Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 71

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 71
66. Gráviði-grasvíði-krækilyngs hverfi (S. glauca — S. herbacea — E. hermafroditum soc.) (Tab. XXV. A—B 6—8). Hverfi þetta er einnig einungis athugað á Kili. Það er einskonar meðalform milli krækilyngssveitarinnar og víðisveitarinnar, enda er það þar sem þessar tvær sveitir mætast. Hverfið er yfirleitt á þurrum stöðum. Einkennistegundirnar þrjár eru álíka sterkar, og á engum öðr- um tegundum ber nokkuð að ráði, þrátt fyrir allmikla tíðni sumra þeirra. Túnvinguls (Festuca rubra) gætir þó nokkuð, og í einum blett- inum er týtulíngresi (Agrostis canina) áberandi. Beitieski (Equisetum variegatum) nær allhárri tíðni. A% er með því liæsta, sem það nær í þessari gróðursveit. Ch% er einnig hátt. Einstakir blettir: Blettur XXV. 6 innst í Fróðárdal í um 450 m hæð. Hverfið nær þar yfir allstórt svæði, og er greinilegt byrjunarhverfi (Pionær soc.) á ár- eyrum, með þunnum og rökum jarðvegi. Gróður er ósamfelldur. Krummalyngið (£. hermafroditum) er meira áberandi en víðirinn. Út- lit gróðursins bendir til þess að þarna sé víðiheiði að verða til. Blettir XXV. 7—8, Þverbrekkuver í um 520 m h. Jarðvegur er þunnur ofan á hrauni, og því dálítið mislent. Blettur 7 er í lægð, en þar er grávíðirinn (5. glauca) algerlega drottnandi, en háplöntugróður- inn er ekki fyllilega samfelldur. Blettur 8 er þar sem hærra ber á. Þar er nokkuð af fjallagrösum (Cetraria islandicá), á milli þessara bletta kemur fram krækilyngs-sauðamergshverfi Tab. XXIV. 11. Á allra hæstu rimunum hverfur háplöntugróður að mestu, og fram kemur hrein mosaþemba (Rhacomitrium). Þetta gróðurlag er þarna á allstóru svæði um innanverða Tjarnheiðina, eftir að komið er í hraunið. Þeg- ar lengra dregur inn í hraunið, og lautirnar gerast dýpri verður snjó- dældagróður í lautunum en mosaþemba drottnandi á öllum hæðun- tun. Hverfi þetta er náskylt 57. hverfi, en svipur þess er annar og því eru þau aðgreind hér. 67. Gráviði-grasviði hverfi með mosa (Moosreich S. glauca-Salix herba- cea soc.) (Tab. XXIII. A—B 9-12). Þetta hverfi hefir einungis verið athugað á Gnúpverjaafrétti. Það er náskylt hverfi 64 og ætíð í sambandi við það. Hefði ef til vill verið réttmætt að sameina þau í eitt. Að svo er ekki gert, er af eftirfarandi astæðum, í 64. hverfi er háplöntugróðurinn svo samfelldur, að hann yfirgnæfir algerlega í fleti, og mosa gætir sums staðar mjög lítið í tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.