Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 87

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 87
Og kornsúra (Polygonum viviparum), sem alls staðar eru ríkjandi teg- undir og setja svip á háplöntusamfélagið. Ef til vill væri rétt að færa þessa sveit sem eitt hverfi, en þó með afbrigðum. Aðrar algengar teg- undir eru: geldingahnappur ( A. vulgaris), lambagras (S. acaulis), og beitieski (E. variegatum), sem allra gætir tiltölulega meira hér en í stinnustararsveitinni. Álíka í báðum sveitum eru: túnvingull (F. rubra), en stinnastör (C. Bigelowii), krummalyng E. hermafroditum), klóelfting (E. arvense), brjóstagras (T. alpinum) og axhæra (L. spi- cata) eru miklu sjaldséðari hér. Hálmgvesis (C. neglecta) gætir hér aldrei að marki. í einu hverfi nær mosalyng (Cassiope hypnoides) há- marki innan mosaheiðarinnar. Allverulegur munur er á hlutföllum tegundaflokka og lífmynda í þessum sveitum, einkum er áberandi hve A% og Ch% er hærra í grasvíðisveitinni. 74. Grasvíði-mosalyngs-konisúru hverfi. (Salix herbacea-Cassiope kypnoides-Polygonum viviparum soc.) (Tab. XXXII. A—B 1—6). Allar athuganir á þessu hverfi eru gerðar í Kjalhrauni, 1 skammt suður frá Hveravöllum, en hinar að kalla má í beinni línu frá Þjófa- felli að Strýtum. Hæð 1 um 600 m, 2—3 700—750 m, 4—6 790—820 m. Mikill hluti hraunsins er á þessu svæði samfelld mosaheiði að kalla tná, nema þar sem hraunnibbur standa upp úr mosabreiðunni, og í dýpri dældum, þar sem mosinn (Rhacomitrium) hverfur yfir í snjó- dældagróður. Má sjá þess merki á tegundum sumra blettanna að at- huganirnar eru gerðar of nærri mörkum þeim, sem hverfin mætast í. Einkennistegundirnar þrjár, grasvíðir (S. herbacea), mosalyng C. hyp- noides) og kornsúra (P. viviparum) eru hvarvetna ríkjandi meðal há- plantnanna. Stinnastör (C. Bigeloiuii) nær allmikilli tíðni, en er alls staðar mjög strjál. Krummalyngið (E. hermafroditum) er svo mikið 1 bletti 1 að það nálgast næsta hverfi (75). Aðrar algengar tegundir eru: beitieski (E. variegatum), túnvingull (F. rubra) og lambagras (S. acau- Hs). Tegundir eru fáar. A% er mjög hátt, 80—100. Blettir 1 og 4—6 eru ;i flötum í hrauninu. Alls staðar er gamburmosinn (Rhacomitrium) langsamlega yfirgnæfandi í fleti, en fléttna (Lichenae) gætir nokkuð, emkum fjallagrasa (Cetraria) og gráskófar (Stereocaulon). Snjór virðist vera þarna í meira lagi, eftir því sem vænta má í mosaheiði. Blettur 3 er á hraunkambi, þar sem greinilega er snjólétt. Þar er grasvíðir (S. herbacea) og mosalyng (C. hypnoides) nær einu háplönturnar, sem nokkuð gætir. Mikið er af fjallagrösum (Cetraria). Blettur 2 er hins vegar í lægð, sem nálgast snjódæld. Þar þekur grasvíðir (S. herbacea) TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRyEÐI - FlÓra 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.