Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 56

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 56
heldur hrjónótt en eiginlega þýft. Annars fer þýfi verulega eftir jarð- vegsþykkt og rakastigi. Utan í ásum og hólum er þýfið meira og stundum stórþýft. Jarðvegur er mjög misþykkur, frá nokkrum sentimetrum og upp í 2—3 metra. Ég hefi mælt rofbörð á Kili utan með krækilyngsheiði upp í fulla 3 metra, en þar hefir vit- anlega áfok átt þátt í að gera þau hærri. Alls staðar þar, sem þessi gróðursveit er, mun vera allsnjóþungt, en annars er afstaða krækilyngs- tegundanna til snjóþyngsla allbreytileg, og er þar enginn munur þeirra. Einna skýrast hefi ég séð þetta á Fljótsheiði. Það skal þó tekið fram, að heiðin er öll fremur snjóþung. Land er þar víðast öldótt, ávalar ásabungur og grunnar dældir, þar sem heiðagróðurinn þó helzt órof- inn. Víðast hvar eru fjalldrapi (Betula nana) og víðir (Salices) áber- andi. Þessir runnar haga svo útbreiðslu sinni, að efst á bungunum er krækilyngið algerlega einrátt, eða sums staðar blandað holtasóley. Þar sem ögn lægra ber á nær fjalldrapinn hámarki sínu, en í dýpstu dæld- unum hverfur hann með öllu, en krækilyng og víðir verða drottnandi. Þannig virðist krækilyngið vera ónæmt gagnvart snjódýptinni á þessu svæði, en hinir runnarnir skipta sér í belti ei’tir snjólaginu. Vitanlega kemur skjól og raki hér einnig til greina. Rétt er þó að taka fram, að krækilyngið hverfur að mestu á þeim stöðum, sem snjóberastir eru og mest veðurbarðir. í allri krækilyngssveitinni er krummalyng (E. herm- afroditum) drottnandi annaðhvort í gróðursvip eða fleti, en oftast þó hvorttveggja. Samt er það svo, þar sem fjalldrapi eða víðir ná veru- legri tíðni, gætir þeirra meira í gróðursvipnum, af því þeir eru há- vaxnari en lyngið. Algengustu tegundir þessarar gróðursveitar eru: (Tölurnar sýna í hve mörgum blettum af 25 þær hafa fundizt). Krummalyng (E. hermafroditum) 25, bláberjalyng (Vaccinium uligi- nosum), túnvingull (Festuca rubra), kornsúra (Polygonum viviparum) 24, geldingahnappur (Armeria vulgaris), brjóstagras (Thalictrum al- pinum) 21, stinnastör (Carex Bigeloiuii), sauðamergur (Loiseleuria procumbens), fjalldrapi (Belula nana) 18, grávíðir (Salix glauca) 17. Hinsvegar er mikill munur tíðni þeirra í einstökum gróðurhverfum, og ekki síður á fleti, eða gróðursvip. Samanburður á þessari gróðursveit við önnur lönd er dálitlum vandkvæðum bundinn, þó virðist mér íslenzka krækilyngssveitin heyra til fylkinu Loiseleurieto-Arctostaphilion Kalliola 1930 eða Empetrion emyrtillosum (Du Rietz 1943 p. 133) í Skandinavíu. Þá er íslenzka gróðursveitin í furðugóðu samræmi við Empetreto-Vaccinietum í Alpafjöllunum (Braun Blanquet 1926). Það sem helzt greinir milli ís- lenzku gróðursveitarinnar og þeirra skandinavísku er, að miklu meira 54 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.