Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 30
„Meira að
segja í klefan�
um eftir leik fann
ég ekki fyrir neinni eft�
irsjá. Mín sýn á hlutina
er þessi: Sök bítur sekan.
Hann fékk það sem hann
átti skilið. Auga fyrir auga,“
sagði Keane eftir harða tæklingu af hans hálfu sem endaði feril Alfs Inge Haaland leik�
manns Manchester City.
Roy Keane, framkvæmdastjóri Sunderland, á
blómlegan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.
Á síðasta ári varð hann framkvæmdastjóri Sund-
erland og hefur staðið sig vel sem slíkur. Keane
er maður aðgerða og hann dansar sjaldan í kring-
um kjarna málsins eins og köttur í kringum heitan
graut.
Hann vakti mikla athygli fyrir skömmu þegar hann
gagnrýndi leikmenn í knattspyrnu í dag fyrir að
velja lið til að spila með eftir því hvort nægar versl-
anir væru fyrir konurnar til að fara í innkaupaferð-
ir í heimaborg liðsins. Knattspyrnan sé aukaatriði hjá
þessum leikmönnum sem upp til hópa séu veikgeðja
og láti allt undan konum sínum.
Í gegnum tíðina hefur hann oft látið í sér heyra en hér
eru nokkur af eftirtektarverðustu ummælum Keanes:
föstudagur 24. ágúst 200730 Sport DV
Roy Keane er ólíkindatól sem
sjaldan situr á skoðunum sín-
um. Hér eru nokkur af fræg-
ustu ummælum Keanes.
KALLAR
EKKI
ALLT
ÖMMU
SÍNA
Manchester United endaði tímabilið árið 2005 án titils
og Keane sagði: „Úrslitin ljúga ekki og stigataflan lýgur
ekki. Frammistaða okkar hefur ekki verið nógu góð. Allir
hjá þessu félagi verða að líta í eigin barm og spyrja sig hvort
þeir séu að gefa félaginu hundrað prósent af sér.“ Þetta
sagði Roy Keane eftir grátlegt tap Manchester United
fyrir Arsenal árið 2005. Keane vann sautján titla
með Mancester United á tólf ára ferli sínum
með liðinu.
ENGAR
AFSAKNIR
„Frábær lið komast í úrslit og vinna. Þetta tap sýnir að við
erum ekki frábært lið... við erum meðallið ef miðað er út frá
mörgum stöðum á vellinum,“ sagði Roy Keane um liðs�
félaga sína eftir tap í leik gegn Bayern München í
meistaradeildinni árið 2001.
GAGNRÝNIR
LIÐSFÉLAGA SÍNA
„Þeir fá sér nokkra drykki og líklega rækjusamlokur og þeir vita ekki
einu sinni hvað er í gangi á vellinum. Ég held að sumir sem koma á
Old Trafford kunni ekki einu sinni að stafa fótbolta hvað þá
að þeir skilji hann,“ sagði Roy Keane um aðdáendur
Manchester.
UM AÐDÁENDUR
MANCHESTER UNITED
„Sjáumst úti á velli!“ öskraði Roy Keane í átt að Patrick
Viera í frægu atviki þar sem honum og Viera lenti saman í göng�
unum fyrir leik á Highbury árið 2005 sem Manchester United vann
4–2. Síðar útskýrði Keane að hann hefði verið að segja við Viera að
hann ætti að velja sér mann af eigin stærðargráðu í stað þess að ráðast að Gary Neville
eins og Viera gerði í upphafi átakanna. Viera er 193 sentimetrar á hæð en
Keane 177 sentimetrar.
STRÍÐSÖSKUR
KEANES
KEANE UM
HRÆÐILEGT
BROT Á ALF
INGE HAALAND
Roy Keane um gróft brot þar sem hann trampaði ofan
á Gareth Southgate sem lá á jörðinni: „Hann ætti ekki
að liggja á jörðinni. Varnarmenn eiga ekki að
vera sífellt að renna sér og mér fannst
hann vera fyrir mér.“
GRÓFT
BROT Á GARETH
SOUTHGATE