Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 7
inn hávær. Stúlkurnar voru viðmóts- þýðar, en ekki ásæknar. Maður gat setið þarna í ró og næði við glas sitt, ef maður vildi, og það gerðu líka margir. Sumir sátu að spilum. Hér þekktust auðsjáanlega allir. Enginn hafði í frammi dónalega tilbúrði, og ekki varð af neinu ráðið, hvers kon- ar staður þetía í rauninni var. Ég var 'farinn að halda, að ég hefði farið húsavillt, því að þetta var svo ólíkt því, sem ég hafði ímyndað mér. Ég litaðist um, en sá ekki neina af skips- félögum mínum. Gleði manna jókst til muna við komu hins smávaxna gests. En þó var öllu svo í hóf stillt, að það styggði mig ekki. Roskin, svartklædd kona, í holdugra lagi, stóð á fætur og brosti vingjarnlega til mín. Þetta var auðsjáanlega maddaman sjálf, og þar eð hún réði hér húsum,' rétti ég henni blómvöndinn. Hún þakkaði gjöíina brosandi og rétti hana einni stúlknanna. Síðan lét hún glas á borðið fyrir framan mig, hellti í það einhverjum sætum vökva, en hafn- aði því boði mínu að setjast til borðs og drekka með mér. Kún benti bros- andi á húfuborðann minn og las á- letrunina á frönsku. Orðin þýddu auðheyranlega hið sama á báðum málunum. Hún endurtók þetta — „le invinsible“ — og lyfti um leið hend- inni, eins og hún væri að gefa mér til kynna, að henni þætti ég lágur í lofti. Þá hlógu gestirnir allir. Ég lét þetta gott heita og hló líka, þótt ég skildi ekki gamanyrðin, og þótti við- kúnnanlegt að heyra mig titlaðan m’sieur. Jæja — í Frakklandi eru allir m’sieur, jafnvel götusóparinn. Þetta samkvæmi var líkast dans- skemmtun úti í sveit. Karlmennirnir dönsuðu við stúlkurnar hverja af annarri og gáfu þeim hressingu þess á milli. Og hér voru engin svik í tafli. Verðið var fastákveðið, og stúlkurnar reyndu ekki að ginna gestina til þess að drekka meira en þeir sjálfir höfðu löngun til og efni á. Sjálfur drakk ég lítið, en dansaði þeim mun meira. Það leið að mið- nætti, og nú kom fararsnið á flesta gestina. Brátt var kyrrð komin á, og maddaman spurði mig á skn'tinni ensku með miklum nefhreim, hve- nær ég ætti að vera kominn á skips- fjöl. Ég sagði henni, að ég ætlaði alls ekki um borð — það væri staðfastur ásetningur minn að vera hér í nótt. ALÞÝDUHELGIN Svo gekk ég beint til þeirraiy stúlk- unnar, sem mér leizt bezt á — dökk- hærðar stúlku, sem hét Klara. Þá hlógu stúlku.rnar aftur, og maddam- an yppti öxlum á svipaðan hátt og blómasölukerlingin hafði gert, eins og hún viJdi ekki taka á sig neina ábyrgð á framferði mínu. Þær af stúlkunum, sem fengið höfðu næturgesti, fóru upp til her- bergja sinna. Við Klara rákum lest- ina, en maddaman varð eftir í veit- ingastofunni, taldi í peningakassan- um, lokaði ög slökkti ljósin. Það var heldur lágt á mér risið, þar sem ég elti Klöru upp stigann. Ég mændi á faliegan, snöggklipptan hnakkann, ávalar axlirnar og mjaðmirnar og granna, silkibúna fæturna — þetta var dýrðleg sjón — þetta var kona, sem bæði var góð og falleg, sérstak- lega þegar hún brosti. Þá sá maður drifhvítar tennurnar — framtenn- urnar tvær sköguðu ofurlítið fram. Mig langaði talsvert til þess að kyssa hana — en ekki heldur meira. Það var víðs fjarri mér, enda þótt við yrðum tvö ein í svefnherbergi henn- ar eftir örfáar