Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 24. ágúst 200734 Sport DV E mil Hallfreðsson var nýlega keyptur til Reggina á Ítalíu og er allt útlit fyrir að hann muni spila í ítölsku A- deildinni, fyrstur allra Íslendinga síðan Al- bert Guðmundsson spilaði þar með AC Milan árið 1948. Verður í liði í fyrsta leik „Maður er nokkuð öruggur í lið í fyrsta leik eftir að ég skoraði tvö og lagði upp eitt í sýningarleik þar sem við skiptum í tvö lið og spiluðum fyr- ir áhorfendur Reggina,“ segir Emil og hlær við. „Þetta var svona eins og sýningarleikur í NBA, rosasýn- ing þar sem var mættur hellingur af ljósmyndurum og allt. Ég hef annars fengið góða dóma í blöðunum. Ég skil svo sem ekki mikið í Ítölsku en ég veit að orðið bene er gott og um daginn sá ég mynd af mér við hlið þumals sem bendir upp. Það er góðs viti. Eins hringdu þeir í mig og spurðu hvort ekki væri allt í lagi á sinni bjög- uðu ensku. Þeir sjá mjög vel um sína leikmenn,“ segir Emil Hallfreðsson, sem gekk nýlega til liðs við Reggina á Ítalíu frá Lyn í Noregi. Í tvær vikur hjá Lyn Emil hafði aðeins dvalið hjá norska liðinu í um tvær vikur þegar hann heyrði af áhuga Reggina. „Þetta gerðist þannig að ég fékk hringingu frá umboðsmanni og hann sagði mér af áhuga ítalsks liðs. Ég trúði þessu eiginlega ekki fyrst en síðan gerðist þetta á tveimur dögum. Indriði Sig- urðsson er hjá Lyn og hann þekkir yf- irmann íþróttamála hjá Lyn og hann spurði hann hvort eitthvað væri til í þessu. Þá fær hann þau svör að það sé búið að samþykkja tilboð og for- seti Reggina sé í flugvél á leið til Ósló til þess að ræða við mig og ganga frá þessu. Ég vissi ekkert hvað var í gangi og fannst þetta allt saman mjög súr- realískt. Málið var að þeir höfðu séð mig spila með Malmö í Svíþjóð þar sem mér gekk vel. Síðan gerðist það að þeir seldu vinstri fótar miðju- mann og fóru að skoða hvernig mál- in stæðu hjá mér. Þeir sáu þá að ég var nýbúinn að semja við Lyn en allir leikmenn eru til sölu fyrir rétta upp- hæð. Þannig að þetta gekk svo hratt fyrir sig og Reggina-menn vildu að ég myndi skrifa undir strax daginn eftir. Ég vildi fá tvo daga til þess að hugsa þetta og ekki ana að neinu. Ég ráð- færði mig við fjölskylduna og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri of gott tilboð til þess að hafna því. Fót- boltalega er þetta rosagott skref fram á við og ég hef verið í byrjunarliðinu síðan ég kom. Ítalía Hingað til hafa æfingarnar byggst að mestu á taktík. Við tókum æfingu um daginn þar sem við æfðum varn- artaktík í þrjá tíma. Þeir spila mjög skipulega og þetta hefur komið mér á óvart. Heilu dagarnir fara í taktík og svo hlaupum við inn á milli en voða lítið um spil og svona. Í Englandi, þegar ég var hjá Tottenham, var miklu meira um tæklingar og læti. Hingað til höfum við bara einbeitt okkur að því að spila góðan fótbolta hér á Ítalíu. Það er samt erfitt að meta þetta fyrr en að tímabilinu kemur. Það eru nokkrar stjörnur í lið- inu en sú helsta er sennilega Nicola Amoruso sem spilaði með Juventus. Hann skoraði 17 mörk í deildinni í fyrra. Svo var Bianchi, sem er nú í Manchester City, hér í fyrra og hann skoraði 18 mörk og var svaka heit- ur. Þeir eru einnig með góðan vinstri bakvörð sem Roma er á eftir. Þeir eru að vísu þekktir fyrir það að selja mik- ið af leikmönnum eftir hvert tímabil. Þeir selja alltaf leikmenn ef viðunandi tilboð berst. Raka á sér lappirnar Ég veit ekki alveg hvað þjálfari minn heitir ég held að hann heiti Fig- arelli en ég er ekki alveg viss. Það eina sem ég þarf að vita er að ég á að kalla hann mister og það væri