Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 53

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 53
gróðursveitir í eitt fylki, sem kallast gæti Kobresieto-Juncion trifidi, eða Þursaskeggs-móasefs fylki. Á rannsóknarsvæðum þeim, sem ritgerð þessi fjallar um er gras- heiðin lítt útbreidd, enda liggur meginhluti miðhálendisins að veru- legu leyti fyrir ofan aðalsvæði grasheiðarinnar. Þær fáu athuganir, sem fyrir hendi eru, eru allar af Kaldadalssvæðinu, í rúmlega 300 m hæð, og hin hæsta úr tæplega 400 m hæð. Grasheiðin á þessu svæði er engan veginn dæmigerð, því að víðast hvar er mikill gamburmosi (Rhaco- mitrium), svo að stundum getur vafi verið á, hvort gróðurhverfið heyri til grasheiði eða mosaheiði. Þó hefi ég talið þessi svæði til grasheiðar- innar, af því blómplönturnar gefa landinu meiri svip en mosinn. Eg lrefi aðgreint hér tvö gróðurhverfi, eftir því hvorrar tegundarinnar, móasefs eða þursaskeggs, gætir meira. En ef litið er á töfluna sést, að tíðnimunurinn er ekki meiri en svo, að þessi aðgreining gæti verið vafasöm. 55. Móasefs-krœkilyyigs hverfi (Juncus trifidus-Empetrum hermafrodi- tum soc.) (Tab. XX A-B 3.) Athugunin er aðeins ein frá Uxahryggjum við Kaldadal í 360—380 m hæð. Gróðurtalningin er gerð í flötum hallandi mó utan í ás, en ofar í áshallinu verður mosaþemba, og efst er melur. Snjór liggur hér lengur en í mosaþembunni. Móasef (J. trifidus) drottnar algerlega í gróðursvip, en þekur ekki miklu meira en krummalyngið (E. herma- froditum). Dálítið ber á víðitegundum (Salices), stinnustör (Carex Rigelowii), túnvingli (Festuca rubra) og vallelftingu (Equisetum prate7ise). Hverfi þetta virðist skylt J. trifidus soc. í Skandinavíu. Hverfið er tegundamargt, norrænu tegundirnar, A-flokkurinn, í mikl- um meiri hluta. H er ríkjandi lífmynd, en Ch gætir þó verulega. 56. Þursaskeggs-stinJiustarar hverfi (Kobresia myosuroides-Carex Bige- lowii Soc.) (Tab. XX 4-7.) Eins og þegar er getið grípa þessi gróðurhverfi 56 og 55 mjög hvort inn í annað. Sá munur er þó á staðháttum þeirra, að þursaskeggs hverf- ið (56) er á veðurbarðari og snjóléttari stöðum en hitt. Enginn megin- munur er á þursaskeggs hverfum í heiði og brekkum eins og fyrr er ritað (Flóra II. 46—47). Á rannsóknarsvæðum mínum hefi ég ekki at- hugað þursaskeggsheiði, nema á Kaldadalssvæðinu. Á því sunnanverðu er gróðurhverfi þetta útbreitt. Alls staðar er mikið um gamburmosa, 4* TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.