Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 24. ágúst 2007 35
bendlaðir við hinar og þessar konur.
Sjálfur er Emil einhleypur og að bíða
eftir þeirri einu réttu en hann hef-
ur ekki áhuga á því að ná sér í ítalska
konu.
Þurrt hjá Tottenham
Emil var keyptur til Tottenham frá
FH í janúar árið 2005 en þá var hann á
tuttugasta og fyrsta aldursári. „Ég var
ekkert sérstaklega ánægður með tíma
minn hjá Tottenham. Maður fattaði
ekkert hversu stór klúbbur þetta er.
Þegar ég kom til Tottenham vissi ég
ekki að ég átti eftir að verða einn af
fimmtán leikmönnum sem komu til
liðsins í janúar. Ég var fyrstur og voða-
lega sáttur en síðan var málið að við
vorum fyrst og fremst fengnir til þess
að auka samkeppni í liðinu.
Ég var þar fyrst í eitt ár en ekkert
gekk að fá að spila. Það var mikið af
breytingum á liðinu eftir að ég kom.
Frank Arnesen var yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá félaginu og hann fékk
mig til að koma. Síðan fór hann hálfu
ári eftir að ég kom og þá var allt breytt.
Hann fékk fimmtán leikmenn til liðs-
ins í janúar árið 2005 en nú tveim-
ur árum seinna hafa allir þessir leik-
menn verið seldir og ég var seinastur
af þessum mönnum til þess að fara frá
liðinu. Það er mikil pólitík í gangi alls
staðar og þegar þjálfarar koma til fé-
laga velja þeir leikmenn með sér sem
þeir eru hrifnir af. Eftir Arnesen kom
maður að nafni Damien Pollen og
hann fékk til sín einhverja sjö Frakka á
einu bretti. Þetta kennir manni ýmis-
legt og maður veit núna hvernig þetta
virkar í atvinnumennskunni og ég er
reynslunni ríkari,“ segir Emil.
Framkvæmdastjóri Tottenham er
Hollendingurinn Martin Jol og hann
stjórnaði liðinu á síðasta tímabili þeg-
ar liðið náði fimmta sæti í ensku úr-
valsdeildinni. Hjá liðinu eru margar
stórstjörnur á borð við Dimitar Ber-
batov, Neil Lennon, Robbie Keane
og Darren Bent svo einhverjir séu
nefndir. „Martin Jol talar mjög lítið
við leikmenn. Í rauninni talar hann
bara við tvo eða þrjá leikmenn, aðrir
leikmenn vita ekki neitt hvað Martin
Jol er að spá. Þjálfararnir eru margir
fínir og maður spjallar mikið við þá,
ég var mikið í samskiptum við vara-
liðsþjálfarann Clive Allen. Hins vegar
talar hann ekkert við framkvæmda-
stjórann og þetta er svolítið þurrt um-
hverfi og menn eru ekkert mikið í því
að spjalla saman. Ég kynntist næst-
um engum nema Erik Edman, Svían-
um sem spilaði um tíma með liðinu.
Hann er mjög góður vinur minn í dag
en málið með hann er það að um leið
og Martin Jol kom til félagsins ákvað
hann að nota ekki Edman og seldi
hann til Rennes í Frakklandi þar sem
hann spilar reglulega. Síðan náði ég
ágætu sambandi við Teemu Tanio og
það virðist sem maður nái best saman
við aðra Skandinava. Englendingarn-
ir héldu sinn hóp og maður nær voða
lítið að tala við þá. Þeir eiga líka sitt líf,
fjölskyldu og vini og þeir nenna ekki
að tala við einhvern Íslending. Aðal-
hetjan þarna úti er Dimiter Berbatov
en fyrir utan það fíla aðdáendurnir
ensku leikmennina eins og Huddles-
tone og Lennon,“ segir Emil.
Hætti að nenna að fara á leiki
„Ég fór yfirleitt á leiki hjá Totten-
ham enda var ætlast til þess að við
gerðum það. Undir lokin var ég samt
hættur að nenna því enda langaði
mann að spila. Jol spilaði alltaf með
sterkasta liðið og maður fékk ekki einu
sinni tækifæri til þess að spila í deild-
arbikarnum. Ég var því ekki í mínu
besta formi enda eru varaliðsleikir
bara einu sinni eða tvisvar í mánuði.
Maður þarf að fá leiki einu sinni í viku
til þess að geta sýnt hvað maður get-
ur. Einnig er það svo að maður þarf
oft fimm til sex leiki til þess að kom-
ast í gott leikform en þeir þarna hjá
Tottenham eru ekkert tilbúnir að bíða
eftir því og afar mikilvægt að grípa
tækifærið þegar maður fær loks að
spila. Annars notaði ég tímann þarna
úti til þess að lækka forgjöfina og var
alltaf í golfi,“ segir Emil.
