræði sé smættuð á svipaðan hátt - reynt sé að fá henni hlutverk, láta hana gera gagn. Sagnfræði er sjálfstæð gagnrýnin fræðigrein en hún gæti líka snúist efnisleg gæði, verið þjónandi sagnfræði frekar en fræðileg. Er ekki einhver hér með mottóið þekking er máttur - knowledge is power? Nýlega var byrjað að bjóða upp á svokallað HHS-nám í háskóla hér á landi. HHS er BA- nám í hagfræði, heimspeki og stjómmálafræði. Það má spyrja hversu vel nemendur muni kynnast þessum fræðigreinum í þríþættu námi sem tekur tvö til þrjú ár. Ná þeir að velta fyrir sér eðli, sögu og kenningum þessara þriggja fræðigreina að einhverju marki? Hvar standa heimspekin, hagfræðin og stjómmálafræðin sem fræðigreinar í þessari hraðsuðu? Þær hljóta að glata stöðu sinni sem sjálfstæðar fræðigreinar, sem em stundaðar sjálfra sín vegna, og verða að þjónandi fræðigreinum. Á heimasíðu háskólans var námið auglýst sem „leiðtoganám". BA-nemar í sagnfræði við Háskóla íslands þurfa sem betur fer enn að læra um sögu sagnfræðinnar, aðferðafræði og söguspeki í hinurn frábæra áfanga Aðferðir II. Ef sagnfræði er smættuð i þjónandi fræðigrein er nefhilega hætta á að hún hætti að hafa sína eigin pólitík, sem er vandvirkni og gagnrýni, og fari að þjóna einhverri annarri pólitík. Önnur pólitík getur til dæmis verið krafan um að menntun leiði til hæni tekna. Stefna ríkisins í átt að skólagjöldum styrkir þessa kröfu Spumingin um hvort það sé jákvætt að fyrirtæki veiti peningum til háskóla er þessu máli óviðkomandi. Það hlýtur að teljast hæpin stefna í menntunar- og vísindamálum aó gera háskólana háða fjárframlögum fyrirtækja? Fyrirtæki hugsa jú fyrst og ffemst um hagsmuni sína og hagnað. Það myndi æra óstöðugan að telja til vannýtta tekjustofna eða óþarfa fjáraustur ríkisins. Peningamir em til, þeir em bara annars staðar. Pólitísk stefna ríkisins virðist hins vegar vera sú að gera eigi háskólana arðbærari. Háskólamir og akademian verði í auknum mæli kostaðir af fyrirtækjum og fólki sem sér háskólanám sem ljárfestingu. Þannig þjóni æðstu menntastofnanir landsins atvinnulífinu, ekki einhverjum óljósum fræðum. Hver verður pólitík fræðanna ef háskólinn á að þjóna atvinnulífinu? Er hægt að búa þannig um sagnfræðina að vandvirkni og gagnrýni verði áfram pólitísk stefna hennar? Er til eitthvað sem heitir akademískt frelsi í boði Landsbankans og Háskólasjóðs Eimskipafélags íslands? ^icjurfaucjur ffncjfffssan Þegar ég skreio úr Framhaldsskóla fyrir margt löngu, sagði ég móður minni að ég hefði hug á að fara í sagnfræði við Háskóla íslands. Mamma tók vel í þessar hugmyndir en sagði svo að hún hefði nokkrar áhyggjur af því aó ég yrði svo rauður á að vera í háskólanum. Nú að fjórum ámm liðnum er ég þó enn í Sjálfstæðisfiokknum og aðdáun mín á Davíð Oddssyni hefur ekki minnkað. Þegar allt kom til alls, þá vom áhyggjur móður minnar óþarfar. En um leið þá varpa þau ljósi á þá staðalímynd sem háskólinn hefur í hugum margra. Þar séu ekkert nema vinstrimenn sem hafi það að markmiði að heilaþvo ungt fólk til að kjósa vinstri flokkanna. Þó þessi ímynd sé ýkt, þá er hún kannski ekki svo fjarri lagi. Ritstjórar Sagna komu að máli við mig og báðu mig um að halda framsögu á Sagnaþinginu nú í vor. Til umræðu em stjómmál og sagnfræði. Svo það komi skýrt fram þá er ég ekki hlutlaus í þessum málum, ég styð minn stjómmálaflokk. Er ekki eðlilegt að stjómmál hafi áhrif á sagnfræði. Má ekki alveg eins telja líklegt að sagnfræði hafi áhrif á stjómmál. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun hafa sagt einhvers staðar að sagnfræði framtíðarinnar muni leiða það í ljós að Íraksstríðið hafi verið réttlátt. Hann mun hafa verið spurður hvort það færi ekki eftir því hver skrifaði þá sögu. Halldór mun hafa svarað á móti, getur sagan logið? Getur sagan logið? Jú, við höfum oft séð þess dæmi í mannkynssögunni. Við viljum um Ieið trúa því að eitthvað af henni sé satt. Ég man einu sinni eftir því að hafa verið afvegaleiddur af sagnfræðiriti. Mín fyrsta ritgerð í Menntaskóla mun nefnilega aldrei bíða þess bætur. Verkefhið var að skrifa um Þorskastríðin. Ég fór á bókasafnið og fann eintak af riti Bjöms Þorsteinssonar sagnfræðings Tíu Þorskastríð. Ritgerðin, sem upprunalega átti að vera þrjár til fimm síður, varð eitthvað nær tólf. Ég tók þessu auðvitað sem heilögum sannleik, eins grænn og ég var á þessum ámm. Eigi ég að skrifa ritgerð um Þorskastríðin, þá skrifa ég auðvitað ritgerð um Þorskastríðin. Frá upphafi til enda, að sjálfsögðu! Síðan em liðin æði mörg ár og fjögra ára háskólanám hefur kennt mér að treysta engum eða eins og segir í laginu með Maus, allt sem þú lest er lygi. Stór þáttur í námi sagnfræðingsins er að efast um ágæti annarra sagnfræðinga, eins kaldranalegt og það kann að hljóma. Pólitískur veimleiki okkar sem fæddumst í lok Kalda striðsins ber þess enn merki hvað Kalda stríðið hafði sterk áhrif. Meginlínumar í stjómmálaumræðunni síðustu áratugi hafa einatt verið tvær: Hægri L ‘fbac/nir 2.006 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.