Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUHELGIN 299 Sven B. Jansson, um að koma vestur og rannsaka steininn. Þeir Kensing- ton-menn biðu þess nú fúllir ó- þreyju, að hinn lacrði maður, sera þeir höfðu með ærnum tilkostnaði sótt í aðra heimsálfu, ynni fyrir kaupinu sínu ng fellcii hinn mjög svo bráða úrskurð um háan aldur rúp- anna. Doktorinn hafði ekki starfað lengi að rannsóknum sínum, þegar hann varð þesg fullvís, að áletrunin var fölsuð. Og rétt áður en hann lagði af stað heim, eftir að hafa var- ið fullum þrem mánuðum til að rannsaka steininn, hélt hann út- varpsfyrirlestur um athuganir sínar, þar sem hann komst að þeirri niður- stöðu, að rúnirnar gætu með engu móti verið frá 14. öld, en mestar lík- ur bentu til hins, að maður af nor- rænum ættum, töluvert lesinn, en þó ekki mjög málfróður, hefði á ofan- verðri 19. öld rist rúnirnar á stein- inn. Þetta var mikið áfall fyrir „hina rétttrúuðu“. Mörg amerísk blöð birtu samvizkusamlega niðurstöður hins sænska vísindamanns, og gátu nokkurra helztu röksemda hans. All- margir, sem áður voru sannfærðir um gildi steinsins, gengu nú af trúnni, en þó voru hinir sízt færri, sem létu sér fátt um röksemdirnar finnast, og þótti hinn lærði maður illa launa góðar móttökur og höfð- inglegan viðurgerning. Hinn aldni heiðursmaður, prófessor Hjalmar Holand, sem um f.jörutíu ára skeið hefur barizt ákafri baráttu til að sanna áreiðanleik áletrunarinnar, reis nú upp til andsvara, þungotður, sár og reiður, líkt og þegar skapmik- ill heittrúarmaður á í höggi við guð- lausan spottara. Þegar rúnasteinninn ,,fannst“ árið 1898, í Kensington í Minnesota, var hann athugaður af fræðimönnum, sem kváðu þegar upp úr með það, að áletrunin væri fölsuð og síðari tíma tilbúningur. Þessu var aimennt trú- að fram til ársins 1907, þegar pró- fessor Holand hóf hina löngu og hörðu baráttu sína til að sanna forn- fræðigildi steinsins, en að því hefur hann nú unnið af óþreytandi elju, en helzt til mikilli einsýni og næsta kátlegu ofurkappi, í nálega heilan mannsaldur. Hann hefur skrifað um efnið hverja bókina á fætur annarri, hin síðasta þeirra kom út árið 1942. Og það er bezt að segja það eins og það er: Frá vísindalegu sjónarmiði hafa þær stöðugt farið versnandi, og í síðustu bókunum tekur alveg í hnjúkana. Skefjalítið hugmynda- flug, samfara átakanlegum skorti á gagnrýni, er þar allsráðandi. En dugnaður Hoiands og ódrepandi starfsþrek er aðdáunarvert, og ekki dreg ég það í efa, að hann trúir hverju orði, sem hann segir. Því verður ekki neitað, að mörg þeirra orða, sem rist eru á steininn, finnast í norsku og sænsku fjórtándu aldar máli. Engum hefur ennþá tek- izt að benda á þá heimild, sem frá- sögnin kynni að vera tekin úr, og meðan það hefur ekki verið gert, má ef til vill segja, að fullnaðarsönnun skorti fyrir því, að letrið sé falsað. En málfarið er hvorki norskt né sænskt fjórtándu aldar mál, né mál- far nokkurs annars tímabUs, heldur sambland af miðaldasænsku og mið- aldanorsku, en þó með greinilegum áhrifum frá enskri tungu. Og þetta bendir ótvírætt til þess, að áletrunin sé gerð á síðari tímum (19. öld), og þar hafi verið að verki maður, sem hvorki* kunni miðaldanorsku né sænsku til neinnar hlítar, og bland- aði jafnvel ensku inn í mál sitt. Allt frá árinu 1937 hefur þetta verið skoðun alls þorra þeirra málfræð- Kensingtonsteinninn. inga, sem hafa kynnt sér viðfangs- efnið að ráði, en það ár kvað þýzki rúnafræðingurinn prófessor Wolf- gang Krause upp úr um það, í mjög rökvíslegum fyrirlestri um Kensing- tonsteininn. Rúnir þær, sem ristar eru á stein- inn, mega heita nákvæmlega eins og þær, sem birtar voru í hinu svo- nefnda „rúnaalmanaki“, en það var alloft gefið út á 13. og 19. öld. Efni áletrunarinnar er á þessa leið: „8 Gautar og 22 Norðmenn á rannsóknarför úr vestri frá Vínlandi. Við höfum bækistþð við tvö sker, eina dagleið í norður frá þessum steini. Dag nokkurn vorum við að fiska. Þegar við komum heim, fund- um við 10 menn blóði stokkna og' dauða. Ave María frelsi oss frá illu. Höfum 10 menn við hafið að líta eft- ir skipum okkar, 14 dagleiðir ftá þessari eyju. Ár 1362“. Því verður tæplega neitað, að þessi frásögn er heldur ,,billeg“. Holland hefur reynt að tengja hana við ýms- ar landfræðilegar, menningarsögu- legar og sagnfræðilegar staðreyndir, en það er gert með svo gagnrýnilaus- um hætti, að maður hristir oft og tíð- um höfuðið. Að því er snertir hin sagnfræðilegu tengsl, sambandið við mjög óáreiðanlega frásögn um rann- sóknarleiðangur til Grænlands, sem átti að hafa verið farinn um daga Magnúsar Eiríkssonar, verður það vægast sagt, að allt er það mjög hæpið, raunar ágizkun ein, að heita má alveg út í bláinn. Ýmis forn- fræðileg atriði, sem Holland telur mikilsverð, eru ennþá haldlausari. Hinar málfræðilegu rannsóknir dr. Nordén eru þó þyngstar á met- unum og ber allar að sama brunni: Rúnirnar geta með engu móti veriö frá 14. öld. Það hefur fram að þessu gert mönnum nokkuð erfiðara fyrir um hina málfræðilegu rannsókn, að almennt hefur sá maður verið talinn sænskur, sem áritunina samdi. En dr. Nordén kemst að þeirri niður- stöðu — og færir sterk rök fyrir máli sínu — að hér hafi Norðmaður verið að verki. Virðist hanri hafa kunnað nokkuð í norrænu fornmáli, jafnvel vitað allgóð deili á hinum fornu rúnaristum, en skort þekk- ingu á ýmsum veigamiklum atrið- um, sem verða nú til þess að koma upp um hann. Enginn vafi er á því, að ensk tunga hefur verið honum 1

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.