Lenti upp á kant við þjálfara
Malmö
Síðan gerist það í fyrra að ég fæ
tækifæri til þess að fara til Malmö á
láni. Þar gekk mér hrikalega vel enda
fékk ég að spila og fékk mikið sjálfs-
traust. Ég skoraði og lagði upp mörk
og þetta var mjög góður tími fyr-
ir mig. Víðir Leifsson (Fylki) var allaf
í heimsókn en hann var að þykjast
vera í námi í Kaupmannahöfn. En
hann kom alltaf um helgar til mín.
Einnig var bróðir hans Tommi (Tóm-
as Leifsson, Fjölni) hjá mér í mán-
uð. Það var mikilvægt fyrir mig að
fá allar þessar heimsóknir þar enda
var stutt fyrir fólk að koma og heim-
sækja mig. Núna þarf hins vegar að
taka þrjú flug til þess koma til Regg-
io di Calabria,“ segir Emil. Þrátt fyr-
ir góða dvöl í Malmö lenti hann upp
á kant við þjálfarann Sören Åkenby.
„Ég er enginn uppreisnarseggur en
þetta var afar furðulegur þjálfari að
mörgu leyti. Það fyrsta sem gerist eftir
að ég kem til félagsins er að við förum
til Suður-Afríku í tvær vikur en ferða-
lagið þangað tók tuttugu og átta tíma.
Engir boltar voru teknir með í ferðina
og við vorum bara að lyfta og hlaupa
um í einhverjum skógum. Mér þótti
það furðulegt og velti því fyrir mér í
hvað ég væri búinn að koma mér.
Þetta var það fyrsta sem ég gerði
hjá Malmö og þegar ég kom til móts
við þá á flugvellinum tók ég eftir því
hvað allir í liðinu voru þöglir. Síðan
sögðu þeir við mig að við værum bara
að fara að hlaupa og lyfta. Ég hélt að
þetta væri eitthvað grín en annað kom
á daginn. Síðan eftir að við komum
til Svíþjóðar snertum við ekki bolta
í fjórar til sex vikur en vorum þess í
stað alltaf hlaupandi úti um allt. Allt
snerist um þessi hlaup og þegar mér
bauðst að fara aftur til Malmö hugs-
aði ég með sjálfum mér að ég nennti
ekki að taka þátt í öðru svona undir-
búningstímabili. Enda er það algjör
misskilningur að maður komist í gott
leikform með því að hlaupa enda-
laust. Það kemur einnig með því að
spila fótbolta og gera aðrar æfingar.
Ein æfingin var þannig að við spil-
uðum fjórir á fjóra á hálfan völl. Ef
maður hljóp fram og missti boltann
hafði maður enga orku til þess að
ná manninum sínum og öfugt. Þetta
var eiginlega algjört bull og vitleysa.
Malmö lenti svo í fimmta sæti í Sví-
þjóð sem er ekki viðunandi árangur
hjá þessu liði. Engu að síður er hann
ennþá þjálfari sem mér finnst skrítið
og ég veit að fleiri leikmenn eru gátt-
aðir á því að hann sé ennþá þjálfari.
Eftir tímabilið vildu þeir ólmir
halda mér. En ég vildi ekki vera áfram
og þegar blöðin í Svíþjóð hringdu
skaut ég lítillega á þjálfarann og gaf
það í skyn að ég vildi ekki vera áfram
hans vegna. Síðan daginn eftir birtist
viðtal við þjálfarann þar sem hann
sagði að þeir vildu ekki halda mér þar
sem ég væri of gjarn á að meiðast og
skaut eitthvað á mig til baka. Það þótti
mér fyndið,“ segir Emil og hlær.
Trúin mikilvæg
„Ég er kristinn og fékk kristið upp-
eldi, það gerir mér ekkert nema gott.
Alltaf fyrir leiki fer ég með bænir og á
kvöldin fer ég með kvöldbænir. Ég er
á því að það hjálpi mér mikið,“ seg-
ir hinn viðkunnanlegi knattspyrnu-
maður Emil Hallfreðsson. vidar@dv.is
Stefnir á að standa sig Emil er ánægður með ástríðu stuðningsmanna reggina.
„Menn eru að grínast
svona sín á milli en
helsti munurinn er sá að
hér á Ítalíu eru allir með
rakaðar lappir og eru
að raka lappirnar inni
í klefa. Þeir eru svolitlir
snyrtipinnar sem greiða
sér og eru með gel. Ann-
ars gera þeir mikið grín
að því hvernig ég klæð-
ist en ég er vanur því.
Kannski verð ég byrjað-
ur að safna hári og raka
á mér lappirnar eftir
nokkrar vikur.“
D
V-M
YN
D
ÁSG
EIR
D
V-M
YN
D
STEFÁN