Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 36
Hann verður merkilegur leikur- inn á Old Trafford á sunnudag þeg- ar Manchester United og Tottenham mætast. United hefur ekki náð í þau stig sem liðið ætlaði sér að hafa náð í og Tottenham hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og dökk ský virðast vera yfir félaginu þessa stundina. Paul Robinson landsliðsmarkvörður gerði enn ein mistökin í landsleik Englend- inga og Þjóðverja á miðvikudaginn og hefur fengið bágt fyrir í ensku press- unni. Stjórinn Martin Jol er sagður valtur í sessi og besti maður liðsins Dimitar Berbatov er meiddur. Öll spjót hafa staðið á Jol und- anfarna daga, stjórnarformaðurinn Daniel Levy gaf út stuðningsyfirlýs- ingu þar sem hann sagðist styðja Jol í starfi en hann yrði að koma Totten- ham í Meistaradeild Evrópu. Þegar stjórnarmenn liða gefa út stuðnings- yfirlýsingu er yfirleitt stutt í að stjór- inn verði rekinn, það hafa dæmin margsannað. Síðast var það hjá West Ham þegar Eggert sagðist styðja Alan Pardew en skömmu síðar var Pardew rekinn. Fréttir í vikunni bentu einnig til þess að Dein og félagar hefðu verið í viðræðum við aðra þjálfara. Juande Ramos hefur verið orðaður við félagið og sagður hafa fengið ótrúlegt tilboð frá Tottenham sem hann hafnaði. „Ég er metnaðarfullur stjórn- armaður, þetta er metnaðarfullur klúbbur og við viljum fá að sjá Meist- aradeildarfótbolta á White Hart Lane næsta tímabil,“ sagði Dein. Manchester United reynir að koma tímabilinu af stað á heimavelli. En þrátt fyrir slæma byrjun neita leik- menn liðsins að krísa sé komin upp í herbúðum þess. „Auðvitað er byrjun- in vonbrigði og við vildum vera komn- ir með fleiri stig. En það þýðir ekkert annað en að gleyma því sem búið er og horfa fram á veginn. Um leið og við munum ná einum sigri fær liðið sjálfstraust,“ segir Rio Ferdinand. Arsenal – Manchester City Arsenal mætir Manchester City í athyglisverðum leik. Manchester City getur haldið efsta sætinu með sigri en liðið á enn eftir að fá á sig mark í deild- inni. Liðið sýndi að það getur staðið í þeim stóru og sigraði Manchester Un- ited í vikunni. Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri City, er ánægður með sína menn það sem af er tíma- bili. „Margir af nýju mönnunum okk- ar hafa komið á óvart. Það mun hins vegar ekki ganga mikið lengur og Ars- ene Wenger mun eflaust sýna sínum mönnum myndband af okkar mönn- um fyrir leikinn. Við getum ekki enda- laust komið á óvart,“ segir Eriksson. Arsene Wenger hefur verið í vand- ræðum með að stilla upp liði en leik- menn hans hafa verið mikið meiddir og sóknin hefur skaðast vegna þess. Emanuel Adebayor er orðinn góð- ur af nárameiðslum og mun vera frammi með Robin Van Persie sem var einn í framlínunni í síðasta leik. „Við spiluðum með Alexander Hleb framar en vanalega í síðasta leik og Van Persie einn uppi á toppi. Það gengur ekki til lengdar og við þurfum tvo sóknarmenn í leik okkar,“ segir Arsene Wenger. Sunderland – Liverpool Hlutskipti Roy Keane og félaga er erfitt en þeir mæta fyrrverandi erkifjendum Keane í Liverpool. At- hyglisvert verður að sjá hvort Sund- erland nær að fylgja eftir góðri byrj- un á heimavelli þar sem liðið lagði Tottenham. Þeir eiga þó við ramm- an reip að draga og Liverpool-menn hyggjast eflaust koma tímabilinu vel af stað með sigri eftir að hafa fund- ist þeir rændir tveimur stigum af Rob Styles dómara sem dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Liverpool gegn Chelsea í miðri viku. Eins eru þeir svekktir yfir því að Gabriel Heinze var ekki leyft að fara til Liverpool og Rafa Benit- ez hefur farið mikinn í fjölmiðlum að undanförnu. „Hvernig er hægt að fara svona með leikmann sem er á samningi?