Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 59
Bætist við leikhópinn
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram
tuttugasta og sjöunda september til sjöunda októb-
er næstkomandi. Aðstandendur hátíðarinnar hafa
ætíð leitast við að gera dagskrána sem fjölbreyttasta
og í ár verða margvíslegir viðburðir í boði tengdir
kvikmyndunum sem sýndar verða á hátíðinni. Mið-
næturbíó er einn af þesum óhefðbundnu dagskrár-
liðum en hefur það verið eitt af því vinsælasta á há-
tíðinni síðastliðinn þrjú ár. „Það hafa alltaf verið
sýndar svona gamlar, klassískar og örlítið öðruvísi
myndir í miðnæturbíóinu en í ár verður hryllings-
myndaþema og verður boðið upp á tvær hryllings-
grínmyndir eða svokallaðar splatter-myndir,“ segir
Gunnar Eggertsson, einn af skipuleggjundum há-
tíðarinnar og meðlimur hljómsveitarinnar Mal-
neiro phrenia. „Fyrir sýningu myndarinnar mun
átta manna hljómsveit stíga á svið og spila tónlist
úr um sextán hryllingsmyndum sem spanna þrjá-
tíu og fimm ára tímabil og á meðan rúlla myndbrot
úr þessum klassísku hryllingsmyndum. Við byrj-
um á að spila tónlist frá ítölsku hryllingsmyndun-
um frá árinu 1971 og endum á kvikmyndatónlist úr
amerísku hryllingsmyndunum frá 2005 og komum
við væntanlega fram undir nafninu Skarkári,“ segir
Gunnar.
Fjölbreytt kvikmyndatónlist
Strákarnir átta sem mynda sveitina Skarkára
koma úr ýmsum hljómsveitum. „Ég er í hljóm-
sveitinni Malneiro Phrenia og tónlistinni okkar
hefur oft verið líkt við kvikmyndatónlist. Svo munu
þeir Raggi og Valur úr hljómsveitinni Ask The
Slave einnig spila með okkur og trommari úr
hljómsveitinni Shadow Parade,“ segir Gunnar og
bætir því við að það komi flestum á óvart hvað
hryllingsmyndatónlist sé af misjöfnum toga. „Þetta
byrjaði í jazzinum og þessari gömlu ítölsku tónlist
í fyrstu myndunum. Á níunda áratugnum fer þetta
svo að verða svolítið poppelektró og þegar færist
nær aldamótunum fer tónlistin að verða frekar
rokkskotin.“ Herlegheitin hefjast klukkan tíu og er
áætlað að tónleikarnir standi í rúman klukkutíma
og við taki svo sýningar á myndunum Black Sheep
og The Tripper. „Þessar myndir eru svona nútíma-
hryllingsmyndir og hafa fengið mjög góðar viðtök-
ur innan hryllingsmyndageirans.“
The Tripper er eftir leikarann David Arquette og
er framleidd af honum og eiginkonu hans Courtn-
ey Cox Arquette. „Courtney Cox bregður meira að
segja fyrir í myndinni í einhverjar tuttugu sekúnd-
ur eða svo áður en hún er étin af hundum og Dav-
id leikur reyndar líka í henni. Black Sheep fjallar
um mannætukindur og er frá Nýja-Sjálandi. Nex-
us styður við þá mynd og hjálpaði okkur að koma
henni til landsins. Báðar myndirnar eru mjög
subbulegar og fyndnar og er ekki ætlað að vera
teknar alvarlega,“ segir Gunnar og bætir því við að
þessar myndir bjóði upp á öðruvísi stemningu en
þessar týpísku myndir á hátíðinni. „Fólk má klappa
og öskra og hlæja og vera með læti og ég vonast eftir
góðri stemningu. Svo verður væntanlega boðið upp
á einhverjar veitingar, kaffi og slíkt, til að halda fólki
gangandi. Myndirnar eru frekar léttar og hressar
og ekkert allt of langar svo þær ættu alveg að halda
manni vel vakandi fram á nótt,“ segir Gunnar að
lokum en miðasala á kvikmyndahátíðina verður
nánar auglýst síðar. Áhugasömum er bent á heima-
síðu hátíðarinnar riff.is og myspace.com/riffmid-
nightmovies þar sem finna má nánari upplýsingar
um miðnæturbíóið.
krista@dv.is
Mars á
hvíta tjaldið
Kristen Bell gæti fengið tækifæri
til að snúa aftur sem karakterinn
Veronica Mars sem hún lék í
sam-
nefnd-
um
sjón-
varps-
þáttum.
