Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 10
154 ALÞÝÐUHELGIN Donkin brá öðru sinni. Þessi augu voru ónotaleg. Hann lokaði dyrunum fyrir aftan bak sér, hægt og varlega, en horfði þó stöðugt á James Wait. Það var eins og Donkin hefði lagt sig í hættu til að koma til hans og segja honum mikilvægt leyndarmál. Jimmý hreyfði sig ekki, en hann leit þreytulega út undan augnakrókun- um. ,,Logn?“ spurði hann. „Já“, svarði Donkin og settist á kistuna. Hann fann til vonbrigða, því að honum hafði ekki orðið að ósk sinni. Jimmý var vanur slíkum heim- sóknum, jafnt á nóttu sem degi. Einn kom, þegar annar fór. Þeir töluðu skýrt og greinilega, komu með hughreystandi orð og endurtóku gamla fyndni. Sérhver þeirra skildi eftir í éittþvað af lífsorku sinni, til að énduriíiýja lr.ú;ljansj.á lífið — hið ódrepandi lí'f. ’ ' i ýif'i! Jimmý geðjaðist ekki að því að vera einn í klefanum. Þegar hann var einn, sló út í fyrir honum. Hann var þá hvergi nærri viss um, að hann væri enn í klefanum, fannst helzt sem hann hefði aldrei þangað kom- ið. Annars var hann á góðum bata- vegi. Hann fann ekki til sársauka, ekki nú orðið, en hann gat ekki not- ið 'þessarra augljósu merkja um gott heilsufaÉ, ef jenginn var viðstaddur til að taka eftir þeíhi.' j, Nú, og þessi maður, sem sat þarna á kistunni, gat víst gegnt því híufverki, ejns og hver annar. Donkin : Veitti honum nákvæma athygli. „Nú er ekki langt heim“, mælti Wait. „Hvers vegna talarðu svona lágt?“ spurði Donkin með áhuga. „Geturðu ekki talað upphátt?11 Jimmý virtist móðgaður. Hann þagði góða stund, en sagði svo, í fjörlausum, daufum rómi: „Hví skyldi ég hrópa? Ég veit ekki betur en að þú hafir fulla heyrn“. „Jú, heyrnin er í lagi“, svaraði Donkin lágri röddu og leit niður fyrir sig. Honum var þungt í skapi og hann var að hugsa um að fara út, þegar Jimmý talaði aftur: „Það er gott að komast heim. Mér veitir ekki af því að ná í ærlegan Joseph Conrad. matarbita. . . Ég er alltaf svangur“. Donkin reiddist allt í einu. „Hvað þá um mig?“, hnusaði hann. „Ég er líka sísoltinn — og ég yprð ajði,vinna ... Já, þú að tala um sult!!“ ' ' : ' „Þú drepur þig nú ekki á vinn- unni“, sagði Wait veikum rómi. „En það eru tvær kexkökur þarna á neðri kojunni — þú mátt fá aðra þeirra. Ég get ekki étið þær“. Donkin beygði sig og rótaði til í horninu á kojunni. Þegar hann rétti sig upp aftur, var hann með munninn fullan. Hann tuggði í ákafa. Jimmý virt- ist blunda, með opin augun. Donkin láuk við kexkökuna og stóð á fæt- úr.: • ,■ „Ertu að fara?“ spúrði Jimmý og starði út í loftið. „Nei“, svaraði Donkin, eins og honum dytti það í hug í sömu and- ránni. í stað þess að fara, hallaði hann bakinu að lokaðri hurðinni. Hann starði á James Wait. Blámaðurinn lá þarna, langur, horaður og visinn, eins og' öll hold hans hefðu skorpnað að beinum í bræðsluofni. Horaðar beinakjúk- urnar á annarri hendinni hreyfðust létt við kojustoldtinn, eins og þær væru að slá hljómfallið í þrotlausu sönglagi. Það var ergilegt og þreytandi að horfa á hann. Hann var hvorki lífs eða liðinn. Donkin langaði þá til að reyna að hressa upp á hann, vita hvort hann væri fremur dauður en lifandi. „Um hvað ertu að hugsa?“, spurði hann hranalega. Um varir James Wait lék óhugn- anlegt bros. Þegar því brá fyrir i feigðarsvip þessa tálgaða og beina- bcra andlits, var það blátt áfrani hryllilegt. Slíkt ber ekki íyrir sjónir manna, nema þá í draumi. Hiö eina, sem gæti jafnast við þetta bros blá- mannsins, er það, ef mann dreymdi lík — og líkið risi upp og tæki að skrumskæla sig í framan. „Það var stelpa“, hvíslaði Wait. • ■ Hún rak frá sér þriðja vélstjóra a gufuskipi — bara fyrir mig . . . — Hún kann að sjóða ostrur . • • — alveg eftir mínum smekk . • • — Hún segist ekki taka neinn höfð- ingja fram yfir svartan hefðarmann — það er mig . . . „Ég hef nú alltaf gengið í augun á kvenfólkinu“, sagði hann og hækkaði röddina. Donkin trúði varla sínum eigin eyriun. Honum fannst þetta hneýksl- anlegt tal, „Gérði hún þáð? Já; eihmitt. . • Skil varla að þú gerir henni til góða hér eftir“, sagði hann með fyrirlitn- ingu. Wait heyrði ekki til hans, þv| að hann var víðsfjærri. Hann slagaði upp strætið, sem kennt er við Aust- ur-Indíu skipakvíarnar, og sagði vingjarnlega: „Komdu og fáðu eitthvað að drekka". Hann opnaði glerbúnar vængj3' hurðir. Fasmikill og öruggur gek^ hann að rauðaviðarborðinu, Þar sem afgreidd, voru drj'kkjarföngin- ; „Héldurðú að þú. kpmist nokkurn tíma í land?“, spurði Donkin reiði' lega. Wait hrökk upp úr draumor* um sínum. „Eftir tíu daga“, svaraði hann hiklaust. Því næst sneri hann aftm inn í ríki minninganna, þar sem tíminn er óþekkt hugtak. Þar vai hann óþreyttur, rólegur og öruggu1 um sinn hag. Þangað náði engin °' vissa. Þar komst hann eins neem-1 algjörri hvíld og hinu óumbreyt' anlega sígildi eilífðarinnar og hsegt er, hérna megin grafar. Honum lelð vel innan um lifandi minningar fof' tíðarinnar, og leið enn betur fyrir Þa sök, að þar taldi liann sig sjá fram í tímann — sjá það, sem hann ®tú eftir að lifa. Donkin skynjaði þetta óljóst, eiu® og blindur maður, sem reynir að

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.