Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Síða 1

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Síða 1
Ritnefnd: Guðmundur Sveinbjörnsson Sveinn Kr. Guðmundsson Sveinbjörn Oddsson 1. blað 3. órgangur f r ARROÐINN BLAÐ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS AKRANESS - ÁBYRGÐARM. SVEINBJÖRN ODDSSON Menningarmál Þótt hér sé ritað um menningarmál, þá er þáð ekki fyrir það, að menning- armál almennt séu sérmál nokkurs flokks; allir íslenzkir stjórnmálaflokkar hafa fullan vilja á því, að menning vor sé sem blómlegust, skólar fullkomnir og fræðslukerfið sem bezt. Þessu til staðfestingar má nefna, að núna um langt skeið hefur starfað milliþinga- nefnd í skólamálum, sem unnið hefur að því, að bæta og samræma fræðslu- kerfi vort, og hafa allir flokkar átt fulltrúa í þeirri nefnd. Ekki hefur ann- að heyrzt, en samstarfið hafi verið hið bezta í nefndinni, og að hver og einn a£ nefndíarmönnunum hafi lagt sitt bezta fram til þess, að árangurinn af nefndarstarfinu mætti verða þjóðinni til heilla. í fyrravetur afgreiddi nefndin eftir- greind frumvörp til ríkisstjórnarinnar: A. Um skólakerfi og fræðsluskyldu, B. um fræðslu barna, C. um gagnfræðanám og D. um menntaskóla. Þessi frumvörp liggja nú fyrir Al- þingi, og verður ekki frekar rætt um þau hér, en það sem hér hefur verið nefnt ætti að nægja til þess, að hver og einn geti gert sér grein fyrir því, að ef eitthvert flokksbrot álítur eða túlk- ar, að vilji fyrir bættum menningar skilyrðum sé sérstæður fyrir stefnu eins ákveðins flokks að þá er túlkun þess manns eða flokks, er þar fer með mál, sprottin af skUningsleysi eða af vanþekkingu á íslenzkum þjóðmálum. Hitt er svo annað mál, að enda þótt allir flokkar hafi fullan vilja fyrir bætt- um menningarskilyrðum, getur þá greint á um það, hvemig og hvenær eigi að framkvæma eitt og annað, er að menningarmálum lýtur. En það sem mestu máli skiptir, um það hvort einn pólitískur flokkur geti orðið bæ sínum til heilla í menningar- málum sem öðrum málum, er það, að hann á hverjum tíma hafi þeim mönn- um á að skipa, sem hafa næga skipu- lagsgáfu, framtak og hagsýni, til þess að haga tekjuöflun og framkvæmdum bæjarins á sem heppilegastan og hyggi- legastan máta. Skólamál á Akranesi. Nú áður en gengið er til bæjarstjórn- arkosninga hér, teljum við Alþýðu- flokksmenn rétt að gera stuttlega grein fyrir ástandinu í skólamálum hér, og um leið að kynna fyrir kjósendum hvaða leiðir við teljum heppilegastar til úrbóta. Ollum Akurnesingum er ljóst, að brýn nauðsyn er á, að reisa næg og vönduð skólahús hið allra fyrsta, þar er núverandi skólahús eru ekki við- unandi. I greinargerð, er fylgir frum- varpi til laga um gagnfræðanám, sem nú er fyrir Alþingi, stendur á þessa leið um húsnæði skóla á Akranesi: Gagnfræðaskólahús er ekkert til. Hús barnaskólans er orðið of lítið en mundi nægja fyrir gagnfræðaskóla, ef nýtt barnaskólahús yrði reist. Þessi greinargerð mun ekki vera rædd hér nú, en vikið beint að málun- um eins og þau liggja fyrir. Barnaskólinn og bamafræðslan: Samkvæmt þeim undirbúningi, sem fram hefur farið, á bygging bamaskóla að hefjast á þessu ári. Akveðin var lóð undir barnaskóla og leikvöU á síðast- liðnu sumri, og nú er verið að vinna að teikningu barnaskólans. Það mál er því komið á það stig, að áfram verður haldið, og fullra úrbóta má vænta bráð- lega. Fulltrúar Alþýðuflokksins telja nauðsynlegt, að hvetja og styrkja kenn- ara skólans á hverjum tíma til að afla sér viðbótarnáms, og þá sérstakJega að sækja námsskeið í ýmsum sérgreinum, svo sem teiknikennslu, hentugum vinnubrögðum barna o. fl. Kennararnir mundu án efa þakka og meta slíka viðurkenningu, og kostnað- araukinn mundi vera endurgoldinn í betri árangri af skólastarfinu. Heilsufar og líkamleg vellíðan barn- anna er eitt af frumskilyrðum fyrir því, að börnin geti haft full not af því, sem fyrir þau er lagt, hverjum barna- skóla ber því að annast heilsuvemd smáborgaranna eftir því sem föng eru á og þekking stendur til á hverjum tíma. Ljósböð er ein af þeim heilsu- Undum, sem talin er þýðingarmikil til að vernda og viðhalda heilsu barna og unglinga; því er þörf á, að í hinum nýja bamaskóla verði ljósastofa og ljósatæki, og mun verða unnið að þvi. Gagnfræðanám: Til þess að gagnfræðanámið geti bor- ið sem beztan árangur er tvennt nauð- synlegt: að húsnæði, áhöld, leikvangur og allur aðbúnaður skólans sé hinn

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.