Árbók Reykjavíkurbæjar - jan. 1946, Side 5

Árbók Reykjavíkurbæjar - jan. 1946, Side 5
INNGANGUR. í þessari útgáfu af Árbók Reykjavíkurbæjar, sem er önnur útgáfa hennar (breytt og aukin), hefir verið fylgt sömu reglu og áður um röðun efnisins eftir aðalmálefnaflokkum. Skipun efnis- ins innan hinna einstöku málefnaflokka er aftur á móti nokkuð önnur en áður, og um leið rök- réttari. I fyrri útgáfunni voru heimildir yfirleitt raktar eins langt aftur í timann og kostur var á. Vegna takmörkunar rúmsins, sem allri töflugerð er sett, varð þá að raða töflunum eftir því, sem hentug- ast þótti, án þess, að hægt væri að taka fullt tillit til innbyrðis samræmis og skyldleika efnisins. — 1 þessari útgáfu var hins vegar hægt að hafa frjálsari hendur við skipun efnisins á rökréttan hátt, þar eð ekki var nauðsynlegt að binda sig við ákveðna stærð á töflum, þ. e. vissan árafjölda. Fastri allsherjar-reglu um ákvörðun tímabila þeirra, sem hér eru valin, hefir því ekki verið fylgt. Þó hefir víðast sama timabilið, eða nálega sama tímabilið, verið lagt til grundvallar í hverj- um málefnaflokki. Nálega allt það efni, sem birtist í fyrri Árbók, hefir aftur verið tekið til meðferðar, þótt sums staðar sé með nokkuð öðrum hætti. Ýmis mál eru rakin ítarlegar en áður, og nokkur ný viðfangsefni hafa verið tekin fyrir. Víðast er þó byggt beint ofan á þann grunn, er lagður var í fyrri Árbók, aðeins bætt við þeim árum, sem síðan eru liðin, en fellt framan af eftir ástæðum. I efnisyfirlitinu nú eru 194 tilvitnanir í töflur, í stað 164 áður. Er þá átt við sjálfstæðar töflur með sérstakri fyrirsögn, en í sömu töflu geta verið margar undir-fyrirsagnir. Þeirri reglu hefir yfirleitt verið fylgt, að raða sem mestu efni í hverja töflu, eða öllu því efni, sem þar á heima og rúrnast. Þeir málefnaflokkar, sem einkum hafa aukizt, eða eru ítarlegri nú en áður, eru fasteignir °g samgöngur. — Allítarlegt yfirlit er birt yfir allt það land bæjarins, sem notað er og mælt hefir verið. Þá eru birtar ýmsar töflur varðandi Reykjavíkurhöfn síðan 1918, skipakomur og vöruflutninga. Töflur yfir bifreiðir eru og mun fyllri en áður. Af nýjum viðfangsefnum, sem töflur eru birtar yfir, má nefna: Mannfjölda í kaupstöðum, verkamannabústaði, iðnað og verzlun, skráð hlutafélög, kauptaxta í iðnaði, taxta fyrir barnsmeð- Iög, þinglýsingar, kosningar til Alþingis og bæjarstjórnar, útsvarsstiga í kaupstöðum, grjót og sandnám bæjarins og vatns- og hitaveitukerfið. Nokkuð hefir þegar verið unnið að málum, sem telja má að heima eigi í Árbókinni, þótt timi hafi ekki unnizt til að ganga frá þeim til fullnustu. Má þar til nefna lög og reglugjörðir, varðandi þau málefni, er Árbókin fjallar um. Yrði fyrst birt heildaryfirlit yfir þau frá byrjun, en siðan látið fylgja hverri árbók yfirlit yfir gildandi lagafyrirmæli, reglugjöi’ðir og samþykktir á hverjum tíma. Hagfræði-starfsemi sú, sem í-ekin hefir verið hjá Reykjavíkurbæ siðan 1933, er enn á byrj- hnarstigi. Þau stóru viðfangsefni, sem bent er á í niðurlagi inngangsins að fyrri Árbók að taka hurfi til úrlausnar, eru enn að mestu óleyst. — Hins vegar má telja, að grundvöllurinn að þeim yfirlitsskýrslum (Árbók), sem alls staðar eru kjaminn í hagskoðun og útgáfustarfsemi hagstofn- ana borga, sé nú lagður hér. Öll byrjun er erfið, auðveldara er að byggja við, auka og endurbæta, en reisa frá grunni. Reykjavík í janúar 1946. BJÖRN BJÖRNSSON.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Reykjavíkurbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Reykjavíkurbæjar
https://timarit.is/publication/1047

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.