mínútur. Ef hún hlægi nú að mér, þegar hún upp- götvaöi, að ég var alls ekki neitt þarfanaut, eins og félagar mínir komust að orði! Og að hátta fyrir augunum á henni! Ég fann, að mér hitnaði um eyrun. . . En ö)I þessi vandræði leystust, þegar inn í svefn- herbergið kom. Klara háttaði sig, eins og ekkert væri eðlilegra og sjálfsagðara, svo að ég gat farið að henr.ar dæmi feimnislaust. Þetta var ofur-auðvelt og sjálfsagt. Og nú var ég í fyrsta skipti á stuttri ævi minni kominn upp í rúm hjá stúlku. . . . Þetta var svo furðu- legt, að ég þorði ekki að hreyfa mig, heldur lá grafkyrr eins og tindáti, svo að ég yrði ekki misskilinn. Þann- ig lá ég lengi, þar til ég heyrði, að Klara var farin að hlæja. Þá hló ég líka, og öll vandræðasemi var úr sögunni. Ég veit ekki, hvernig það gerðist, en innan lítillar stundar vorum við búin að hjúfra okkur í púða í breiðu rúminu og farin að skoða myndir. Klara flutti langan fyrirlestur við hverja mynd, en ég skildi lítið af því, sem hún sagði, néma þarna var mamma hennar, þarna var pabbi hennar, og þarna var húsið, sem þau áttu heima í — það var skammt frá 295 Bordeaux. Þetta var unaðssæl stund. Það var skemmtilegt að vita, að Klara átti sér annan heim við hlið- ina á þeim, sem hún lifði í hér — að lrún átti föður og móður og systkini, eins og annað fólk, og hafði átt lieima í húsi með grænum vafnings- viði upp á miðja veggi. Ég hlustaði á hjal llennar, og fann, áð henni þótti vænt um þáð. Hún sýndi mér margar myndir af sjálfri sér. Á einni myndinni var hún aðeins tíu ára og stóð við garðshlið, klædd eins og fiskimannsdóttir, með einkennilegan höfuðbúnað og litla tréskó með mjóum tám. Mér varð strax hlýtt til hennar — hún hafði einu sinni verið lítil telpa á tréskóm og leikið sér í fjöruborðinu, safnað skeljum og byggt sér liallir úr sandi. Við skoðuðum myndirnar, reyktum eina sígarettu í félagi, IClara dreypti við og við á anisdrykk, en ég drakk einhverja sæta lellu, sem ekki var áfeng fremur en límonaði. Svo tók svefn að sækja á okkur bæði. Við kyssturhst, Klara slökkti ljósið, og svo sofnuðum við bæði værum svefni réttlátra — að minnsta kosti ég. ... Ég vaknaði klukkan átta morguninn eftir. Þá átti ég að vera farinn að bera á borð fyrir yfirmenn- ina. í stað þess lá ég hér. Ég vatt mér fram úr rúminu svo snögglega, að Klara vaknaði. Ég klæddi mig ófeiminn og þvoði mér, en Klara virti mig fyrir sér milli hálfluktra augnalolcanna. Um varir hennar lék bros, sem gerði mig hálf-ringlaðan, þótt það væri ástúðlegt. Svo var bar- ið að dyrum, og maddaman kom inn. Hún skiptist á fáeinum orðum við Klöru, leit á mig og hló góðlátlega og sagði síðan á nefhljóðsensku sinni, að hún ætlaði að koma með kaffi handa ungu ,hjónaleysunum. Að svo sem tíu mínútum liðnum kom hún aftur með morgunhressingu handa þremur. Síðan drukkum við saman morgunkaffi og borðuðum gott hveitibrauð og kex með marmilaði — Klara í rúminu, en ég og madd- aman sitjandi á rúmstokknum með bakkann á stól á milli okkar. Klukkan var orðin níu, þegar ég var ferðbúinn. Ég var orðinn alvar- lega skelkaður við þær viðtökur, sem ég átti í vændum, þegar ég kæmi um borð í skip mitt. Ég átti ekki von á, Frh. á 300. sfðu. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.