Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUHELGIN 298 Er Kensingfonsteinnin Flestir kannast við blaðaskrif þau og cleilur, sem staðið hafa um hinn víðkunna rúnastein, sem fannst árið 1098 í Kensington í Minnesotafylki. Um stein þennan hafa verið skrifaðar margar ritgerðir og jafnvel heilar bækur. Deilurnar standa um það, hvort hann sé „ekta“, rúnirnar á hann ristar árið 1362 (eins og á steininum stendur), eða hvort einhver náungi á 19. öld hefur gert það sér til gamans að rista þær á steininn. Flestir nor- rænir fornfræðingar og málfræðingar munu nú vera orðnir sammála um bað, að rúnaristurnar á Kensingtonsteininum séu falsaðar, en nokkrir ámerískir fræðimenn og fjöldi blaðamanna víðs vegar um lönd hafa enn eigi horfið frá þeirri kenningu, að rúnirnar séu frá 14. öld, og því mevki- leg sönnun um ferðir norrænna manna úm vesturálfu heims á þeim tíma. Norski prófessorinn, dr. A. W. Brögger, ritaði nýlega grein um þetta efni í „Dagbladet" í Oslo. Grein hans fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu, dálítið stytt. Fyrir skömmu fekk ég bréf fra Belgíu, þar sem frá því var skýrt, að belgisk blöð hefðu nýlega birt á áberandi stöðum fréttir frá Amer- íku um „hinn stórmerka Kensing- tonstein". Og fréttirnar voru þær, að nú hefði loks tekizt að sanna, svo að óyggjandi væri, að hér sé um stórmerkar fornminjar að ræða. FyrirspUrnir, bréf og blaðagreinar frá Ameríku, Englandi og Norður- löndum bera þess og ótvíræð merki, hvílíka athygli þessar „nýju upp- götvanir11 hafa vakið. Norsk blöð hafa einnig flutt um þetta efni ýms- ar greinar, og hafa flestar þeirra, vægast sagt, átt lítið skylt við vís- indi eða staðgóða þekkingu. En þa:r hafa vakið áhuga margra Norð- manna á því, að vita hið rétta um stein þennan og uppruna hans. Mun ég hér á eftir leitast við að svara spurningu þeirri, sem vaknað mun hafa í margra huga. Er áletrun steins þessa ekta eða fölsuð? „Stórfréttin" um Kensingtonsteín- inn var þannig til komin, að amerísk fréttastofa básúnaði það út um víða veröld, með fullkomnustu áróðurs- tækni nútímans, að danski fornfræð- ingurinn prófessor Johs. Bröndsted hefði lýst því yfir fullum fetum, eft- ir að hafa rannsakað steininn ná- kvæmlega, að hann væri „ekta“. Og þegar svona frétt, sem fjöldinn vill trúa, er breidd úr heimsendanna á milli, með viðeigandi bægslagangi og áróðri, á einfaldur og bláber sann- leikurinn ósköp örðugt uppdráttar. í þessu efni var sannleikurinn blátt áfram sá, að prófessör Bröndsted hafði ekki sagt það, sem fréttin full- yrti, að hann hefði staðhæft. Hann hafði að vísu rannsakað steininn. Og hann sagði: „Málfræðingarnir einir geta gengið úr skugga um það, hvort rúnirnar á steininum eru ófalsaðar. Frá fornfræðilegu sjónarmiði fann ég ekkert, sem afsannaði það, að áletrunin gæti verið ekta.“ Þetta er varlega talað, og raunar leggur pró- fessorinn úrskurðarvaldið um Kens- ingtonsteininn í hendur málfræðing- anna. Þegar þess er gætt, að nálega allir sérfræðingar í norrænum mál- um, sem rannsakað hafa áletrun steinsins, eru sannfærðir um að hún sé fölsuð, er ákaflega fjarri lagi að draga þær ályktanir af orðum hins dapska fornfi’æðings, sem gert hefur verið. En þessi „rosafrétt" hefur valdið því, að deilurnar um Kensing- tonsteininn hafa risið upp að nýju, jafnvel ákafari en nokkru sinni fyrr. Meðal þeirra vísindamanna, sem síðast hafa ritað vísindalega um stejninn, er hinn mikilhæfi sænski málfræðingur dr., Arthur Nordén. Hefðu blaðamenn vorir, sem ákafast gleyptu fluguna um fornfræðilegt gildi steinsins, gott af að lesa ritgerð hans um mál þetta. Eins og flestum mun kunnugt, er svo frá greint í rúnaáletrun Kens- ingtonsteinsins, að rúnirnar séu i’ist- ar árið 1362 af sænsk-norskum könnunarleiðangri, sem kominn var til Vínlands í því skyni að rannsaka landið. Hefðu leiðangursmenn upp- haflega verið 40 að tölu, en allmarg- ir væru nú fallnir fyrir árásum Ind- íána. Steinn þessi hefur nú á síðustu árum verið gerður að eins konar helgigrip, kallaður „fyrsti og merk- asti minnisvarði liins hvíta kyn- stofns í vesturálfu heims“ og fleira þar fram eítir götunum. í fyrra var steinninn fluttur til Washington og trímar þar nú í eins konar öndvegi í „Smithsonian Institution". Streymir þangað dag hvern mikill mannfjöldi til að skoða steininn. Þrátt fyrir mjög almenna og rökstudda ótrú vís- indamanna á sanngildi þeirra orða, sem rist hafa verið á steininn, virð- ist fjöldi manna trúa þeim eins og nýju neti, fagna hverri tilraun til að staðfesta áreiðanleik áletrunarinnar, hversu illa rökstudd sem hún er, en hlusta helzt ekki á röksemdir, sem hníga í gagnstæða átt. Fólk vill. trúa. því, að Kensingtonsteinninn sé ekta, og þá er ekki að sökum að spyrja. Mörgum Ameríkumönnum af nor- rænum ættum er þetta eigi alllítið tilfinningamál. Er þeim ef til vill nokkur vorkunn, en þó mættu þeir fylgja hinu gamla og góða fordæmi Pílatusar og spyrja: Plvað er sann- le'ikur? Prófessor Johs. Bröndsted fór til Ameríku á vegum félagsskapar þess í Bandaríkjunum, sem hefur það að markmiði, að sanna gildi Kensing- tonsteinsins. Auðvitað vildu með- limir félagsins „fá sem mest fyrir peninga sína“, er þeir höfðu kostað lærðan mann vestur, helzt öruggar sannanir, að minnsta kosti jákvæða yfirlýsingu. Prófessorinn var þó mjög varkár. „Frá fornfræðilegu sjónarmiði fann ég ekkert, sem af- sannaði það, að áletrunin gæti verið eki:a.“ Oröalagið ber það með sér, að hann hefur ekki fundið neitt, sem sannaði, að hún væri ekta. Og hann lætur spurningunni um aldur rún- anr.a ósvarað, telur það fyrst og fremst á færi málfræðinga. Félag hinna trúuðu lét það að vísu berast út um allan heim, að hinn danski vísindamaður teldi Kensir.g- tonsteininn ófalsaðan, en þó virðast menn ekki hafa verið fyllilega á- nægðir. Betur skyldi um hnútana búið. Nú þurfti að taka málfræði og rúnafræði í þjónustu þessa mikil- væga málefnis. Næst var samning- ur gerður við einn mikilhæfasta og kunnasta rúnafræðing Svíþjóðar, dr. t

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.