Nú eru
uppi
hug-
myndir
um að
gera
kvik-
mynd
um Veronicu en ljóshærða
leikkonan var alveg miður sín
þegar hætt var við sýningar á
þáttunum fyrr á árinu eftir þrjár
þáttaraðir, í millitíðinni hefur
hún hins vegar nælt sér í
hlutverk í sjónvarpsþáttunum
Heroes. „Ef kvikmyndin verður
gerð mun hún líklegast fjalla um
svolítið rosalegt sem átti að
gerast í fjórðu þáttaröð, ég vildi
að ég gæti sagt ykkur hvað það
er en þá væri ég að eyðileggja
myndina,“ segir leikkonan í
nýlegu viðtali.
Ekkert nema
sannleikur
David Schwimmer hefur nú
bæst í hóp leikara sem koma til
með að leika í pólitíska
spennutryllinum Nothing But
The
Truth.
Handrit
og
leikstjórn
eru í
höndum
Rod
Lurie og
fjallar
sagan
um
kvenkyns
blaða-
mann
sem kemur upp um CIA-fulltrúa
og er fangelsuð fyrir að neita að
gefa upp heimildarmann sinn.
Með hlutverk blaðakonunnar
fer Kate Beckinsale en
Schwimmer kemur til með að
leika eiginmann hennar sem
styður eiginkonu sína í fyrstu en
eftir því sem tíminn líður fer
hann að áfellast hana fyrir að
taka starfsákvörðun fram yfir
fjölskyldulífið.
Miðnæturbíó er hluti af óhefðbundnari dagskrá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Reykjavík. Sýndar verða tvær hryllingsmyndir en á undan verða haldnir tónleikar þar
sem spiluð verður hryllingsmyndatónlist.
föstudagur 24. ágúst 2007DV Bíó 59
Kaupóða
blaðakonan
Leikkonan Isla Fisher, sem lék
meðal annars í kvikmyndunum
Wedding Crashes og The
Look-
out,
hefur
sam-
þykkt að
leika í
kvik-
mynd-
inni The
Secret
World
Of a
Shopa-
holic
sem
framleidd er af Jerry Bruck-
heimer. Myndin er byggð á
skáldsögunni Confessions of a
Shopaholic eftir Sophie
Kinsella. Fisher mun fara með
hlutverk Rebeccu Bloomwood
sem er nýútskrifuð úr háskóla
og starfar sem viðskiptablaða-
maður í New York. Bloomwood
þjáist hins vegar líka af kaupæði
og inn í söguþráðinn fléttast barátta
hennar við að borga fyrir öll kaupin
og ástarsamband við ungan mann
sem hún er að skrifa grein um.
Justin Timberlake hefur nú bæst í
hóp þeirra sem koma til með að leika í
grínmynd Mikes Myers, The Love Guru.
Í grínmyndinni mun Myers fara með
hlutverk Love Guru, Bandaríkjamanns
sem alinn er upp af gúrúum og flytur til
Bandaríkjanna til að starfa við sjálfshjálp.
Fyrsta verkefnið hans er að ná sáttum
milli hokkíleikmanns og eiginkonu hans.
Eftir að þau hins vegar ná ekki sáttum
og skilja fer eiginkonan að taka saman
við hokkíleikmann úr búðm L.A. Kings í
hefndarskyni en sá mun verða leikinn af
Timberlake. Aðrir sem fara með hlutverk
í myndinni eru þau Jessica Alba, Rom-
any Malco og Verne Troyer. Tökur byrja
í næsta mánuði í Toronto.
Ævintýraheimur ofurnördsins
The Black Sheep
fjallar um mannætukindur..
hryllingsmyndatónlist
og splatter-myndir
Gunnar Eggertsson
skipuleggur miðnæturbíóið
og tónleikana.
Innblástur frá Ice Cube
Kvikmyndafyrirtækið Dimension
hefur ákveðið að gera kvikmynd-
ina Comeback en innblásturinn að
myndinni er fenginn frá Ice Cube.
Comeback er íþróttadrama, byggt á
sannri sögu og fjallar um lítinn fátæk-
an smábæ í Illinois og íbúa bæjarins
sem sýna samstöðu sína á ameríska
fótboltavellinum. Þeir standa með
bæjarliðinu Pop Warner og hinni ell-
efu ára gömlu Jasmine Plummer sem
er fyrsta konan í sögu Pop Warner-
liðsins. Fred Durst úr hljómsveitinni
Limp Bizkit er sagður í viðræðum um
að leikstýra myndinni sem Ice Cube
kemur til með að framleiða og er
handritið skrifað af Nick Santora.
DVMYND Ásgeir