Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 63

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 63
I ritgerð minni um Melrakkasléttu (Steindórsson 1937 p. 464) hefi ég lýst holtasóleyjarhverfi þar sem holtasóleyjan (D. octopetala) var algerlega ríkjandi, en næst henni gengu krækilyng (Empetrinn) og loð- víðir (S. lanata). Stinnastör (Carex Bigelowii) var þar áberandi, en fjalldrapa (B. nana) vantaði algerlega og bláberjalyng (V. nXiginosum) var sáralítið. Þar er um að ræða fullkomið holtasóleyjarhverfi. I Skrá (Steindórsson 1951) er einnig nefnt holtasóleyjarhverfi, þar sem engin önnur tegund verður ríkjandi, hvorki í gróðursvip né fleti. Sakir of fárra athugana treystist ég ekki til að gera samanburð við þessi hverfi. En það er með hálfum huga, að ég færi þetta hverfi undir krækilyngs- sveitina, sanni nær mun vera að það sé meðalform milli krækilvngs- og holtasóleyjarsveita. Lítinn vafa tel ég þess, að holtasóleyjar hverfin íslenzku séu skyld holtasóleyjar hverfum í Skandinavíu, eða fylkinu Kobresieto-Drya- dion. Einkum virðist mér mikill skyldleiki með íslenzku hverfunum og Dryas-Heide í Norður-Finnlandi Kalliola 1932 og 1939, Söyrinki' 1938. Jafnvel má finna þar verulegan skyldleika með hverfi því sem hér er um rætt. Tvö atriði er þó vert að taka fram. Öllum skandinavisk- um höfundum kemur saman um, að holtasóleyjarhverfin komi aðal- lega þar fyrir, sem snjólag er stöðugt yfir veturinn, en er fremur þunnt og leysir snemma. Nordliagen (1928 p. 248) og Söyrinki (1938 p. 32) geta þó um undantekningar. Eftir því sem ég veit bezt, eru holtasól- eyjar hverfin á íslandi venjulegast á svo snjóléttum stöðum, að snjór getur ekki verið þar stöðugur í venjulegum vetrum. Þá er holtasóleyj- an í Skandinavíu alltaf tengd við kalkríkan jarðveg. Sá jarðvegur er ekki til á íslandi, svo að kalkið út af fyrir sig getur naumast verið skil- yrði, heldur hitt að hún þoli ekki súran jarðveg. Um einstaka bletti er ekkert sérstakt að segja. b. Beitilyngssveit (Callunetum vulgaris). Gróðursveit þessi heyrir naumast til hálendisgróðrinum. Þær fáu athuganir, sem eru fyrir hendi, eru í útjöðrum hálendisins í um 300— 370 m hæð, en þar fyrir ofan hefi ég ekki fundið fullþroskaða beiti- lyngssveit. Hæðarútbreiðsla þessarar sveitar samsvarar þannig að kalla má aðalbláberjasveitinni (Vaccinietum Myrtilli) í snjódældunum, en nær miklu skemmra upp á við en krækilyngssveitin, en líklega nær hrein holtasóleyjarsveit ekki svo hátt upp. Skýrust efri mörk beitilyngs- sveitarinnar hefi ég séð á Kaldadal. Fyrir neðan 300 m hæð er sveitin algeng á allvíðlendum svæðum, en ofan við 350 m hæð sá ég hvergi TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.