Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 67

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 67
í nánu sambandi við nokkurt gróðurlendi í Skandinavíu. Hinsvegar hefi ég bent á (Steindórsson 1945 p. 437), að skyld gróðurlendi kunni að vera í Grænlandi, þótt óvíst sé um náinn skyldleika þeirra. Að svo stöddu hygg ég rétt að telja víðiheiðina sem sérkenni ís- lenzks hálendisgróðurs, sem vanti hliðstæður í nágrannalöndunum. Af þessu er erfitt að skipa henni í hin viðurkenndu gróðurfylki. Má þó vera að rannsókn á láglendis hverfum víðiheiðarinnar gæfi þar nokkra leiðbeiningu, en eftir því sem vér vitum nú, virðist hún helzt heyra til Loiseleurieto-Arctostaphylion. Víðilieiðin er hálendisgróðursveit, sem kemur að nokkru í stað krækilyngsheiðarinnar á láglendi. Hér verður lýst nokkrum hverfum víðiheiðarinnar. Þau eru sjaldn- ast skýrt mörkuð hvert frá öðru, og mjög víða eru meðalform, og sjálf hverfin allbreytileg eftir vaxtarstöðum. Glögg skil eru hinsvegar milli grávíði og loðvíðisveitanna, því að loðvíði vantar algerlega eða því sem nær í grávíði hverfunum. Grávíðisveitin (Salix glauca ass.) Eins og fyrr getur er grávíðisveitin ætíð bundin við fremur rakan jarðveg, stundum, svo að nálgast mýri. Hún er oft í mjóum ræmum meðfram flóa- og mýrasvæðum eða á grónum eyrum fram með ám og vötnum, jafnvel jiar sem vatn flóir yfir í vatnavöxtum. Gróðurbreiðan er sjaldan samfelld, heldur með smárofum, sem annaðhvort eru með nakinni moldinni eða lítt þroskaðri snjómosa skorpu (Anthelia). Þar sem rakast er og sandfok ekki að ráði, verða mosar oft áberandi (hverfi 67). Snjór mun oftast allmikill. Grávíðiheiðin virðist allviðkvæm gegn sandfoki, ef raki er ekki nægur til að binda sandinn. Grávíðir (Salix glauca) er alls staðar drottnandi tegund, bæði í gróðursvip og fleti. Annars virðist hann haga sér mjög einkennilega gagnvart raka og snjó- lagi og minnir þar i sumu á stinnustör (Carex Bigelowii). Hann vex í votlendi, nema allra blautustu flóahverfunum. Síðan finnst hann meira eða minna í allflestum gróðursveitum, allt upp í mosaþembur og mela, sem eru þurrustu og vindblásnustu gróðurlendi hálendisins. Líkt má segja um snjólagið. Grávíðir finnst í snjódældum, en einnig á hinum snjóléttustu stöðum. Hámarki útbreiðslu og þroska nær hann þó í meðalröku landi, þar sem snjódýpi er í meðallagi eða heldur meira. Á slíkum stöðum ná grávíði hverfin fyllstum þroska og mestri útbreiðslu. í víðiheiðinni er grávíðirinn ætíð lágvaxinn, venjulega aðeins ör- fáir sm. Hávaxnari er hann í krækilyngsheiði og snjódældum. Eftir- taldar tegundir finnast að kalla í öllum hverfum grávíðiheiðarinnar: 5 TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.