Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 22

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 22
YFIRLIT UM GRÓÐURLENDI. 1. Holt og melar. Þetta gróðurfélag er útbreiddast. Til þess má telja þann liluta hrauns- ins, sem ekki er vaxinn skógi. Undirgróður í skóginum má líka víða teljast til þess, svo og mikill hluti Fljótsheiðarinnar. Mánafell, Múla- stöpull, Fagranesmór og sumir hólmarnir í Vestmannsvatni, eru aðal- plássin, þar sem þessi gróður ræður. Heita má að þessi pláss séu öll vel gróin. Helzt er Mánafell nokkuð blásið ofan til, að norðan og vestan, og liábúngan á Skrattafelli að norð- an og austan. Nokkrir melar eru og á norðanverðum Múlastöpli. Þær plöntur sem gefa þessu gróðurlendi aðalsvipinn, eru einkum lyngtegundir. í hrauninu eru víða flákar með sortulyngi, annarsstaðar er það lítið. Beitilyng er víða, en krækilyng er þó einna útbreiddast. Sauðamergur(limur) er livergi svo mikið að hann geti talizt aðalplanta. Bláberja- og aðalbláberjalyng er víða yfirgnæfandi, einkum í brekku- höllum og hlíðum. Fjalldrapi er víða en yfirleitt fremur lítið af honum, og vantar hann sumsstaðar alveg í nánd við bæina. Rjújmalauf er mik- ið útbreitt, en ekki aðalplanta nema á litlum blettum á hæstu stöðum. Á melum eru algengastar tegundir: fjallasveifgras, blásveifgras, ló- gresi, gullintoppa, holurt, lambagras, músareyra o. fl. Hæsta bungan á þessu svæði, sem ég fór um er Skrattafell. Efst á því er melur. Þar taldi ég eftirfarandi tegundir: Carex rupestris. 9. Poa alpina. Carex glacialis. 10. Poa glauca. Cerastium alpinum. 11. Polygonum viviparum. Draba nivalis. 12. Salix herbacea. Dryas octopetala. 13. Saxifraga caespitosa. Kobresia myosuroides. 14. Silene acaulis. Empetrum nigrum. 15. Thymus arcticus. Luzula spicata. 16. Trisetum spicatum. Víða um hraunið eru smærri og stærri blettir, sem til að sjá eru öld- ungis gróðurlausir. Er það einkum um miðbik hraunsins og ná þeir hvergi út í jaðra þess. Ekki er neitt samband á milli þeirra. Hraunið í rnörgum þeirra er úfið og illt yfirferðar. Þó að blettir þessir sýnist í fljótu bragði gróðurlausir, eru þeir í rauninni fjölskrúðugri en víða þar sem vel er gróið. Plöntueinstaklingarnir eru aðeins mjög strjálir. 20 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.