Alþýðuhelgin - 09.01.1949, Síða 8

Alþýðuhelgin - 09.01.1949, Síða 8
4 ALÞÝÐÚHELGIN blessuðum Guðmundi, heilögum Þorláki og heilögum Jóni. Klæði þetta er stórmerkur vitnisburður um hinn sérstæða, íslenzka útsaum, sem víða hefur vakið mikla athyglji ís. lenzk altarisklæði með þessum saum eru allvíða í erlendum söfnuín og þykja hvarvetna kjörgripir. — Hve gamalt er altarisklæðið frá Hólum? — Ekkert þori ég að fullyrða um það, en mörg þessara altarisklæða með forna saumnum munu vera frá 14. öld, sum yngri. — Þessi klæði halda sér furðan. lega. — Já, merkilega vel. Taktu eftir þessum skæra, rauða lit í kápum biskupanna, sem er eins og nýr af nálinni. Biskupskápa Jóns Arasonar. — Hvernig hafa konurnar náð þess- um hreinu og fögru litum á klæðið? — Það er ekki gott að segja. En hitt má fullyrða, að ýmisleg kunnátta fyrri tíma í litagerð hefur alveg glat- azt. — Hér eru margir fleiri gripir? — Þarna sérðu nolckra hökla. Safn. ið á mikinn fjölda af höklum, senni lega um hundrað, þó nokkra úr ka- þólskum sið. Sumir þeirra eru merki leg listaverk, fagurlega útsaumaðir af listamannahöndum. — Og þarna er fjöldinn allur af kaleikum. — Hér er til afar gott safn af þcim, og eru margir frá kaþólskum tíma. Sumir þeirra eru erlendir. Lang- merkastur þeirra er hinn frábæri kaleikur úr Skálholtsdómkirkju. Hann er úr gylltu silfri, með greypt, um myndum og steinum. Talinn vera ítalskur og frá 14. öld, afbragðsgripur að fegurð og listfengi. '— Eru svo til íslenzkir kaleikir? ’ — Allmargir kaleikanna eru taldir íslenzk smíði. Þar af eru nokkrir með rómönsku lagi, og því gamlir, frá 13. öld. Bera þeir ljósan vott um að silfursmiði hefur bá verið hér á mjög háu stigi. Óvíða, a. m. a. á Norðurlöndum, er saman komið jafn. gott safn af kaleikum úr kaþólskum sið og hér. — Engir gullkaleikir? — Þeir eru hér ekki til. Landið var aldréi auðugt af gripum úr gulli. Er ekki getið um aðra gullkaleika hér á l?ndi en kaleik þann hinn mikla, sem Jón biskup Arason gaf Hóiadómkirkju og Danir höfðu á brott með sér eftir aftöku hans, og ahnan gullkaleik í Skálholti, en hann hefur vafalaust farið sömu leiðina. — Hvað viltu segja mér um kirkju. gripi frá síðari öldum? — Af' seinni alda gripum vekja langmesta athvgli mannamvndir ým= ar, aðallega biskupamyndir og minn ingatöflur. — Hvers konar minningatöflur eru það? — Hér getur þú séð nokkrar þeirra. Töflur þessar svna al npffl°pa bann sið 17. oe 18. aldar manna. að láta mála siálfa sig og vandamenn sína undir krossinum á Golanta. Þarna getur að lítn slíkar töflur til minninaar um Maenús nrúða ásamt konu oe börnum. Ara í Ögri oe konu hans. ágæta mvnd. séra Ólaf í Kirkiu. bæ o. m. fl. Mvndir bessar. sam allar eru málaðar erlendis eða af erlendum mönnum. voru hengdar upp í kirki- unum og stundum notaðar í staðinn fyrir altaristöflur. — En biskupamvndirnar? — Úr dómkirkjunni á Hólum hafa komið til safnsins nokkrar biskupa- myndir. Skemmtilegust þeirra er hið alkunna málverk af Guðbrandi bisk. upi Þorlákssyni. Auk frummyndar. innar eru til af því fjórar eftirmyndir. Þá er hér skemmtileg ,saumuð mynd af Þorláki biskupi Skúlasyni. Hana saumaði dóttir Þorláks. Þar er enn eitt sýnishorn hins forna og sérstæða íslenzka útsaums. Ennfremur er hér stórt málverk af Gísla biskupi Þor. Katrín helga. Ein hinna fösru mynda.á biskups- kápu Jóns Arasonar. lákssyni og konum hans þremur, og lolts málverk af nokkrum hinum sið. ustu biskupum á Hólum, Steini Jóns. syni, Halldóri Brynjólfssýni, Gísla Magnússyni og Sigurði Stefánssyni, er var seinastur Hólabiskupa. Öll eru þessi málverk hingað komin úr Hólakirkju, og er hörmulegt til þess að vita, að ekki skuli annað eins vera til úr Skálholtskirkju. Er þó vit- að, að margar biskupamyndir og önnur málverk voru þar til allt fram að þ'eim tíma, er biskupsstóllinn var fluttur þaðan. Þær myndir virðast flestar eða allar glataðar með öllu, og er það óbætanlegt tjón. SICRÚÐHÚSIÐ. Þá hverfum við úr kirkjunni og göngum yfir í næsta sal, sem kallað.

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.