illa liðið ef ég myndi ekki gera það. Því kalla ég hann bara mister. Þjálfarinn talar enga ensku en það eru tveir leikmenn sem kunna eitt- hvað í ensku og þeir reyna að hjálpa mér að skilja hvað þjálfarinn er að segja. Ég er búinn að læra eitthvað smá af fótboltaorðum en annars veit ég yfirleitt ekkert hvað er í gangi. Þetta kemur ábyggilega hægt og rólega. Þegar ég kem til Ítalíu aftur fer ég í ít- ölskukennslu og það er einhver kona sem mun taka mig í kennslustund. Mig og einhvern Portúgala sem var líka að koma,“ segir Emil Emil segir flest í búningsklefan- um vera svipað og annars staðar þar sem hann hefur verið. „Menn eru að grínast og svona sín á milli en helsti munurinn er sá að hér á Ítalíu eru all- ir með rakaðar lappir og eru að raka lappirnar inni í klefa. Þeir eru svolitl- ir snyrtipinnar sem greiða sér og eru með gel. Annars gera þeir mikið grín að því hvernig ég klæðist en ég er van- ur því. Kannski verð ég byrjaður að safna hári og raka á mér lappirnar eft- ir nokkrar vikur.“ Fótboltaborgin Reggio di Calabria Leikvöllur Reggina tekur tuttugu og átta þúsund áhorfendur. Hann er oftast fullur þegar stærstu liðin koma í heimsókn en aðsóknin fellur eilítið niður þegar minni lið koma. Að með- altali mæta tuttugu og tvö þúsund manns á leiki Reggina sem er í bæn- um Reggio di Calabria. Borgin stend- ur við ströndina á suðurhluta Ítalíu og þar búa um tvö hundruð þúsund manns. Það tekur tíu mínútur að fara til Sikileyjar á báti. „Það er mjög mikið fylgst með lið- inu í borginni. Á sýningarleiknum um daginn voru átta til níu þúsund manns og það segir ýmislegt. Hér er ekki hægt að gera margt en þetta virk- ar ágætisborg með fínum miðbæ en leikmennirnir búa nálægt hver öðr- um og nálægt æfingasvæðinu. Ég á að vísu eftir að kynnast borginni betur. Hingað til hef ég mest verið á hóteli og á veitingastöðum en mér líður vel hérna. Ég ætla svo að finna mér íbúð í rólegheitum þegar ég gef mér tíma til þess. Ég er á fínum samningi hérna úti og það er það sem fékk mig til þess að fara út. Ég kvarta ekki en það vita það ekki allir að það eru komnir fínir peningar í þetta úti í Noregi. Hins veg- ar hefði ég aldrei farið út nema vegna fótboltans. Það er ekki mikið um að vera hérna en þegar ég var í Noregi hafði ég Indriða til þess að spjalla við. Það var ótrúlega gaman eftir að hafa verið einn úti í London svo lengi. Hins vegar gat ég ekki sleppt þessu tæki- færi,“ segir Emil. Emil lætur það vera að hann finni fyrir mikilli athygli frá kvenfólkinu á Ítalíu enda er hann nýkominn. Hins vegar segir hann það ljóst að fótbolta- menn þyki vænlegir kostir fyrir konur á ítalíu og þeir veki athygli hvar sem þeir koma. Slúðurblöðin séu yfirfull af fréttum um fótboltamenn og þeir Ég hÉlt að grín þEtta væri Emil Hallfreðsson varð furðu lostinn þegar Reggina, sem spilar í ítölsku A- deildinni, gerði kauptilboð í leik- manninn tveimur vikum eftir að hann gekk til liðs við norska liðið Lyn. Hann er sáttur á Ítalíu og segir hér frá viðbrigðunum að koma til Ítalíu, von- brigðunum hjá Tot- tenham og furðuleg- um þjálfara í Svíþjóð. Spilar í Ítölsku A-deildinni Emil Hallfreðsson mun spila með reggina í Ítölsku a-deildinni á sunnudag. Leikinn með boltann Emil vakti athygli forráðamanna reggina þegar hann spilaði með Malmö í svíþjóð. Slúðurblöðin eru yfirfull af fréttum um fótboltamenn og þeir bendlaðir við hinar og þessar konur. Sjálfur er Emil einhleypur og að bíða eftir þeirri einu réttu en hann hefur ekki áhuga á því að ná sér í ítalska konu. D V-M YN D ÁSG EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.