Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 2
146 ALÞÝÐUHELGIN í þætti af daiiska laékninum og fornfræðingnum Óla Worm, scm birtist fyrir skömniu hér í blaðinu, var gerð nokkur grein fyrir fornmenntastcfnu þcirri, sem hófst á Norðurlöndum á síðari hluta 16. aldar og náði hingað til Jands á öndverðri 17. öld. Þar var með örfáuin orðum minnzt á Þorlák Hóla- bisktlp Skúlason og vináttu hans og Óla Worm. Hcr vcrður nú í stuttu máli rakinn æviferill Þorláks og gctið starfa hans, einkum þcirra, er hann vann í þágu íslcnzkra fræða. Hcimildir að þcssu grcinarkorni cru cinkum þær, sem nú skal grciua: Biskupasögur Jóns Halldórssonar, II. bindi; Ævisögur Iærðra manna, eflir ílanncs Þorsteinsson; Menn og mcnntir III.—IV. bindi og Saga íslcndinga V. bindi, cftir Pál E. Ólason og Landfræðissaga íslands II. bindi, eftir Þorvald Thoroddsen. I rit þcssi er þcim ráðlagt að Icita, scm afla vilja sér mciri fróðleiks um Þorlák Skúlasou og öld hans. um unga manni athygli og bundið við hann tryggðir. Dvaldist Þorlák- ur þrjú ár við liáskólanámið. Sótti hann það fast, varð baccalaureus í heimspeki 1613 og hlaut einkar lof- legan vitnisburð aðalkcnnara síns er hann hvarf frá háskólanum í apríl- mánuði 1619. Sigldi hann þá heim tii Islands og gerðist rektor Hólaskóla um haustið. Var hann þá aðeins 20 ára gamall. Sumarið 1620 sendi Guðbrandur biskup hann utan til Kaupmannahafnar, með bréf og skil- ríki til konungs út af morðbréfadeil- unum, sem stóðu þá sem hæst. Þor- lákur lauk erindinu skörulega, dvaldist í Kaupmannahöi'n um vet- urinn og las enn við háskólann. Treystust þá vináttuböndin milli Worms og Þorláks, og hefjast upp úr þessu bréfaskriftir milli þeirra, sem héldmt meðan báðir lifðu. Haustið 1621 tók Þorlákur aftur við rektors- embættinu og hélt því síðan þangað til hanri varð biskup. Þó sigldi hann ulan árið 1625, bæði í þágu skólans og til að útvcga við og annað efni í nýja dómkirkju.. Jafnframt rektors- embættinu var Þoríákur írá 1627 dómkirkjuprestur á Ifólum. Þótti hann gegna þessum störfum vel og' naut mikilla vinsælda fyrir sakir prúðmennsku sinnar, lítillætis og góðmennsku. Var hann óg gæddur liprum gáfum, prýðilega að sér, einkum i guðfræöi og málfræði. BÍSKUFSKJÖlí. Eftir að Guðbrandur biskup gerð- ist gamall og sjóndapur, svo að hann var eigi fær um að vinna embættis- vcrk, hafði síra Arngrímur Jónsson lærði verið skipaður aðstoðarmaður hans. Haíöi hann um nokkurt skcið framkvæmt biskupsverk, og mun vafalaust, sakir lærdóms og langrar embætisþjónustu, hafa talið sig standa næst biskupsembættinu eftir Guðbrand. Mátti og telja það eðli- legt í alla staði, að svo yrði. Hér fór þó á annan veg. Guðbrandur biskup andaðist sum- arið 1627. Nokkru eftir andlát hans var haldin prestastefna á Flugumýri í Skagafirði, og skyldi þar biskups- kosning fara fram. Mætti kosning síra Arngríms verulegri andspyrnu margra klerka, þar eð þeir töldu hann ráðríkan um of, þóttafullan nokkuð og lundstirðan. Segir síra Jón Halldórsson skemmtilega írá kjörfundi þessum. Er frásögn hans svohljóðandi: „Var það flestra meining, að síra Arngrímur en enginn annar mundi þar til biskups kosinn verða, bæði vegna hans lærdóms, embættis og aldurs. Og hann var þar fyrstur til- nefndur. En hann sjálfur tók til í fyrstu að afsaka sig og' teljast undan slíku vandasömu embætti, meinandi (kannske), að þar að mundi frekara fylgt veröa. Norðlendingar létust taka þetta fyrir fullá alvöru og af- sökun. Nokkrir brugðust undir hið bczta, samsinntu horium og sögðu hann álíta þctla rélt, svo sem vilran og forsóttan mann; þó embættið væri virðulegt, samt fylgdi því stór mæða, þungi og erfiði. Snerust því strax á eitt að kjósa síra Þorlák Skúlason.“ Síra Þorlákur var þrítugur að aldri er hann var kjörinn biskup. Ástæðurnar til þess, að hann var tekinn fram fyrir mildu cldri, reynd- ari og ennþá lærðari embættismann, voru eigi aðeins þær, að hann var manna vinsælastur og hafði reynzt nýtur starfsmaður. Hér dró einnig til virðing manna fyrir afa hans, Guðbrandi biskupi, og vinfengi margra klerka við frændfólk hans á Hólum. Er og talið, að móðursystir hans, Halldóra Guðbrandsdóttir, hinn mikli kvenskörungur, hafi átt drjúgan þátt í að styðja hann upp í biskupsstólinn. Hafði hún mikið dá- læti á Þorláki frænda sínum, enda var hann hálfgerður fóstursonur hennar. Þorlákur sigldi nú til biskups- vígslu um haustið og var vígður í Frúarkirkju 16. maí 1628. Næsta sumar kom hann hingað til lands á skipi með hirðstjóra og tók við Hólastól. Fremur virðist hafa verið þurrt með þeim Arngrími lærða og Þor- láki biskupi eft.ir þetta. KVONFANG. ' Svo er sagt, að á skólameistaraár- um sínum hafi Þorlákur verið heit- bundinn Jórunni Gísladóttur frá Staðarfelli, er verið hafði að vistum á Hólum. Var hún fríðleikskona mikil, svo að orð var á gert. En um það leyti, sem Þorlákur varð biskup. mun hafa dregið í sundur með þeim- Freistast maður til að ætla, eftir þeim gögnum, sem fyrir .liggja, að Þorlákur eða vandamenn -hans á- hrifamiklir hafi talið ráðlegra að leita þangað kvonfangs, sem meiri var styrkur að mægðunum. Á þess- um tíma var Gísli lögmaður Hákon- arson í Bræðratungu mjög fyrir öðr- um veraldlegum höfðingjum á ís- landi. „Bar hann þar til hið fríðasla og íyrirmannlegasta álit og persónn, vitsmuni, ríflundað geð og aðrar gáfur, sem einn höfðingja prýddu, hélt sig ríkmannlega, þó upp á góða lands vísu vora, var jafnan í stórri gúnst hjá höfuðsmönnum og danska yfirvaldinu hér á landi.“ (Bisk. J- H.) Hér stóð þannig á, að Gísli lög* maður átli eina dóttur á giftingar- aldri, Kristínu að nafni, og aðra yngri, Valgerði, en hún var cnn eig1 gjafvaxta. Ungur og cfnilegur höfð- ingjasonur, Eggert Björnsson frá Bm á Rauðasandi, síðar nefndur hinn ríki, hafði beðið Kristínar og fengið heldur líklegar undirtektir. Þó mun það giftumál eigi hafa vcrið komið a almanna viterð. Nú ber svo við árið 1630, að Þor- lákur biskun vekur bónorð til Krist*

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.