Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Page 13

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Page 13
11 i skólann meö sál, sem tekur á móti áhrifum; og þaö er i skól- anum, aö “karaktér” er aö miklu leyti skapaSur. Eg finn, og veit aS bekkjunautar mínir finna þaS sama, aS viS höfum þroskast mikiS þau ár, sem viS höfum gengiS á Jóns Bjarnasonar skóla, aS viS skiljum viS skólann betur þroskuS, en þegar viS gengum inn. ViS höfum veriS aS nokkru leyti búin undir aS ganga út í lífiS. Og ef aS nokkuS af okkur yrSi lán- samt í lífinu, þá yrSi þaS aS miklu leyti aS þakka hinum ágætu áhrifum og undirbúningskenslu, er viS nutum á Jóns Bjarna- sonar skóla. ViS verSum ávalt þakklát fyrir þaS happ, sem sendi okkur þangaS. Úr því aS skólinn hefir hjálpaS okkur svo mikiS, þá er þaS eSlilegt, aS viS reynum aS gera eitthvaS fyrir hann. Og aS viS reynum aS gjöra þaS aS einhverju leyti, á því er enginn efi. ÞaS er ljúf skylda okkar, aS benda þeim, sem ekki vita, hversu nauSsynleg stofnun Jóns Bjarnasonar skóli er; aS segja þeim frá hinu góSa og mikla verki, sem skólinn er aS gera fyrir ungt fólk, sem af íslenzku bergi er brotiS, og aS efla skólann i hiutf góSa verki síu; og þaS er mín einlæg ósk, aS J. B. skólinn megi lengi þróast og halda áfram aS vinna sitt ágætisverk. Eg hefi sagt, aS skemtilegasti tími æfinnar sé skólaárin, og eg get ekki hugsaS mér nein ár skemtilegri en hin j)rjú siSast- liSnu ár, sem eg hefi stundaS nám viS Jóns Bjarnasonar skóla. ÞaS uppbyggilegasta viS skólann og þaS, sem gerir hann svo aSlaSandi fyrir nemandann, er þaS vinaþel, sem þar á heima í rikum mæli. Skólinn er ólíkur öSrum skólum aS því leyti, aS nemendurnir eru eins og ein fjölskylda. ÞaS hlýtur aS vera sérstaklega skemtilegt fyrir þá, sem koma frá landsbygSunum og sem þekkja fáa í bænum, aS koma á skóla, þar sem er eins vel tekiS á móti þeim eins og gert er á J. B. skólanum. ÞaS er óhætt aS segja, aS þeim mundi hvergi finnast, aS þeir ættu eins vel heima eins og á þessum skóla. Nemendurnir eru fáir i samanburSi viS aSra skóla og eru allir af íslenzkum kynstofni, og þeir hafa þess vegna eitthvaS sameiginlegt og kynnast hver öSrum fljótt. Lika ber hver nemandi velferS skólans fyrir fcrjósti. Nemendurnir eru líka tengdir böndum sameiginlegs áhuga. Nærri því allir í skólanum taka þátt í gleSifundum og ýmsu þessháttar, svo nemeudnr skólans eru tengdir saman sem ein stór fjölskylda. Eg mun aldrei gleyma hinum sæla heim-

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.