Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 8
152 ALÞÝÐUHELGIN Heiðrekur G u ð m u n d s s o n : Dagrenning. Hver einasti dagur í relfum úr rökkursins hjúpi, sem roðnar og stígur frá aldanna myrka sæ, og rennur til vesturs í heiðbláu dulardjúpl og dreifir þar ljósi um byggðir og fjöll og snæ, hann ber sér í skauti hið nýja, sem áður fékk enginn um ævina skynjað, er spurning á vörunum brann. Svo er liann í fjarska að fjallanna baki genginn. Og fegurðin sindrar í slóðinni, þar sem ’hann rann. En á þeirri stund er hin gcislandi gleði vor töpuð, og glitblæjan rofin, sem lykur um fjarlæga strönd, ef sjáum vér fyrir þau örlög, sem oss eru sköpuð og atburðarásina lesum í skaparans hönd. Þá birtist oss sorgin og beiskjuna lætur hún drjúpa sem bölþrungnar dreggjar í freyðandi gleðinnar veig, unz dægranna angur vér bergjum af bikarnum dji'pDa, og banaskál gæfunnar drekkum í slitróttum teyg. Því noistinn, sem leynist og ljúfustu hamingju veldur, hann lokkar og seiðir og rýfur hinn svæfandi frið. Og hættan, sem stendur á bak við, er blossandi eldur. Og bjarmi hans töfrandi leikur um daganna sVið. Með öryggið þráða í framtíðarfanginu víða vér finnum til þreytu, hve stöðugt scm gengið er skráð. Og er ekki betra að hryggjast og kyljunum kvíða og kætast á milli og treysta á sólguðsins náð? Ilvort framtíðin synjar um líkn eða lofar oss mildi, á lausn þeirrar torráðu gátu vér kunnum ei skil. Því óvissan ríkir og lífinu gefur hún gildi og greiðir með vöxtum þá skuld, er hún stofnaði til. •— Svo renni hver dagur um ókenndar ævinnar leiðir með eilífri hending og töfrum hins nýjasta lags. Hve óvissan lieillar og huga vorn fangar og seiðir! Og hámarki nær ’hún að kvöldi hins síðasta dags. blótstall Ægis þenna dag. Lengst uppi við Mýrar gerðist önnur liarm- sagan, þótt engir væru áhorfendur né neinn kynni að segja frá tíðindum. Þar risu einnig hvítfextar öldur og lömdu tveimur hjálparvana skipum upp að skerjunum. Skip þau, sem hlutu þessi grinunu örlög, hétu Emelie og Sophie Wheat- ly. Bæði höfðu þau lagt út af Reykjavíkurhöfn daginn áður en veðrið komst í algleyming. Seinast sást til þeirra frá öðrum skipum um miðjan dag hinn 6. apríl. Voru þau þá nokkuð langt fyrir framan Þor- móðssker, en nálguðust óðum hina hættulegu strönd. Ætla menn, að bæði segl og annar útbúnaður á skipum þessum hafi verið bilaður, og því hafi þau hrakið á þessar heljar- slóðir, sem eru ógn og skelfing' allra sjómanna. En engri skipshöfn er lífsvon, sem á þá boða ber í slíku veðri. Emelie var 80 smálestir að stærð! Brak úr henni fannst daginn eftir óveðrið, skammt frá Ökrum. Hafði rekið þar fjölda smábrota úr byrð- ingi skipsins og stærri og smærri búta af böndum þess og bitum. Bar það allt merki þess, að skipið hafði saxazt í smátt á skerjunum. Skip- stjórinn hét Björn Gíslason, kunnur dugnaðarmaður. Lét hann þarna líf- ið ásamt skipverjum sínum öllum, 24 að tölu. Sophia Wheatly var talin eitt- hvert bezta og traustasta skipið í öll- um sunnlenzka flotanum. Skutur hennar fannst rekinn skammt frá Knarrarnesi, eftir að storminn lægði. Á henni fórust einnig 24 menn. Skipstjórinn hét Jafet Ólafs- son, mikill dugnaðarmaður. Hafði hann byrjað sjómennsku 10 ára gam- all og sncmma þótt hinn djai'fásti og úrræðabezti í öllum mannraunum- Skipstjóri á þilskipi varð hann 23 ára að aldri, reyndist aflamaðuf mikill og heppinn, allt þar til yfR lauk og hann lagðist í hina votu gröf við Mýrar. *•* -í* VÍSU SVARAÐ. í Alþýðuhelginni 19. marz s.l. voru birtar tvær kosningavísur eítir Þor- stein Erlingsson. Fyrri vísan, „Ekki fer ég inn á sveit“, var, eins og þar segir, ort sumarið 1908, er Þorsteinn átti í sennum á kosningafundum austur í Múlasýslu, en þeir voru til andsvara nafnarnir, Jón í Múla og Jón Ólafsson ritstjóri. — Vísu Þor- steins var svaraö með eítirfarandi stöku, og mun höfundurinn vera Jón Ólafsson: Eftir marga málfundi minning Jóna lifir; þeir þeyta burtu þokunni, sem Þorsteinn dreifir yfir.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.