Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Qupperneq 101

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Qupperneq 101
FLÉTTUR OG BÚFÉ. Sumarið 1962 kom ég að bænum Höfða við austanvert Mývatn. Bærinn stend- ur alveg á vatnsbakkanum, framan við háan klettahöfða, sem hann er kenndur við. Jörðin er nú í eyði, og mun svo hafa verið um nokkurt skeið, en sjálfur höfðinn og umhverfi hans er friðað fyrir búfé. Hafa þar verið gróðursettar trjáplöntur og er þar að vaxa upp hinn fegursti skógur, af birki, reyni og ýmsum barrviðum. Mývatn liggur sem kunnugt er um 300 m yfir sjávarfleti, en það virðist ekki há trjágróðrinum jjar hið minnsta, enda er hér meginlandsveðrátta hvað mest á land- inu og gerir það gæfumuninn. Það sem mest vakti athygli mína, var þó ekki skógargróðurinn, heldur hinn ríkulegi fléttugróður, sem þróaðist uppi á Höfðanum og utaní honum, og vart mun eiga sér líka hér á landi. Voru þarna samfelldar breiður af runn- og blaöfléttum, sem þöktu stór svæði, svo að varla sást þar annar gróður utan kyrkingslegt gras og fáeinir mosar. Mest kvað að tröllagrösum (Alectoria ochroleucea), fjallagrösum (Ce- traria islanclica), maríugrösum (Cetraria nivalis), mývatnsgrösum (Cetraria cucul- lata), kræðu (Cornicularia aculeata) og engjaskóf (Peltigera). Voru þessar fléttuteg- undir óvenju stórvaxnar og fallegar. Mynduðu sumar þeirra hreinar breiður, en oft- ar var þó sambland af mörgum tegundum. Mátti þarna sjá næstum alla regnbogans liti í fléttugróðrinum og mynduðu þeir einkennilega samanslungna mósaíkmynd. Við slíka sýn, hlýtur sú spurning að vakna, hvort þessi ríkulegi fléttugróður stafi af friðuninni. Tel ég vafalaust, að svo sé, enda hefi ég tekið eftir svipaðri aukn- ingu fléttugróðurs á öðrum friðuðum svæðum. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þeirrar niðurstöðu, að fénaður bíti fléttur ekki síður en ýmsar blómjurtir. Hygg ég, að það mál sé enn lítt kannað. Það er vitað að ýmsar tegundir fléttna, svo sem fjallagrösin, gefa hinum beztu fóðurjurtum lítið eftir livað snertir næringargildi. Eystra er það útbreidd Skoðun, að hreindýrin bíti fjallagrösin og spilli grastekj- unni. Þykjast menn hafa tekið eftir verulegri minnkun þeirra síðan hreindýrastofn- mum fjölgaði á síðari árum. Samkvæmt athugunum, sem dr. Sturla Friðriksson og Stefán Aðalsteinsson búfræðing-ur, gerðu á innihaldi úr tveimur hreindýravömbum, fundust í jseim um 5—6 prosent fléttur. Var þetta þó að sumarlagi, jíegar dýrin hafa ur nógu öðru að moða. Að vetrinum er hundraðstala fléttnanna í beitinni efalaust uuklu hærri. Nú eru hreindýrin að vísu arktísk dýr, sem vanist hafa fléttubeit frá °rofi alda. Margt bendir til Jjess, að þessu sé eitthvað líkt farið með sauðkindina, enda þótt mér sé ekki kunnugt um rannsó'knir í }jví efni. l'létturnar hafa það fram yfir blómjurtirnar að Jrær halda beitargildi sínu allt arið um kring, Jjar sem þær síðarnefndu breytast á haustin í næringarlitla sinu. Efalaust er hér merkilegt rannsóknarefni fyrir búfræðinga framtíðarinnar. HEIMILDIR. Eriðriksson, Sturla: íslenzku hreindýrin. Náttúrufræðingurinn 30. árg., 1. h. 1960. H.Hg. 7 TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.