“ Fleira angrar Benitez. „Hvers vegna spilum við alltaf á úti- velli eftir landsleikjahlé?“ sagði Ben- itez og gagnrýndi enska knattspyrnu- sambandið harðlega. Íslendingar mætast Íslendingar mætast þegar Bolton tekur á móti Reading á Reebook Stad- ium. Reading kemur sterkt til leiks á tímabilinu líkt og í fyrra og er með 4 stig eftir þrjá erfiða leiki. Bolton er hins vegar í slæmum málum og hef- ur tapað öllum leikjum tímabilsins. Heiðar Helguson mun líklega byrja á bekknum. Fleiri athyglisverðir leikir eru um helgina. Nágrannaslagur á Ri- verside þar sem Middlesbrough tekur á móti Newcastle. Everton fær Black- burn í heimsókn og slagur aldarinn- ar verður á Pride Park þar sem Birm- ingham kemur í heimsókn. Krafa er um sigur Chelsea á Portsmouth. West Ham mætir Wigan sem hefur byrj- að tímabilið vel með tveimur sigrum í þremur leikjum. Aston Villa reynir að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Fulham sem hefur hinn mis- tæka Tony Warner í markinu. föstudagur 24. ágúst 200736 Sport DV Í dAg 19:10 LiverpooL - CheLSeA 20:50 preMier LeAgue WorLd Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. 21:20 preMier LeAgue previeW Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna sem tekin eru upp samdægurs. 21:50 pL CLASSiC MAtCheS 22:20 pL CLASSiC MAtCheS 22:50 SeASon highLightS LAugArdAgur 08:25 preMier LeAgue WorLd 08:55 pL CLASSiC MAtCheS 09:25 pL CLASSiC MAtCheS 10:55 preMier LeAgue previeW Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna. 11:25 SunderLAnd - LiverpooL 13:45 ArSenAL - MAn. City 16:00 everton - BLACkBurn 18:10 4 4 2 Heimir Karlsson og guðni Bergsson, standa vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum. 19:30 4 4 2 20:50 4 4 2 22:10 4 4 2 23:30 4 4 2 SunnudAgur 09:10 WeSt hAM - WigAn 10:50 4 4 2 12:10 MiddLeSBrough - neWCAStLe 14:40 MAn. utd. - tottenhAM 17:15 CheLSeA - portSMouth 18:55 BoLton - reAding 20:35 4 4 2 Heimir Karlsson og guðni Bergsson, standa vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum. 21:55 MiddLeSBrough - neW- CAStLe 23:35 MAn. utd. - tottenhAM GÚMMÍVINNUSTOFAN Gúmmívinnustofan – SP dekk • Skipholti 35, 105 RVK sími 553 1055 • www.gummivinnustofan.is • Polar rafgeymaþjónusta • Rafgeymar fyrir fellihýsi og mótorhjól • Frí ísetning og mæling Sumardekk ÖRYGGI BÍLSINS BYGGIST Á GÓÐUM HJÓLBÖRÐUM Heldur City toppsætinu? Heil umferð fer fram um helgina í enska boltanum. Athyglin er á Manchester- liðunum City og united sem eru á öðrum stað í deildinni en sparkspekingar áætluðu. Smellir á hann kossi Ívar og félagar hans í reading taka á móti Bolton. Öll spjót standa á Jol Þrátt fyrir sigur gegn derby þykir Martin Jol valtur í sessi. kominn í gang? fernando torres skoraði um síðustu helgi. heldur ævintýrið áfram? sveinn Jörundur hefur náð fullu húsi stiga á tímabilinu. viðAr guðJónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.