Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 66

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 66
nær þursáskegg (Kobresia myosuroides) verulegri tíðni, sauðamergs (Loiseleuria procumbens) og túnvinguls (Festuca rubra) gætir veru- lega. Hlutföll tegundaflokka og lífmynda eru alllík því, sem er í kræki- lyngs-holtasóleyjarhverfinu, enda eru staðhættir líkir. Er þetta einn hinna fáu staða, þar sem ég hefi séð beitilyngs hverfi þar sem fremur er snjólétt og áveðra. Þó er þess að gæta, að athugunin er gerð í víð- áttumikilli dæld, þar sem snjór getur haldizt stöðugur allan veturinn, þótt hann að öllum líkindum sé grunnur. c. Víðiheiði, grávíði-loðviði-sveit. (Salicetum glaucae-lanatae). Ein algengasta gróðursveit hálendisgróðursins á íslandi er víðiheið- in (Salicetum), eða víðigrundin, eins og ég hefi stundum kallað hana. Gróðursveit þessa er hvarvetna að finna, þegar kemur upp fyrir 400 m hæð, þar sem jarðvegur er hæfilega þurr, má segja að frá um 450 m hæð taki hún sæti krækilyngsheiðarinnar, og blettir með víðiheiði geta fundizt upp undir 700—750 m hæð. Þó er það reglan, að fyrir ofan 600 m tekur luin að verða sjaldséð, enda er þá að jafnaði lítið um samfelld gróðurlendi. Einkennistegundirnar eru grávíðir (S. glauca) og loðvíðir (S. lanata). í miðhálendinu vaxa þeir sjaldnast saman, grá- víðirinn er á rakari stöðunum en loðvíðirinn þar sem sendnara er og þurrara. Þannig skiptist gróðursveitin í tvær megindeildir grávíðideild og loðvíðideild. Takmörk víðiheiðarinnar og annarra gróðurlenda eru enganveginn skýr. Grávíðihverfin eru, eins og fyrr getur, þar sem fremur er raklent, og snjór getur legið alllengi. í votlendi hverfur gróðursveitin smám saman yfir í mýri eða flóa. (Sbr. Steindórsson 1945 pp. 434-439). Á rannsóknarsvæðum þeim, sem hér um ræðir, er víðiheiðin mjög misjafnlega útbreidd. Um sunnanverðan Kjöl hverfur hún mjög fyrir krækilyngsheiðinni, en nær aukinni útbreiðslu norðar, þegar raklend- ara verður. Á Gnúpverjaafrétti gætir hennar fremur lítið, og nær hún þar óvíða yfir stór svæði. Á Kaldadalssvæðinu er sáralítið um hana, og eins á Holtavörðuheiði, sem raunar skiptist að mestu milli mýra og mosaheiðar. Á Bárðdælaafrétti er víðiheiðin hinsvegar mjög útbreidd. Á lægri svæðum afréttarins skiptist hún að nokkru á við krækilyngs- heiðina, en þegar kemur inn fyrir byggð verður hún að mestu einráð í heiðargróðrinum. En þar er loðvíðiheiðin yfirgnæfandi. í ritgerð minni 1945 er engu loðvíðihverfi lýst, því að á þeim svæðum, sem sú ritgerð fjallaði um, voru víðiheiðarnar yfirleitt raklendar. Eftir því sem séð verður af bókum, stendur víðiheiðin íslenzka ekki 64 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.